Fiskveiðistefna ESB - snýst hún núna um að Íslendingar fóðri makríl fyrir þá?

Nú verður fróðlegt að fylgjast með aðgerðum ESB út af makrílveiðum Íslendinga og Færeyinga.

Það er allt vitlaust yfir því að Íslendingar og Færeyingar séu að veiða makríl annarra þjóða í óleyfi. Þetta er mjög skrýtin afstaða. Það virðist sem menn gleymi því að makríllinn er nú á beit á íslensku hafsvæði, étur frá okkar stofnum og hamlar fiskveiðum okkar verulega ef við megum ekki veiða þar sem hætta er á að makríllinn slæðist með í of miklu magni. Sumir segja að makríllinn éti allt sem að kjafti kemur og í hann kemst, þannig tekur hann æti frá öðrum stofnum og étur seiði annarra stofna. Þess vegna verðum við auðvitað að veiða makrílinn. Að öðrum kosti værum við bara að fóðra hann fyrir aðra á okkar kostnað. Og hvað ætla menn að borga fyrir það?

Þangað til semst um greiðslur fyrir fóðrun á makríl í íslenskri lögsögu verðum við bara að veiða hann. En auðvitað mætti hætta þessum veiðum ef þeir sem telja sig eiga tilkall til veiðanna eftir að makríllinn hefur verið stríðalinn á Íslandsmiðum, eru til í að greiða sanngjarnt verð fyrir fóðrið.

Og skyldi þessi afstaða ESB breytast eitthvað þó Ísland gangi í ESB? Eða verðum við bara skikkaðir til að láta lögsöguna undir makríleldi fyrir aðrar þjóðir?


mbl.is Bretar undirbúa makrílstríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband