Samdráttur á öllum sviðum hér, nema skuldum, þær vaxa hratt og veðrið, það batnar.

Nokkrar neikvæðar fréttar úr efnahagslífi Íslands á undanförnum dögum:

Íbúum fækkar.
Erlendum ferðmönnum fækkar.
Umferðin minnkar.
Bílasala snarminnkar.
Hagtölur mun verri en búist var við á bæði fyrsta og öðrum fjórðungi ársins, hagkerfið enn að dragast hratt saman.
AGS hefur áhyggjur af að Ísland hafi ekkert svigrúm til að bregðast við áföllum í efhahagslífinu.
Engir peningar fást að láni til að greiða fyrir Búðarhálsvirkjun ennþá.
Allir að hækka gjaldskrár, OR um 28%.
Allar hækkanir OR fara í skuldir.
Alls staðar verið að hagræða, lækka laun og reka fólk, OR ætlar að gera skurk í því á næstunni.
Sáralítið sem á að framkvæma í landinu á næstu árum.
Skuldir ríkissjóðs vaxa hratt, um ca. 10 milljarða á mánuði.
Forsætisráðherra talar um jákvæðan viðsnúning, það er mjög slæmt að hún skuli ekki fylgjast betur með.
Ekkert að gerast í að endurheimta ránsfeng útrásarvíkinganna.
Ekkert rafmagn til fyrir álverið í Helguvík.
12 stór sveitarfélög á hausnum, gleymdist að hafa Reykjavík með í fjárhagsrannsókn ráðuneytisins.

Jákvæðar fréttir undanfarna daga:
Veðrið er óvenju gott, stefnir í metsumar varðandi hlýindi.


mbl.is Meiri samdráttur hér en hjá kreppuþjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir hefur þú velt því fyrir þér að undanfari stór hamfara í náttúrunni er feikna gott veðurfar og hlýindi!

Það skildi þó aldrei vera að móðir náttúra hjálpi okkur þegar neyðin er stærst og hér verði eins og ég hef spáð um nokkurt skeið stórhamfaragos svo stórt að við getum ekki með nokkru móti komist af nema með aðstoð erlendis frá bæði með peningagjöfum og niðurfellingu skulda!

Sigurður Haraldsson, 8.9.2010 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband