Hræðilegt fyrir 365 miðla að missa besta fjölmiðlaráðgjafa landsins!!!
11.9.2010 | 21:40
Hræðileg frétt að 365 miðlar skuli vera búnir að missa sinn helsta og besta fjölmiðlaráðgjafa og landsins mesta sérfræðing á því sviði úr sinni þjónustu.
Hvað verður nú um þetta fyrirtæki þegar engin ráð eru lengur tiltæk frá Jóni Ásgeiri? Ég óttast að það verði mikið vandræðaástand á þessum miðlum þegar ráðgjafar hans nýtur ekki lengur við.
Og af hverju er Jón Ásgeir hættur sem ráðgjafi hjá 365 miðlum? Voru launin ekki nógu há? Þetta fyrirtæki hefur hingað til keypt allt sem það langar í, flesta helstu íþróttaviðburði, dýrasta starfsfólkið og nú síðast meira að segja Spaugstofuna. Það er nú ekkert grín að geta keypt þá! En hafa þeir ekki lengur efni á Jóni Ásgeiri? Þetta skil ég ekki, hann er lang besti ráðgjafinn, snillingur í að ljúga að fólki í gegn um fjölmiðla. Það er ekki gott að missa svona mann úr sinni þjónustu. Að vísu kemur víst ekkert fram um að hann sé hættur sem ráðgjafi hjá 365 miðlum, þannig að kannski er ég bara að misskilja eða snúa út úr fréttinni. Það kemur einungis fram að hann sé hættur að fá greidda ráðgjafarþóknun frá 365 miðlum.
En var hann þá ekki ráðgjafi hjá þeim. Var hann bara viðtakandi ráðgjafarþóknunar? Hvaða bruðl hefur það verið að greiða ráðgjafarþóknun fyrir enga ráðgjöf? Það er slæm ráðgjöf? Eru þessir 365 miðlar kannski bara eitthvað skrípaskjól fyrir Jón Ásgeir? Líklega er það svo. Fyrirtækið er búið að vera á hausnum um árabil, en skiptir reglulega um kennitölur og afskrifar milljarða skuldir um leið. Það er víst rekstrarmódelið sem Jón Ásgeir fyrrv. viðtakandi ráðgjafarþóknunar, en líklega ekki sérmenntaður ráðgjafi, hefur sett upp fyrir þetta fjölmiðlafyrirbæri sem heitir núna 365 miðlar.
Fær ekki lengur greitt frá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sælir já hann er ótrúlegur þessi Jón Ásgeir lygari, illa menntaður í ensku, hræsnari, gortari og stór þjófur en samt gengur hann laus eins og ekkert hafi í skorist!
Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.