Fyrstu skilyrðin að koma fram.
15.6.2010 | 22:43
Það er gaman að sjá hvaða skilyrði eru sett fyrir aðild Íslands að ESB.
Nú þegar eru komin nokkur eins og t.d. þessi ef ég man þetta allt rétt:
Borga Icesave.
Hætta hvalveiðum.
Opna fiskveiðlögsöguna.
Hætta framleiðslu landbúnaðarvara.
Afhenda orkuauðlindir.
Gott embætti í ESB fyrir Össur.
Margt fleira á eftir að bætast á þennan lista. Og hvað skyldi nú verða eftir af Íslandi fyrir þá sem nú byggja landið þegar samningurinn verður staðfestur? Það verður gaman að sjá hvað það verður.
Vilja að við hættum hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Láta alla viðskiptasamninga við aðrar þjóðir í hendur lensherrana í Brussel.
Hleypa öllu fólki innan ESB-landana inn í landið möglunarlaust.
Afhenda vatnslindir okkar.
Umfram allt halda kjafti og hlýða og vera góð.
Ingvi Rúnar Einarsson, 15.6.2010 kl. 23:01
Við eigum að draga umsóknina til baka og skoðum málin síðar, löngu síðar.
Garðar Valur Hallfreðsson, 15.6.2010 kl. 23:18
...svo ætla ég líka að halda áfram og reyna að fá vini mína í ESB til að krefjast þess að svið og harðfiskur verði bannaður á Íslandi ef við göngum í ESB...og að allir íslendingar verði skyldaðir til að ganga í gúmmískóm með hvítri sjálflýsandi rönd ...........þetta snarvirkar maður! :)
Óskar Arnórsson, 15.6.2010 kl. 23:31
Ekkert ESB kjaftæði hættum strax við að sækja um aðild og drögum umsóknina til baka!
Sigurður Haraldsson, 16.6.2010 kl. 01:05
Mér ofbýður málflutningur ykkar hér að framan þar sem ekki er gerður greinarmunur á réttu eða röngu. Það er sama hvort við göngum í ESB eða ekki, ICESAVE verðum við að borga, það liggur fyrir að öðruvísi getur það ekki verið. Það hefur hvergi komið fram að við verðum að opna landhelgina fyrir veiðum annarra þjóða, fiskveiðistefna ESB er í endurskoðun og þar munu viðræður okkar koma að góðu gagni. Hvergi hefur nokkuð land , sem gengið hefur i ESB þurft að leggja niður sinn landbúnað. Íslenskur landbúnaður er sem betur fer í mikilli þróun þar sem búskapur er að breytast mikið. Var í ferðalagi með eldri borgurum í Þorlákshöfn og gistum nokkrar nætur á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit, en þar hafa ábúendum breytt búskaparháttum í takt við tímann. Fengum okkur kvöldmat síðasta kvöldið á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal, þar hafa bændur brugðist eins við. Það er sama hvort við göngum í ESB eða ekki, íslenskur landbúnaður verður að þróast í takt við tímann með þjónustu við ferðamennsku og að selja beint frá býli. Þessi þróun mun ekki eiga síðri möguleika með Íslandi í ESB en utan. Það hlýtur að koma að því, og meira að segja hið rammasta afturhald Alþjóðahvalveiðiráðið er að komast á þá skoðun að hvalveiðar eigi að leyfa að vissu marki. ESB verður að gera sér ljóst að það er hluti af fiskveiðistefnu að halda jafnvægi innan stofna í hafinu, annað er ekki hægt. Ekki nokkrum manni dettur í hug að afhenda orkulindir eða aðrar auðlindir þjóðarinnar. Haf Danir eða Skotar þurft að afhenda olíu- og gaslindir sínar til ESB? Síður en svo, þessar auðlindir eru enn í fullri eigu þjóðríkjanna á sama hátt og járngrýti Svía í Kiruna eða kolin í þýskri jörðu eða olían í Rúmeníu.
Að það skuli koma fram tillaga á Alþingi um að draga aðildarumsóknina til baka lýsir ótrúlegri skammsýni og ofstæki. Aðildarviðræður verða að halda áfram, aðeins á þann hátt getum við fengið svörin sem okkur vantar:
Eigum við erindi inn í ESB, hvaða ávinning fáum við og þurfum við einhverju að fórna. Þá fyrst getum við tekið afstöðu með eða móti með þjóðaratkvæði. Eftir það þurfum við ekki að bulla og rífast um þetta mál, þið hér að ofan sem segið fátt af viti þurfið þá að finna ykkur annað málefni til að skrumskæla og þvæla um.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 16.6.2010 kl. 09:34
Sigurður Grétar" Smá sáluhjálp þér til handa.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breitt,
Kjark til að breita því sem ég get breitt, og vit til að greina þar á milli.
Þetta hjálpar oft mörgum, hafðu það gott. Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 16.6.2010 kl. 11:35
Ótrúlegt fólk er nú til á Íslandi..
Óskar Arnórsson, 16.6.2010 kl. 12:47
Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Sigurður, þú rökstyður þína skoðun ágætlega þannig að ég verð að svara þér vandlega á móti.
Icesave á auðvitað strangt til tekið alls ekki að borga. Eina skylda Íslendinga var að setja upp innistæðutryggingakerfi. Að því leyti sem það (Innistæðutryggingasjóður) dugir upp í Icesave og önnur töpuð innlán eiga innistæðueigendur að fá greitt, en ekkert umfram það skv. reglunum. Allt sem er þar umfram er bara gjöf okkar til þeirra sem töpuðu, með öðrum orðum, tapið er fært af þeim sem tóku áhættuna af Icesave yfir á þá sem tóku ekki þessa áhættu ef ríkið er að borga eitthvað sérstaklega fyrir þetta. Og annað sem segir sig sjálft í þessu máli er að auðvitað væri ekki verið að setja Icesave uppgjör sem skilyrði fyrir ESB ef við þyrftum augljóslega að borga það hvort eð er.
Eins og þú nefnir þá er til sjávarútvegsstefna ESB. Ef við göngum í ESB tökum við upp þessa stefnu. Það eru engin undanbrögð frá því í boði, kannski einhver aðlögun í örfá ár, en það er þá allt og sumt. Sjómenn í Grimsby og Hull hafa sagt Íslendingum að koma í heimsókn ef þeir vilja kynnast því hvernig þessi sjávarútvegsstefna ESB virkar í raun. Þeir sitja víst flestir heima atvinnulausir og hafa ekkert annað að gera en að útskýra þetta.
Landbúnaður á Íslandi er nú þegar þrautpínd atvinnugrein. Eitt af því sem gerist með ESB aðild er enn meiri þrýstingur um innflutning landbúnaðarvara frá stórþjóðunum í ESB þegar þær þurfa að henda mat eða dumpa verðinu til að koma honum á markað. Landbúnaður er það veikur á Íslandi að hann þolir illa ESB aðild og öruggt að hann skreppur verulega saman. En kannski leggst hann ekki alveg af, það kunna að vera ýkjur. Ég viðurkenni það.
En varðandi orkuna. Þá spyr maður bara hvað varð um HS orku þarna um daginn þegar fyrirtækið og orkuuppsrettan hvarf í hendur sænsks fyrirtækis sem er í eigu kanadísks fyrirtækis? Er þetta ekki akkúrat í anda ESB? Allavega ekkert í reglunum þar sem hamlar þessu.
Og það var nú verið að reyna fyrir nokkrum mánuðum að koma Ingibjörgu Sólrúnu í eitthvað embætti hjá ESB. Það mistókst að vísu en segir manni ágætlega hvað Samfylkingarforystan er að hugsa. Það er gamla eiginhagsmuna framapotið, þar sem á að kaupa sér alþjóðlegar stöður gegn aðild Íslands að ESB.
Þannig að þessi færsla mín er ekkert spaug, og því síður bull. Þetta er bara einföld og skiljanleg framsetning á því sem stjórnmálamenn reyna að snúa út úr og orða þannig að fólk haldi að það sé eitthvað allt annað og betra en það er að ganga í ESB.
Jón Pétur Líndal, 16.6.2010 kl. 12:52
Jón Pétur, það er himin og haf milli þess sem þú sagðir í upphafi og þess sem þú segir og reynir að rökstyðja að framan. Landbúnaður á Íslandi er engan veginn þrautpínd atvinnugrein, hún nýtur mikilla opinberra styrkja og ef litið er til Finna mun stuðningur við íslenskan landbúnað ekki verða minni en í dag ef við göngum í ESB. Þú situr fastur í því að núverandi sjávarútvegsstefna verið óbreytt um aldur og ævi, en hún er nú í endurskoðun og mun vissulaga taka mið að kröfum okkar Íslendinga um full yfirráð yfir okkar fiskimiðum, ekki tímabundið heldur um alla framtíð.
Þú segir ekki orð um það sem ég set fram sem staðreyndir um auðlindir ríkja innan ESB. Hvers vegna? Vegna þess sem ég segi að framan um Dani, Skota, Svía og Rúmena er ekki hægt að hrekja.
Hafa skal það sem sannara reynist.HS- orka á engar auðlindir og þess vegna fara engar auðlindir til útlendinga þó þeir eignist hlut í HS-orku. HS-orka hefur nýtingarétt til ákveðins tíma á að framleiða raforku og heitt vatn á sama hátt og Landsvirkjun á ekki eitt einasta vatnsfall á Íslandi þrátt fyrir að framleiða meiri orku en nokkurt annað fyrirtæki á Íslandi. Þannig er þetta einnig í ESB landinu Svíþjóð. Þeirra Landvirkjun (Vattenfall) hefur áfram afnotarétt af vatnsföllum en á þau ekki og það hefur aldrei komið til greina að Svíar afhendi ESB sín vatnsföll.
ICESAVE er útrætt frá minni hálfu, við verðu hvar sem við stöndum, utan eða innan ESB, að greiða lágmarkstrygginguna, það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn.
Að láta öll sín viðmið til manna. og málefna litast af endalausu hatri á Samfylkingunni styrkir mig aðeins í þeirri vissu minni að Samfylkingin er eina stjórnmálaflið sem getur veitt þessari þjóð þá forystu sem hún þarf. Ruglið um Ingibjörgu Sólrúnu eða Össur nenni ég ekki að karpa um.
En enn og aftur Jón Pétur, þú ert miklu málefnalegri á þessari þinni nýju athugasemd. Ég er ánægður með það að mér hefur í vissum tilfellum tekist að færa það sem aðeins er þvættingur inn á vitlegri brautir.
Það sýnir að engum er alls varnað, það sannar þú nú.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 16.6.2010 kl. 13:24
Sæll Sigurður og takk fyrir athugasemdina. Ég er nú oftast nær mjög opinn fyrir rökræðum og hef ekkert verið feiminn við að ræða við menn á þeim nótum í mínu bloggi. Ég sé nú samt að í okkar spjalli hér nú og stundum fyrr, þá hefur hvor að nokkru leyti sína trú og skoðun. Sjálfsagt höfum við báðir eitthvað haldbært fyrir okkur í þeim efnum. En það er líka greinilegt að við leggjum mismunandi mat á sömu hlutina í þessu máli og fáum þess vegna mismunandi niðurstöður. Við þessu held ég að sé ekki mikið að gera. Ég sé að við verðum seint sammála um Icesave t.d. Sömuleiðis um Samfylkinguna, þó það séu nú ýkjur hjá þér að ég beinlínis hati þann flokk, mér finnst hann bara alveg ferlega vitlaus og hafa margsannað það, bæði í ESB málinu og aðdáun flokksins og formannsins á Jóni Ásgeiri o.fl. á sínum tíma.
Allir Finnar sem ég kannast við, og þeir starfa flestir við landbúnað, hafa marglýst óánægju með aðild landsins að ESB og upptöku Evrunar. En Finnar fóru inn í svipaðri aðstöðu og Íslendingar eru í núna, það var efnahagslegt hrun í landinu eftir að Sovétið féll og viðskipti Finna við austurblokkina hrundu. Þá fór allt í kalda kol í Finnlandi og þeir reiddu sig á ESB. En nú finnst þeim það ekki lengur hafa verið rétt ákvörðun. Svona getur nú neyðin rekið menn til örþrifaráða, ég vona að Íslendingar falli ekki í sömu gryfju.
Og einn mesti styrkur Íslendinga í dag er fiskurinn og orkan. Ég get með engu móti séð hvernig fiskurinn skilar okkur meiru með því að ESB fiskveiðistjórnin verði tekin upp hér. Og finnst þér það virkilega góður díll að afnotarétturinn að orkunni sem fylgdi með HS hafi verið látinn fyrir slikk og þar að auki greiddur með kúluláni til langs tíma? Íslendingar urðu frægir fyrir nokkrum árum fyrir að selja orku til álvera á 20-25 mills hér þegar verðið í Brasilíu var 35 mills. Og það er eins og menn keppist hér við að selja orkuna ódýrt til stóriðjunnar, nú síðast í þessari viku þegar ákveðið var að verðtryggja stóriðjuorkuverðið frá Landsvirkjun í stað þess að tengja það afurðaverði eins og áður var. Og svo náttúrulega þessi fáránlegi HS samningur. Olía hefur tvöfaldast í verði á 2 árum. Olía er orkugjafi og orka hækkar hratt í verði vegna vaxandi eftirspurnar sem alltaf er að verða erfiðara að anna. Á svona tímum eru svo Íslendingar að gera langtímasamninga um lágt orkuverð. En ESB þarf auðvitað ekki að eignast orkuauðlindir okkar eða fiskinn til að fá þetta fyrir lítið. Nóg er að hafa stjórn á þessu. Og varðandi ESB og orkumál annarra landa þá man ég ekki betur en þeir séu með einhvern súperdíl við Rússa um gaskaup sem m.a. gengur út á að Úkraínumenn leggi til ókeypis land og rými fyrir leiðslur og láti þetta svo allt í friði, jafnvel þó þeir séu sjálfir að frjósa í hel allan veturinn.
Þannig að ESB virðist nú eiga ýmsan rétt, þó það eigi ekki beinlínis orkuauðlindir í tilteknum löndum. En það skiptir auðvitað ekki öllu hver á, heldur líka hver nýtur þess. Ég er því alveg viss um að hér verður allt virkjað í botn ef við förum í ESB og ódýru rafmagni tappað af landinu í gegn um kapal til Evrópu. En við fáum eflaust að eiga þessa góðgerðarstofnun sem verður látin sjá um þetta og við verðum eflaust látin taka lánin út af henni líka og borga þau og reksturinn allan með tapi sem verður lagt á íslenska skattgreiðendur. Þannig verðum við látin leggja okkar af mörkum fyrir ESB. Engin spurning um það.
En þú þarft ekkert frekar en þú vilt að svara mér til að segja að þú sért ósammála og þetta eintómir fordómar og vitleysa. Ég er viss um að þér finnst það. En svona met ég þetta út frá því sem sagan kennir mér.
Jón Pétur Líndal, 16.6.2010 kl. 22:20
íslenska Ríkið skuldar ekki Icesave...einfalt mál og margsannað. Það geta allir fengið stafest sem nenna að lesa um þá staðreynd. Svo ef einhverjir mafíósar vilja endilega rna landið þessum peningum, þá er það bara enn eitt ránið á íslandi...
Óskar Arnórsson, 17.6.2010 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.