Þetta er bara til að fela raunveruleg plott gegn almenningi. - SKULDASKATTINN.

Það er oft klókt að gera mikið úr smámálum til að beina umræðunni þangað á meðan reynt er að gera einhverjar verulegar skammir af sér annar staðar.

Ég bloggaði í gær um hvort ríkisstjórnin væri kannski að velta fyrir sér að leggja á skuldaskatt til að safna fé fyrir AGS og aðra vildarvinu. Ég hafði ekki hugmynd um hversu nærri ég fór raunveruleikanum. En þetta er víst akkúrat það sem er verið að gera. Það er í undirbúningi að leggja sérstakan skatt á bankana sem hlýtur að fara beint út í verðlagið hjá þeim, leggst sem sagt á skuldara í formi hærri vaxta ef að líkum lætur. Rétt eins og þegar fjármagnstekjuskatturinn var lagður á fjármagnseigendur, þá bættist hann að einhverju leyti ofan á vextina sem fyrir voru. Nú stefnir sem sagt í að skuldarar þurfi í gegn um afborganir af skuldum sínum að borga bæði fjármagnstekjuskattinn fyrir þá sem fá vaxtatekjurnar og svo skuldaskatt að auki til að bæta fyrir tapið af Jóni Ásgeiri og félögum öllum í útrásinni sem ríkið ætlast til að íslenskur almenningur borgi, án þess að nokkuð sé gert til að landa þessum kostnaðarsömu stórlöxum í net sérstaks saksóknara og flaka þá og úrbeina til að gera úr þeim verðmæti.

SKULDASKATTUR ER NÆSTA RÁÐ RÍKISSTJÓRNARINNAR.

Sjá nánar fréttaumfjöllun um þetta hér:

http://www.visir.is/birna--haepid-ad-skattleggja-bankana-frekar-a-ovissutimum/article/2010505867518

og hér

http://www.visir.is/magnus-orri--umtalsverdar-fjarhaedir-med-bankaskatti/article/2010157917859

og að lokum hér.

http://www.visir.is/margeir--bankaskattur-a-tha-sem-ekki-fengu-fyrirgreidslu-fraleitur/article/2010299281916


mbl.is Eru andvígir frumvarpi Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

SJS sagðist sammála ýmsu hjá SA en ekki því að ekki mætti leggja freakari álögur á almenning -

Til hamingju með daginn

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.6.2010 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband