Hera skilaði sínu en tónlistarsmekkur Evrópu ekki upp á marga fiska.

Hera skilaði sínu fyllilega í Eurovision í gærkvöld. Ekkert nema gott um hennar frammistöðu að segja. En ég viðurkenni að ég furða mig á að þýska lagið skuli hafa unnið keppnina. Það er einfaldlega bölvað drasl. Það voru nokkur lög í þessari keppni sem voru ágæt og sigurstrangleg, en að mínu mati var Þýska lagið alls ekki eitt þeirra.

En svona er þetta, það er svo margt sem ræður úrslitum í svona keppni. Þjóðernispólitík, mismunandi tónlistarsmekkur o.fl. Ekkert við því að gera annað en að reyna aftur. Við getum allavega huggað okkur við að fyrir þá peninga sem sparast af því við þurfum EKKI að halda Eurovision næst, þá er hægt að gera ca. 300 tilraunir í viðbót til að vinna Eurovision, eða þannig. Þetta var sem sagt stórgróði og mikill sigur og BESTa mál. Svona má sjá bjartar hliðar á öllu ef vel er að gáð.


mbl.is Svona er þetta bara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Portúgal ,Ísland og Ísrael áttu öll miklu meira skilið.....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:23

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Mér fannst líka Danmörk, Rússland og Tyrkland miklu betri en Þýskaland.

Jón Pétur Líndal, 30.5.2010 kl. 11:35

3 identicon

Við áttum aldrei séns.  Fáránlegt að senda svona feita söngkonu í Eurovision þar sem við vitum öll að útlitið skiptir mjög miklu máli í svona keppnum.

Örvar Ingi Jóhannesson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 13:37

4 identicon

ég átti von á að henni gengi vel vegna þess að þetta lag var svo skefilega vont, versta lag sem við höfum sent siðan stafán hilmarsson var sendur, algjör matröð, hræðilegt lag.

joi (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 14:03

5 identicon

Mér fannst þýskaland vera með eina lagið sem ég hef ekki heyrt áður, og var öðruvísi en hinn eurovison lögin, þessar drepleiðinlegu ballöður og þessi leiðinlegu ódýru europopp rusl,sem maður hefur heyrt miljón sinnum áður ,  Hera stóð sig vel, en mer fannst þetta lag var hrillingur! Þannig mér fannst Þýskaland verðskulda þennan sigur!

maggi (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 15:22

6 identicon

Íslenska lagið var náttúrulega ógeðslegt, reyna að gera techno lag með 150kg manneskju er ekki að ganga.

Þýska lagið var virkilega gott, flott söngkona með flottan stíl og allt gekk upp hjá henni.

Viktor (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 15:36

7 identicon

Verð að eiginlega að taka stöðu gegn þér í þessari umræðu. Þessi týpísku "Eurovision-lög" eru ekki að skora hátt þessi árin. Alltaf er fólk að reyna að herma eftir velgengni fyrri ára en skjóta alltaf framhjá. Íslenska lagið er einmitt gott dæmi um það. Þýska lagið var einmitt ekki þetta venjulega Eurovision lag. Það skoraði hátt einungis vegna þess að það var hið ágætasta lag og að blanda þjóðernispólitík inn í þetta finnst mér vera gömul tugga sem skilar aldrei sigursætinu.

Fannar (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 21:52

8 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir allir og takk fyrir athugasemdirnar. Við erum greinilega með skiptar skoðanir um þetta, enda tónlist mikið smekksatriði. En samt gaman að heyra hvað mönnum finnst.

Jón Pétur Líndal, 30.5.2010 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband