Mín nöldrar aldrei í mér.

Ég var nú alveg hreint steinhissa á að breskar konu nöldri svona mikið í eiginmönnum sínum. Mín er að vísu íslensk en ekki bresk en hún hefur ekki nöldrað í mér í mörg ár samfleytt. En svo las ég áfram og sá að upp voru taldar helstu ástæður fyrir nöldrinu í kellingunum. Þá fór ég að skilja þetta betur. Karlar hafa náttúrulega alls konar leiðinlega siði sem eðlilegt er að nöldrað sé yfir, sérstaklega þegar konurnar þurfa að horfa upp á að kallinn þeirra gerir allt það sem er á þessum topp 10 lista yfir nöldurefni. Ég er sem betur fer laus við flest af þessu eins og ég geri betur grein fyrir hér á eftir.

Topp 10 algengustu nöldurefni kvenna:

1. Þrif heimilisins - Ég þríf aldrei heimilið þannig að það þarf ekki að nöldra yfir því.
2. Uppvaskið - Ég vaska heldur ekki upp, ekkert nöldur út af því.
3. Eyðsla peninga - Ég eyði of miklum peningum en hún nöldrar samt ekki yfir því.
4. Ekki nógu rómantískur - Ekkert nöldur þar, líklega nógu rómantískur.
5. Flokkar ekki þvottinn - Kem ekki nálægt þvottinum, fer samt úr fötunum sjálfur.
6. Horfir of mikið á íþróttir - Horfi helst aldrei á íþróttir.
7. Drekkur of mikið - Sjálfsagt átt við bjór og annað áfengi þarna, ég drekk ekki svoleiðis.
8. Býr ekki um rúmið - Hún gerir það alltaf, vill ekki að ég geri það.
9. Eyðir of miklum tíma í tómstundum - Mínar tómstundir eru flestar með henni.
10. Slær ekki grasið - Erum sem stendur í graslausu húsnæði, en slæ annars grasið eftir þörfum.


mbl.is Konur nöldra í heila viku árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

QUEER

Johnathan Del Frisco (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:48

2 identicon

sammála fyrra kommenti.

Rambo (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:10

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar þó þær séu nú ferlega vitlausar hjá ykkur. Íþróttir og víndrykkja er bara fyrir kellingar. Annars ræddi ég nú þetta nöldurleysi betur við konuna, spurði af hverju hún nöldrar ekkert í mér. Hún sagðist ekki nenna að nöldra, það væri svo leiðinlegt. Það er víst ástæðan fyrir þessu nöldurlausa sambandi!

Jón Pétur Líndal, 17.6.2010 kl. 00:24

4 identicon

Íslenskar konur nöldra mikið og eru mjög stjórnsamar. Ég held að það sé orðið algengara að karlmenn séu undirgefnir í samböndum heldur en öfugt.

Geiri (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 02:09

5 identicon

Ég held að það sé mikið til í því Geiri, það er bara "þaggað niður" með allri þessari kvennabaráttu og yfirgangi.

Björn (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 03:02

6 identicon

Fyrir mér hefur það verið allveg augljóst að þær hafa í raun ávallt verið í stjórn.

Er ekki sagt að baki merkustu menn mannkynsögunar er.......ta..ta   

.........kona.

að fullorðinn maður skuli halda að hann ráði hvaða dagar séu nammidagar....

við vitum nú öll að hann hefur enga aðra leið piparkökuboxið  nema í gegn um Grílu sína......

enda er manni hótað sviptingu nammidaga óspart notuð til að ná framm sínu. ....

og við eylífðarbörnin hlíðum á nákvæmlega sama hátt og þau nýbyrjuðu...

Í svuntu , uppá stól , að vaska upp, grátandi hljóðalaust....... en. jú með nammidag sem er reyndar ekki festur á dagatalið... en hey , bara nokkuð sáttir  engu að síður.

P.s. þær eru reyndar svo góðar að leiðrétta þig ekki, þegar þú segir vinum þínum hve frábær húsbóndi þú ert. ....    ekki svo þeir heyri átti ég náttúrulega við

Gunnar H (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband