X-Æ Jón Gnarr lang gáfulegastur í þættinum.

Það var gaman að horfa á þennan framboðsþátt á Stöð 2 áðan.
Athyglisvert var að Jón Gnarr talað af mikilli skynsemi í þættinum og skar sig þar verulega úr hópnum. Þetta kom mér á óvart því hann hefur verið böggaður mikið fyrir að tala bara allskonar grín.

X-Æ Jón Gnarr var með hugmyndir um alþjóðlegt hvítflibbafangelsi í Arnarholti. Þetta skapar mörg störf, sennilega 1-200 fyrir sérfræðimenntað fólk, skapar gjaldeyristekjur og getur jafnvel verið alveg sjálfbær starfsemi. Þessi hugmynd er bara mjög skynsamleg.
Þá vill hann skilja á milli stjórnmála og stjórnsýslu og taka upp faglegar ráðningar í stað pólitískra ráðninga í ýmis embætti og nefndir. Varla er hægt að snúa út úr þessu sem vitlausu gríni.

X-D Hanna Birna var jákvæð og drífandi í þættinum en talaði stundum í mótsögn við sjálfa sig. Talaði m.a. um að allt væri í lagi í borginni, borgarbúar ánægðari en nokkru sinni en svo kom alltaf annað slagið hjá henni að hún vilji að allir vinni saman í að koma fólki út úr þessum vandræðum og í gegn um þetta ástand o.s.frv. Þetta var svoldið mótsagnakennt og ekki trúverðugt tal í mínum huga.

X-S Dagur B. Eggertsson gleymdi að lita hárið, þannig að gráu hárin sýndu það glögglega hvað hann er stressaður fyrir þessar kosningar. Svo er hann með miklar áherslur á atvinnuuppbyggingu og talaði um að flest störf verði til í borgum. Vísaði þar sjálfsagt til virkjana og álvera og annarrar stóriðju. Sennilega hefur hann áttað sig á að í Vatnsmýri er alveg pláss fyrir stórt álver, en samt nefndi hann það ekki beinlínis.

Svo voru einhver önnur framboð í þættinum sem náðu sér ekkert á strik þannig að ég man ekki hvað þeir sögðu sem mættu fyrir þau. Og það voru líka nokkur framboð sem voru ekki í þættinum en var samt talað við fyrir þáttinn og viðtölin send út í þættinum. En það gerir auðvitað ekkert gagn fyrir þau á morgun.

Það var gaman að heyra í þættinum að Jón Gnarr er eini maðurinn sem hugsar sem svo að af því hann hefur ekki flutt flugvöll áður þá er betra að ráðfæra sig við menn sem hafa gert það áður en hann tekur afstöðu til þess máls. Hinir voru flestir á því að þegar þeir eru búnir að heimsækja gamla fólkið og börnin og athuga hvort ekki er allt í lagi hjá þeim og greiða úr brýnum vandamálum í borginni þar sem allt er í fína lagi, að þá er hægt að hlaupa til og færa flugvöllinn. Ég skildi Dag og fleiri sem svo að ef ekki verður kominn nýr jafn góður staður fyrir flugvöllinn þá verði hann samt fluttur og bara settur í geymslu þangað til góður staður finnst fyrir hann. Það fór ekki milli mála að Jón Gnarr var eini maðurinn sem svaraði spurningum um flugvöllinn af einhverju viti og alvöru.

Þeim á Stöð 2 fannst sniðugt í lok þáttarins að spyrja þá sem voru ekki í þættinum hvort þeir vildu frekar sjá ísbjörn í Reykjavík eða snjóframleiðslu í Bláfjöllum ef velja mætti á milli. Þetta var ferlega vitlaus spurning. Það er ekkert vit í snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Það á að vera með snjóframleiðslu í Skálafelli, þar eru miklu betri aðstæður og framtíðarmöguleikar. Og í hagræðingarskyni fyrir borgina og íbúa Reykjavíkur ætti næsta borgarstjórn að sjá sóma sinn í að leggja niður skíðasvæðið í Bláfjöllum og reka eitt almennilegt skíðasvæði í Skálafelli og vera kannski með smá snjóframleiðslu þar til að hægt sé að nýta svæðið sem lengst á hverju ári fyrir borgarbúa. Ef skíðasvæðið í Bláfjöllum er lagt niður og reksturinn í staðinn bættur í Skálafelli má spara nóga peninga fyrir ísbirni, eða bara til að kaupa ís handa börnunum á 17. júni eða í eitthvað annað skemmtilegt eða nauðsynlegt.

Áfram X-Æ


mbl.is Vill hvítflibbafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100-200 störf við hvítflibbafangelsi?!?? Það eru fleiri en starfa í öllu fangelsiskerfinu í dag! Sem, vel að merkja, ríkið fjármagnar en ekki sveitarfélögin.

En þannig er jú málflutningur Gnarrliðsins. Götóttor eins og ostur!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Atkvæði greitt með Besta Flokknum hefur 10x meira gildi en atkvæði greitt með gömlu stöðnuðu flokkunum, þvi er engin spurning hvað fólk á að kjósa vilji það sjá atkvæði sitt verða að einhverju !

