Þarf líka að samræma lánshlutfall og veðhlutfall hjá almenningi.
12.6.2010 | 18:41
Það er ágætt að banna lán með veði í eigin hlutabréfum og önnur sambærileg lán. Enda er þetta ekkert nema svindl eins og hefur margsannast undanfarið. Auðvitað á að banna svindl. Það segir sig sjálft. En þetta skiptir samt engu máli, því það standa enn opnar ótal leiðir til svipaðra gjörninga.
En það væri þarft að gera fleira, t.d. að samræma veðhlutfall og lánshlutfall í íbúðum.
Þetta gæti t.d. virkað þannig að ef banki lánar 50% af kaupverði íbúðar á móti framlagi kaupandans fái bankinn sem tryggingu, eða veð eins og það heitir, 50% af verðmæti íbúðarinnar á hverjum tíma. Þetta er ósköp sanngjarnt og í samræmi við framlag lántaka og lánveitanda. Þannig má segja að báðir hafi tryggingu fyrir sínu framlagi vegna íbúðarkaupanna og báðir taka jafna áhættu vegna verðbreytinga. Bankinn ber þá einn áhættu vegna einhliða hringls með lánskjörin og báðir vita að ef vel gengur verður lánið greitt að fullu og að ef illa fer tapa báðir jafnt. Slíkt ýtir undir ábyrga útlánastefnu hjá bönkunum, og ekki er nú vanþörf á því.
Vandinn í dag er sá að ef einhver kaupir eða byggir hús og fær 50% verðsins að láni, er það lánveitandinn sem hefur forgang að allri eigninni þurfi að selja hana eða ráðstafa. Sá sem er skráður eigandi mætir hins vegar afgangi og fær bara það sem eftir er þegar bankinn hefur fengið það sem hann telur sig eiga. Þetta ýtir undir óábyrg útlán í bönkunum og kostar nú fjölmarga algjöra upptöku á eignum sínum. Þessu þarf að breyta, enda hafa bankarnir og munu gera út á þetta. Þeirra áhætta byrjar fyrst þegar 100% eign dugar ekki á móti 50% láni. Þess vegna er það þeirra hagur að okra á lánunum þannig að þau hækki sem fyrst í þessi 100% sem veðin standa fyrir og svo bjóða þeir eignirnar bara upp þegar þessu marki er náð. Þetta er nú bara einfaldur þjófnaður sem nú er stundaður í ríkum mæli, allt í skjóla laga og reglu eins og það er kallað þegar einfeldningarnir á Alþingi skrifa upp á eitthvað um verðbætur og vexti og veð o.s.frv. sem bankarnir heimta og er svo kallað lög.
Svei þessu rugli og megi ævarandi bölvun leggjast á allt það lið sem stendur fyrir þessu þjóðarráni.
Bann við láni með veði í eigin bréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sé ekki fyrir mér að það séu margir að fara að kaupa sér fasteign ef ekki breytist lánaumhverfið. Verðtryggingin hefur bitið svo grimmilega undanfarið og mun gera það að verkum að fólk sér engan tilgang í að kaupa.
Slíkt gerir það að verkum að hjólin eru mun lengur að byrja snúast aftur ef þau gera það yfir höfuð.
ævar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 07:50
Eignaupptaka var ákveðin fyrir bankana af Steingrími þegar hann fjármagnaði bankana með "platpening" eða skuldabréfum útgefnum af honum sjálfum. Bankarnir bókfærðu þetta sem peningaeign og með nýrri kennitölu var farið af stað í gífurlega eignaupptöku til að fá "alvörupeninga" inn í bankanna til að bjarga þeim. Þess vegna á ekkert að gera fyrir heimilinn í landinu...að samræma veð- og lánahlutfall er ágætt fyrir framtíðina og banna eitthvað smávegis af bankaglæpum. Enn það bjargar ekki þeirri hörmung sem er í uppsiglingu fyrir almennig og heimilinn...
Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 08:42
Sælir og takk fyrir athugasemdirnar.
Ég er sammála ykkur báðum. Það er líka alveg rétt hjá þér Óskar að það að samræma veð- og lánahlutfall bjargar engu varðandi það sem liðið er. En ég tel mig hafa lært það að undanförnu að það er ekkert vit að taka lán fyrir einu eða neinu fyrr en samræmi er komið þarna á. En varðandi það sem liðið er og þá stöðu sem er uppi núna hjá um þriðjingi þjóðarinnar eða meira þá er það auðvitað sér mál. Það eina sem ríkisstjórnin hefur gert er að demba 250 milljörðum ofan á skuldir þessa hóps frá hruni í stað þess að laga stöðu hans til samræmis við það sem gert var fyrir t.d. þá sem töpuðu bankainnistæðum sínum upp á um 1500 milljarða og fengu þær allar gefins aftur frá ríkinu. Sá hópur sem fékk obbann af þeirri gjöf var nú ekki nema um 5% af þjóðinni.
Það væri enginn vandi ef tekið væri á útrásar og bankaglæpamönnunum að ná inn nokkur hundruð milljörðum og laga talsvert með þeim. Og það er enginn vandi að laga hlutina þannig í landinu að allir taki svipaðan skell af hruninu og komist frá því með sambærilegum hætti. En það sem vantar er viljinn og heiðarleikinn hjá Steingrími og Jóhönnu. Þau haga sér bæði eins og glæpamenn og eru bæði búin að stimpla sig sem slík núna. Druslur sem ganga erinda AGS og útrásarglæpona og bankaræningja. Svei þeim.
Jón Pétur Líndal, 13.6.2010 kl. 09:52
Það er sorglegt að horfa á Fjármálaráðherra gera nákvæmlegu sömu trix og bankaræningjarnir. Ný kennitala og platskuldabréf bókað sem alvörupeningar.......samræmi milli lána og veða verður að vera ef hagkerfið á að fara í gang aftur. Ástæðan fyrir því að Ríkið tók heldur erlend lán enn innlend, var akkúrat þetta misræmi. Misræmið var aðferð til að ræna almenning í landinu og engin Ríkisstjórn virðist ráða við að stoppa þetta,...eða vill það ekki af einhverri ástæðu.
Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 10:05
Þeir bara vilja það ekki, það er málið. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Jón Pétur Líndal, 13.6.2010 kl. 15:15
4 málsgrein 250 greinar laga nr. 19 1940. Auðgunarbrotakaflinn. Og í raun fleiri greinar eiga við um málarmyndargerninga sem sýna aukið virði einhvers á fölskum forsendum. Tilgangurinn er auðvitað að blekkja og ná inn fé. Lögin sem banna morð er ekki túlkuð sem svo að það þurfi að bana einhverjum með einhverjum ákveðnum hætti heldur einugis að bana honum. Það þarf ekki að skilgreina málarmyndargerninga sem einhverja ákveðna formúlu, tilgangurinn er nóg. En framkvæmdarvaldið vill ekki að það sé gert því það þarf of mikið að fela hluti.
Svo það skáskýtur sér undan með því að segja að það hafi engin lög átt við. Væri ekki réttast að þeir aðilar í þjóðfélaginu fjölluðu um hvort gild lög hafi verið brotin í stað þess að redda "vinunum" undan með málarmyndalögum ?
Hlynur Jörundsson, 13.6.2010 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.