Verðtryggingin næst?
16.6.2010 | 19:56
Það er nú rökrétt framhald af þessum dómum að verðtryggingin verði líka dæmd ólögmæt. Verðtryggingin er bara önnur aðferð við að koma gengisbreytingum inn í útreikninga bankanna. Og verðtryggðar lánakrónur eru allt aðrar krónur en óverðtryggðar launakrónur. Þannig að verðtryggingin hlýtur að verða dæmd ólögleg líka verði eftir því gengið fyrir dómstólum.
1. gr. laga nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er svohljóðandi: Gjaldmiðill Íslands nefnist króna, er skiptist í hundrað aura.
Þegar þessi lög eru lesin til enda er augljóst að ekki eru margar gerðir af krónum leyfðar, t.d. verðtryggðar og óverðtryggðar. Þannig að ef eitthvað er að marka þessi lög um gjaldmiðil Íslands, þá er ekkert til sem heitir verðtryggð króna og verðtryggingin því ólögleg.
Gaman væri að fá álit fleiri aðila á þessu úr því að ljóst er orðið að Hæstiréttur dæmir eftir lögum frekar en vilja ríkisvaldsins.
Gengistryggingin dæmd óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er verðtryggingin næst! Hún er enn lúmskari, fólk finnur ekki eins fyrir henni. Afborganir lánanna hækka tiltölulega lítíð en höfuðstóllinn hækkar því mun hraðar. Þessi hækkun höfuðstóls liggur síðan á láninu og þó verðbólgan lækki, lækkar lánið ekkert. Þetta er eignaupptaka og ekkert annað. Það er hart ef þarf að fara með þetta fyrir dómskerfið líka, þingmenn ættu að sjá ruglið í þessu og laga það með breytingu á lögum strax.
Gunnar Heiðarsson, 16.6.2010 kl. 21:43
Það er svo dásamlegt að sjá þetta gerast. Ég man þegar ég las þessi lög og þessi lán voru útskýrð, að þetta var svo klárlega og óafsakanlega ólöglegt að hæstiréttur ætti eftir að eiga óvenju erfitt með að dæma öðruvísi en lögunum samkvæmt. Reyndar er mín skoðun sú að lagakerfið á Íslandi sé verulega fatlað og það er erfitt að spá fyrir um hvort lögin þýði raunverulega það sem þau myndu þýða á íslensku, en þessi lög eru eins skýr og þau verða.
Hinsvegar, þegar það kemur að verðtryggingu húsnæðislána, þá eru sérstök lög sem heimila það frekar en hamla. Það er alltaf hægt að rökstyðja *einhvern veginn* að hún hafi *eitthvað* að gera við erlenda mynt, rétt eins og íslenska krónan sjálf, en þegar það kemur að réttarfari skiptir engu máli hversu rökréttir hlutirnir eru, heldur frekar hvort þeir séu lögfræðilega réttir.
Það hefur glatt mig mikið hvað ég hef haft oft og mikið haft rangt fyrir mér seinastliðið ár í spádómum á landslögum og atburðarrásinni á Íslandi almennt, að ég get ekki fullyrt það umfram nokkurn vafa; en það kæmi mér stórkostlega á óvart (jafnvel eftir það sem á undan er gengið) ef það væri nokkur leið fyrir dómstóla að líta á verðtryggingu sem ólöglega.
Annars er helsta vandamálið við verðtrygginguna að það er vesen að losna við hana... því að með afnámi hennar verða til nokkur önnur vandamál sem þarf að leysa líka. Erfitt mál, en vitaskuld þarf að losna við hana fyrr eða síðar.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:44
Verðtryggingin er löngu komin út fyrir alla velsæmisramma, er í raun ekkert annað en eigna-upptaka.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:47
Og enginn vildi hlusta á Frjálslynda Flokkinn þegar hann reyndi að berjast gegn verðtryggingunni...
hvað er að gerast núna????
Arnar Bergur (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.