Steinar Immanúel Sörensson, 28.5.2010 kl. 19:50

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Oppanðu nú bloggið þitt Ybbar gogg og hættu þessari vörn fyrir hvítflibbaræningja...auðvitað kjósa allir Besta Flokkinn...

Óskar Arnórsson, 28.5.2010 kl. 19:54

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Ég verð nú að geta þess að Jón Gnarr tiltók ekki fjölda starfa við væntanlegt hvítflibbafangelsi, það var mín ágiskun út frá ummælum hans, svo öllu sé til haga haldið. En þetta fer auðvitað eftir því hvað fangelsið er stórt og hvað hægt er að gera hagstæða viðskiptasamninga við mörg lönd um þessa þjónustu!!

Málið er að það eru ekkert voðalega margir hvítflibbaglæpamenn á Íslandi, en þessir fáu sem hafa verið áberandi eru hins vegar mjög stórtækir. Þannig að þarna er vissulega óplægður akur fyrir Ísland . Ég hef raunar trú á að því verði vel tekið að semja við okkur um þetta, við eigum t.d. inni greiða hjá Dönum frá því í þá daga þegar Íslendingar voru vistaðir á Borgundarhólmi. Nú er hægt að snúa þessu við. Ég er alveg viss um að Reykjavík hentar miklu betur í þetta heldur en það sem gáfuflokkarnir stóðu í af fullri alvöru fyrir nokkrum árum síðan, að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Ha, ha, ha, ostur hvað!!!

Jón Pétur Líndal, 28.5.2010 kl. 20:13

5 identicon

Rétt - fjármálamiðstöðin reyndist myglaður breskur ostur...

En greina ætti á milli sveitarstjórnarmála og landsmála, jafnvel þótt flokkarnir heiti sömu nöfnum. Það er nefnilega allt annað fólk á bak við sveitarstjórnarmálin.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 20:18

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gáfulegastur í þættinum!!! ertu ekki að grínast? Nei auðvitað ekki, þú kaust Lýðveldisflokkinn í síðustu kosningum!!

Guðmundur Júlíusson, 28.5.2010 kl. 20:29

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdir. Ybbar gogg. Það væri enginn vandi að greina á milli sveitarstjórnarmála eins og þér finnst eiga að gera ef fólkið í sveitarstjórnarmálunum leitaði ekki alltaf í landsmálin. Steinunn Valdís, fyrrv. borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún, Davíð Oddson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson svo nokkur dæmi séu tekin úr Reykjavík.

Guðmundur, ekki vera svona neikvæður. Ég kaus reyndar ekki Lýuðveldisflokkinn, ég er alveg á móti þessum flokkum. Ég var bara í framboði fyrir Lýðræðishreyfinguna og kaus hana. Þar var ég víst aðeins á undan tímanum því framboðið fékk litlar undirtektir. En það gerir nú ekkert til, ég get allavega verið ánægður með að hafa ekki sólundað atkvæðinu í spillingaröflin eins og flestir aðrir. Þú kannski líka!!

Jón Pétur Líndal, 28.5.2010 kl. 20:40

8 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Heyrðu annars Guðmundur, hvar var bestur í þættinum að þínu mati?? Þú gleymdir alveg að koma með einhverja tilnefningu og rök??

Jón Pétur Líndal, 28.5.2010 kl. 20:42

9 identicon

Sæll Jón, mér fannst Hanna Birna skara fram úr í báðum þáttunum , á Stöð 2 og Rúv, þar sem hún var málefnalegust í framsugu og auk þess að hafaf staðið sig vel sem Borgarstjóri undanfarið.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 21:29

10 identicon

Mér fannst Jón Gnarr bara leiðinlegur

Grímur (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 21:38

11 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Guðmundur, ég bjóst svo sem við að þú værir veikur fyrir Hönnu Birnu, vildi bara sjá þig skrifa það. En ég er ekki sammála því að hún hafi verið nógu málefnaleg. Hún var að mínu mati mótsagnakennd, en engu að síður kosningavænleg og svo hjálpar henni að hin voru drulluslöpp að Jóni Gnarr undanskildum.

Grímur, Jón hefði getað verið skemmtilegri, en hann kannski gerði sér nú grein fyrir að þetta voru ekki beint skemmtiþættir. Samt var það nú svo að einu skiptin sem kátínuglampi og gleði sást í þáttunum, voru þegar könnuð var hans afstaða til málanna. Hin voru bara 100% hundleiðinleg allan tímann. Bara í þessum venjulega kosningaham eins og ekkert hafi í skorist frá því síðast.

Jón Pétur Líndal, 28.5.2010 kl. 22:08

12 Smámynd: Svavar Bjarnason

Ég er kannski hálfgerður vitleysingur, en mér fannst Jón Gnarr vera eins og alger kjáni í sjónvarpinu.

Svo eru sumir að hrósa Hönnu Birnu. En eru menn búnir að gleyma því að hún gerði sig seka um um mjög lágkúrulega stjórnmálaklæki, þegar hún ginnti sjúkan mann til að sundra þáverandi meirihluta með borgarstjóraembætti sem beitu. Svo notaði hún tækifærið til að koma sér vel fyrir og sparka síðan borgarstjóranum, þegar hún þurfti ekki lengur á honum að halda.

Svavar Bjarnason, 28.5.2010 kl. 23:35

13 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Svavar. Líklega erum við allir vitleysingar á einhvern hátt, allavega það stór hluti þjóðarinnar að fyrir landinu er komið eins og raun ber vitni. Þannig að ef þú ert það þá ertu allavega ekki einn um það.

En þetta sem þú nefnir að Hanna Birna hafi ginnt sjúkan mann er einmitt ágætt dæmi um hvernig stjórnmálamenn rugla fólk í ríminu. Tilfellið var nefnilega eins og þú eflaust manst að þegar upp var staðið framvísað hinn meinti "sjúki" maður vottorði um að hann væri heilbrigður, en ekki sjúkur, og var þar með eini borgarfulltrúinn sem var örugglega heilbrigður. Hins vegar vitum við ekkert um heilbrigðisástand Hönnu Birnu og annarra borgarfulltrúa því þeir neituðu að leggja fram heilbrigðisvottorð. Ég veit ekki hvers vegna þeir vildu það ekki, kannski voru þeir ekki vissir um að fá slík vottorð. Spillingarsukkið sem var t.d. í kring um OR og REI o.fl. bendir til að einhverjir borgarfulltrúar hafi ekki verið fullkomlega heilbrigðir.

Jón Gnarr virkaði kannski kjánalegur, sumir myndu segja einfaldur. Ég held hann hafi bara ákveðið að sýnast ekki hafa einhverjar lausnir sem hann hafði ekki. Hann kom bara til dyranna eins og hann er klæddur, eða þannig. En hinir virtust allir voða gáfaðir og hafa skýr svör og lausnir á öllum vandamálum. Samt eru öll þessi mál óleyst. Það finnst mér voða kjánalegt.

Jón Pétur Líndal, 28.5.2010 kl. 23:51

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ef menn bara vissu raunverulegu menninina og aðferðina á bak við OR og REI.. hehe...það hefur ekkert enn komið fram sem skýrir það mál eins og það er. 100 milljón dollara skrípafélag í USA var byrjuninn og svo var venjuleg aðferð notuð í blöffið sem virðist hafa gengið upp. Nú sitja þeir skellihlægjandi og telja peninganna sem kom út úr dílnum...meira ruglirð...hvítflibbaglæpamenn er hultir flestir á Íslandi. Eini glæpurinn er nefnilega ef það kemst upp...Læknirinn er of heiðarlegur og verður þess vegna óþægilegur. Og svo var honum refsað fyrir það eins og öllum sem ekki sætta sig við að vera samsekir...

Óskar Arnórsson, 29.5.2010 kl. 05:55

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

...það er margt hægt að segja um Jón Gnarr, enn hann er langt frá því að vera kjáni. Sé maður búin að vera opinber brandarakall getur það eitt ruglað fólk í ríminu. Það vill svo til að ég þekki hann persónulega og er hann einn af fáum mönnum sem maður getur treyst 100%. Mjög heiðarlegt fólk virkar oft mjög kjánalegt...og hann er einmitt nógu jarðtengdur til að vita hvað þarf að gera og í hvaða röð...það er ekki öllum gefið.

Óskar Arnórsson, 29.5.2010 kl. 06:03

16 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Góðan kosningadag Óskar og takk fyrir athugasemdirnar. Þetta eru fróðlegar upplýsingar, bæði um REI svínaríið, sem þarf greinilega að rekja upp svo allir sjá hvernig það var gert. Og líka gaman að heyra þetta um Jón Gnarr. Ég þekki hann ekki neitt og hef lítið fylgst með gríninu hans þó ég viti af því. En mér líst bara svo ljómandi vel á hann af því sem ég hef séð undanfarið. Hann virkar svo heiðarlegur og hreinskilinn og skemmtilegur, þvert á þessa gömlu trúða í pólitíkinni sem ekkert mark er takandi á.

Jón Pétur Líndal, 29.5.2010 kl. 08:36

17 Smámynd: SeeingRed

" ....mér fannst Hanna Birna skara fram úr í báðum þáttunum , á Stöð 2 og Rúv, þar sem hún var málefnalegust í framsugu og auk þess að hafaf staðið sig vel sem Borgarstjóri undanfarið."

Skara fram úr!? Konan virkar á barmi taugáfalls í hvert skipti sem hún titrandi tjáir sig, virðist föst í einhverjum Morfísfrasaheimi sem hún getur ekki losnað úr.

SeeingRed, 29.5.2010 kl. 13:15

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

..."Morfísfrasaheimi..einmitt! Alveg frábært. Sannleikurinn er að völd Sjálfstæðismanna minnka ekkert mjög mikið við að þeir þurfi að sleppa opinberu völdunum. REI og allt sem er í kringum það er bara plott manna sem er alveg sama um stjórnmál. Enn þeir hefðu aldrei getað þetta nema með hjálp Sjálfstæðismanna...

Óskar Arnórsson, 29.5.2010 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband