Gleymdi 300 milljörðum í óþarfa vexti og verðbætur.
9.6.2010 | 09:19
Það er leiðinlegt að Íslendingar skuli vera með forsætisráðherra sem er svona hraðlyginn og veruleikafirrtur eins og Jóhanna Sigurðardóttir er. Ef hún hefði verið bankastjóri og hagað sér svona á útrásartímanum væri hún nú búin að stinga sjálfri sér í varðhald og hefja rannsókn á svínaríinu.
Þegar hún segir að það sé búið að laga stöðu skuldara um 45-50 milljarða, sem er eflaust í besta falli ýkjur, þá sleppir hún líka alveg að nefna að með tveim gerðum af krónu í landinu, verðtryggðum krónum á okurvöxtum og óverðtryggðum vaxtalausum launakrónum, er búið að færa um 300 milljarða frá skuldurum til lánastofnana frá hruni skv. upplýsingum sem komu fram fyrir nokkrum dögum. Ef við drögum þessa 45-50 milljarða sem Jóhanna heldur á lofti, frá þessu, þá hefur staða skuldara versnað um ca. 250 milljarða frá hruni, eða ca. 15 milljarða á mánuði. Þetta er það sem Jóhanna hefur áorkað í stjórnartíð sinni.
Svo verður nú að láta þess getið að inni í þessum 45-50 milljörðum er m.a. um það að ræða að fólki hefur verið leyft að nota séreignasparnað sinn til að greiða skuldir. Er það nú ekki eins og að míga í skó sinn? Þessi sparnaður verður allavega ekki nýttur í það sem hann átti upphaflega að fara í úr því ríkið er að hirða hann upp í skuldir.
Það hefur sem sagt ekkert breyst ennþá á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa ekkert lært. Næsta hrun er að bresta á í landinu þegar þúsundir eigna fara á uppboð núna eftir sumarfrí og fram að jólum. Hvað skyldu margir búa í tjöldum í Öskjuhlíðinni í vetur? Ætli það verði skemmtilegur vetur þar?
Hafa komið til móts við skuldavandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón þar hefur þú rétt fyrir þér næsta hrun er að koma það er ég búin að vita lengi allt sem stefnir í það bara fjármagnseigendum bjargað og bankakerfið fengið hundruð milljarða frá okkur til að endurreisa gálgana sem við erum hengd í.
Sigurður Haraldsson, 10.6.2010 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.