Algjörlega snargeggjaður náungi.
11.9.2010 | 20:50
"Jón Ásgeir segir, að slitastjórn Glitnis hefði átt að vera ljóst, að kyrrsetningarkrafan myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hann."
Þessi setning úr greininni segir allt sem segja þarf. Lýsir vel Jóni Ásgeiri. Núna þegar reynt er að ná til baka einhverju af því sem hann er búinn að stela af Íslendingum og fleirum á undanförnum árum, hvort sem hann gerði það til að stinga peningunum í eigin vasa eða hvort hann gerði það af eintómum asnaskap og tapaði svo öllu í einhverju rugli, þá er hann aðallega að hafa áhyggjur af því að þessi tilraun til að endurheimta féð valdi HONUM vandræðum. Að þetta hafi alvarlegar afleiðingar fyrir HANN. Honum er alveg sama um greiðann sem stjórnum þessara félaga er gerður með því að fá þessa ástæðu til að losna við hann úr stjórninni! Honum er alveg sama um tap Glitnis og tap Íslendinga af viðskiptum hans á undanförnum árum. Hann þakkar ekki einu sinni fyrir að ganga ennþá laus. Hann kvartar yfir því að það valdi honum vandræðum að hart sé gengið að honum til að ná til baka því sem hann stal.
Þetta er snargeggjaður náungi. Ég skil ekki af hverju hann gengur laus, það væri hvort heldur sem er hægt að hafa hann í varðhaldi vegna rannsóknar á bankaránum hans eða í spennitreyju á geðveikrahæli vegna þess hve hann er snargeggjaður.
Neyddist til að segja sig úr stjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur enginn minnstu samúð með Jóni Ásgeiri, frekast þvert á móti. Helvítis veinið í honum er örugglega eins og músík í eyrum allra. Fólki finnst örugglega að réttlætið hafi náð fram að ganga að einhverju leyti, þótt enginn verði ánægður fyrr en þetta afstyrmi situr bak við lás og slá, eins og þú minnist á, Jón. Auðvitað mun það ekki gerast. Hann mun geta lifað í munaði það sem eftir er ævinnar, enda aflandsreikningar hans og eignir hans í nafni strámanna ekki fundin ennþá. Þess vegna er líklegt að vælið í honum sé lítið annað en sýndarmennska, því að hann sofnar alsæll á hverju kvöldi, þótt hann sofi að vísu ekki svefni hinna réttlátu.
Vendetta, 12.9.2010 kl. 09:33
Sæll Vendetta og takk fyrir athugasemdina. Því miður er þetta alveg örugglega rétt hjá þér sem þú heldur fram um Jón Ásgeir.
Jón Pétur Líndal, 12.9.2010 kl. 10:12
Sælir hann er helvítis aumingi og ræfill eins og þú segir á heima í fangelsi!
Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.