Þessi Wessman er nú sjálfur rugludallur.

Þessi Róbert Wessman er nú meiri rugludallurinn sjálfur. Ég held að hann viti sjaldnast hvort hann er að meina það sem hann segir eða ekki.

Fyrir nokkrum árum skreytti hann sig með því loforði að gefa Háskólanum í Reykjavík einn milljarð sem átti m.a. að nota í að reisa nýja háskólabyggingu út undir Nauthólsvík. Nú fyrir nokkrum vikum tilkynnti hann að hann væri hættur við að gefa 500 milljónir af þessum milljarði. Ekki veit ég hvort hann var búinn að greiða út hinn helminginn af loforðinu eða ekki. Hann ákvað allavega að taka ekki mikið mark á sjálfum sér varðandi þetta loforð um milljarðinn.

Á sumum fréttamiðlum er haft eftir Wessman að hann hafi hætt skv. samkomulagi við Bjögga til að einbeita sér að rekstri Salt Investment. Það er eitthvað félag sem hann notaði við fjárfestingar og þá aðallega fjárfestingar í Actavis. Þannig að þegar hann var rekinn frá Actavis hafði hann það mikla trú á Bjögga að hann ákvað að einbeita sér að því að fjárfesti í stærsta fyrirtæki hans. Auðvitað er þetta Salt Investment handónýtt félag í dag. En engu að síður sýnir þetta vel hvað Róbert Wessmann er mikill rugludallur. Eða hvað segir það um hann sjálfan að þegar hann er rekinn frá Actavis þá ákveður hann að einbeita sér að því að fjárfesta í þeim sem rak hann þó hann segi nú að sá maður sé rugludallur sem ekkert er að marka.

Nú er ég ekkert að verja Björgólf. Auðvitað reynir að fegra eigin gerðir eins og mest hann má á sinni bloggsíðu. Það er mjög skiljanlegt og nauðsynlegt fyrir hann að fá syndaaflausn hjá þjóðinni sem fyrst því hann stendur í ríkisstyrktum stórfjárfestingum í félagi við innstu koppa í búri Samfylkingarinnar. Auðvitað verður að láta þetta allt líta sem best út eftir á sem aflaga fór í viðskiptum Björgólfs. Og hann verður auðvitað að berja það inn í hausinn á okkur vitleysingunum sem gagnrýnum hann að hann sé alsaklaus af Icesave og öllu sem aflaga fór í Landsbankanum. Það var ekkert honum að kenna, hann átti bankann bara á pappírnum, borgaði aldrei kaupverðið að fullu og því ekkert hægt að kenna honum um eitt eða neitt, eða hvað?

En þessi gagnrýni frá Wessman, og skiptir þá engu máli hvort hún er rættmæt eða ekki, er svo vitlaus og kjánaleg að hún vekur upp spurninguna um hvort þessir viðskiptamógúlar þurfa ekki að ná allavega 80 stigum á greindarprófi áður en bankarnir lána þeim milljarða og tugmilljarða til að nota í viðskiptum við menn sem þeir halda fram að ekkert mark sé takandi á?

Eða hvernig fór Wessman að því að ná í fjármagn til að fjárfesta í Actavis eftir brottreksturinn fyrst honum þykir Bjöggi svona vitlaus eins og hann segir.

Kannski labbaði hann inn í einhvern banka og viðtalið var á þessa leið.

Wessman: - "Hæ, ég var rekinn frá Actavis í gær og Bjöggi sagði að ég hefði klúðrar rekstraráætluninni. Allavega þarf ég að finna mér eitthvað annað til að græða á fyrst hann var með þessa stæla við mig.

Bankamaður: - Æ, varstu rekinn, það var leiðinlegt. Ertu með einhverja sniðuga hugmynd til að fjárfesta í?

Wessman: - Ég er eiginlega að hugsa um að fjárfesta bara í Actavis. Ég var að vísu rekinn þaðan og það er svosem ekkert að marka Bjögga aðaleiganda. Hann segir eitt í dag og annað á morgun og kennir mér um allt sem fer illa. En ég er samt viss um að Actavis á eftir að stórgræða á næstu árum. Bjöggi segir það allavega. Ég er alveg viss um að þetta er besta fyrirtæki í heimi.

Bankamaður: - Já, við verðum nú að taka mark á Bjögga. Hann hefur líka ekkert meint með því þegar hann var að reka þig og skamma þig fyrir eitthvað klúður. Hann hefur bara misstigið sig þegar hann fór á fætur í gær. Já, þetta er líklega bara bráðsniðugt hjá þér að fjárfesta í Bjögga - eða Actavis sem sagt. - Hvað þarftu mikið, er nóg að byrja með 2-3 milljarða?

Wessman: - 2-3 milljarðar er nú ekki mikið, en það dugir kannski til að byrja með. Ég þarf að athuga hvað ég get keypt mikið af bréfum þarna. Það er svo mikill gróði framundan í þessu að menn eru nú ekkert spenntir fyrir að selja bréfin hvort sem er. Settu þetta þá bara á reikninginn hjá mér á eftir. Þarf ég einhvers staðar að kvitta?

Gekk þetta einhvern veginn svona fyrir sig?


mbl.is Segir Björgólf fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband