Það er ótrúlegt að fylgjast með viðbrögðum og tilmælum út af ólöglegum lánum bankanna. Í staðinn fyrir að ráðast inn í húsakynni þessara glæpafyrirtækja og innsigla þau og stinga öllum helstu forsvarsmönnum í varðhald, eins og oft er gert þegar um minni glæpi en þessa er að ræða, er nú keppst við að finna leiðir til að bæta glæpafélögunum "tjónið" af að komast ekki upp með glæpina lengur. Nú er sjálfsagt að reisa 8% skjaldborg um fjármálafyrirtækin í hvelli út af gengistryggðu lánunum. Það tók ekki marga daga.
Ráð dagsins frá yfirvöldum er að taka 8% vexti í staðinn fyrir umsamda vexti af þessum lánum. Það eru engar sérstakar forsendur fyrir þessum 8%, því síður nokkur lagaheimild. Eins og bent hefur verið á er þetta einfaldlega lögbrot. En þetta ráð sýnir að það er bara verið að féfletta fólk og reyna að komast eins langt í því og menn halda að hægt sé á hverjum tíma, eða degi. Viðskiptaráðherrann vitlausi sem hefur margsnúist í hringi á undanförnum árum og skipt um skoðanir svo oft að ef hann aflaði ríkissjóði einnar milljónar í hvert sinn sem hann skiptir um skoðun þá væri ríkissjóður orðinn vellauðugur, hefur þá skoðun á þessu að menn geti alveg ágætlega ráðið við að borga 8% og því sé það bara fín niðurstaða.
Viðskiptaráðherranum er sem sagt alveg sama um hvað hefur verið samið og hvaða lög hafa verið brotin. Það virðist engu skipta, menn eiga bara að borga það sem honum finnst þeir þola. Honum finnst sjálfsagt að vaða á skítugum skónum yfir almenning til að reyta peninga í glæpafyrirtækin.
Þeir sem standa nú vörð um þá sem vilja ræna almenning eru Seðlabankinn og ríkisstjórnin og skyldir aðilar. Sýn Steingríms J. og Jóhönnu Sig á málið er greinilega sú að þau vilja vera glæpaforingjar. Undir þeirra stjórn er nú unnið að því að styrkja glæpasamtökin svo þau geti haldið áfram að ræna almenning. Aldrei hefur það þótt gott siðferði að gera allt fyrir glæpasamtök svo þau geti starfað óhindrað og án nokkurra takmarkana. Það hefur oft verið talað um að hér sé réttarríki og siðað samfélag. Nú finnst mér þessi fullyrðing stefna í að eiga bara heima í sögubókum og kannski nýlegum fornbókmenntum. Ekki er að sjá að þetta sé raunin á Íslandi í dag.
Ég er nú farinn að sjá Marínó G. Njálsson talsmann hagsmunasamtaka heimilanna og þá aðila sem fóru með mál sín fyrir Hæstarétt sem nokkurs konar Hróa Hött Íslands og lið hans, þið getið þá áttað ykkur á í hvaða liði Steingrímur og Jóhanna og Seðlabankastjórinn eru. Þetta fólk sem herjar látlaust á almenning. En Marínó og félagar hafa unnið vel að því að koma á einhverju réttlæti í viðskiptum fjármálafyrirtæka við almenning. Það er meira en hægt er að segja um ríkisstjórnina og Seðlabankann.
Það þarf að fara að koma þessum vitlausu Seðlabankastjórum frá. Ef byggja á upp traust í fjármálum gengur ekki að Seðlabankinn hvetji til lögbrota. Sama á við um ríkisstjórnina og einstaka ráðherra í henni. Þetta lið er allt orðið kexruglað fyrir löngu síðan. Mesta hættan sem steðjar að efnahag Íslands er ríkisstjórn landsins. Með hverjum deginum sem líður sökkvum við dýpra í skuldir og hyldýpi fjármálakerfisins sem okkur er talin trú um að við verðum að efla hvað sem tautar og raular.
Það er logið að þjóðinni á hverjum degi af yfirvöldum. Stærsta lygi þessarar viku var þegar AGS, ríkisstjórnin apaði það auðvitað eftir þessu eftirlætisyfirvaldi sínu, sagði okkur að kreppan væri búin. Samt er Steingrímur varla byrjaður að skera niður hjá ríkinu eða hvað? Hann er búinn að boða tuga milljarða niðurskurð og einhverjar skattahækkanir að auki. Ef það er rétt að kreppan sé búin og allt að komast hratt í lag aftur eins og AGS menn fullyrtu, þá þarf Steingrímur varla að skera neitt niður. Hann getur þá bara farið að framkvæma aftur og haga sér eins og það sé uppgangur í þjóðfélaginu, en ekki kreppa. En kannski er þetta rugl í mér og AGS að segja satt. Kreppan er búin. En þá er það Steingrímur sem lýgur þegar hann segist næst þurfa að skera niður út af kreppunni.
Hvor aðilinn það er sem lýgur skiptir ekki öllu, örugglega eru þeir báðir að því. En ég hefði gaman af að sjá stutta greiningu á því af hverju AGS telur að kreppan sé búin. Ég vil ekki heyra, af því bara, heldur sjá það á blaði hvað það nákvæmlega er sem eflir nú hagkerfi Íslands svo mikið að það er komið á fleygiferð aftur upp úr kreppunni. Það hafa engar skýringar sést á þessari fullyrðingu. Á meðan þetta er ekki útskýrt er engin ástæða til að taka mark á þessu.
Segir hvatt til lögbrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið er að það er ekki um 8% vexti að ræða. Það er talað um lægstu vexti seðlabankans eins og þeir voru á hverjum tíma. Þeir sem tóku lán t.d. 2006-2008 þá voru lægstu vextir seðlabanka um 20%. Reiknaðu nú.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.6.2010 kl. 20:32
Sæl Sólveig Þóra og takk fyrir þessa ábendingu. Ætli Seðlabankinn fari þá ekki að hækka vextina bráðum aftur úr því það á að nota þessa vexti. Og ef kreppan er búin þarf sjálfsagt líka að hækka þá til að hemja þensluna. Það er allavega gamalgóð afsökun fyrir háum vöxtum. Þetta er nú ljóta glæpagengið sem stýrir þessum peningamálum í landinu.
Jón Pétur Líndal, 30.6.2010 kl. 21:24
Það er sem Sólveig segir.
Þetta eru ekki flóknir útreikningar í Excel ef það þarf að reikna með forsendubresti (dómi) en flókið með eindæmum ef breytan er með breytilögum vöxtum frá gjalddaga til gjalddaga.
Það er ástæðan fyrir því að ekkert verður sent út fyrr en í september.....
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.