Ábending til Seðlabankans - Hér er tilboð um 1,99% vexti, óverðtryggt.
30.6.2010 | 22:11
Ég kíkti að gamni mínu á húsnæðisvexti í Bretlandi. Þar er verið að bjóða vexti á bilinu ca. 2-4% vegna endurfjármögnunar á óhagstæðari húsnæðislánum. Gengisáhætta og verðbólga og lántökukostnaður innifalin í þeim tilboðum.
Fastir vextir eru gjarnan 3,5-4% þegar allur kostnaður vegna lánanna er tekinn með í reikninginn en þegar vextirnir eru 1,99-3% eru þeir breytilegir.
Ef við horfum bara á nafnvexti eru þeir í öllum tilvikum 1,99-2,89%.Þetta virðist vera það sem Bretar hafa um að velja varðandi húsnæðislán. Fáum við svona tilboð hér? Ég býst varla við því, hér eru húsnæðislánavextir miklu hærri og lánin verðbætt þar að auki. Af hverju er þetta svona? Við þurfum svör við því. Er það af því að fjármálakerfið hér sé gáfulegra en það breska?
Það er hægt að sjá á þessari síðu samanburð á bílalánum fyrir Breta. Þar eru mun hærri vextir en af húsnæðislánunum. ca. 9-20% þegar allt er reiknað.En úr því Seðlabanki Íslands er að reyna að hafa vit fyrir landsmönnum þá ættu bankastjórarnir að hafa vit á að skoða hvernig lánamarkaðurinn er í stað þess að búa til eitthvað sérstakt lánamarkaðsviðrini fyrir Íslendinga.
http://www.moneysupermarket.com/mortgages/
Miða við lægstu vexti á hverjum tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.