Þjóðarskuldir Haíti svipaðar og íbúðaskuldir Jóns Ásgeirs.
28.5.2010 | 18:44
Kostuðu ekki íbúðirnar hans Jóns Ásgeirs í New York eitthvað ca. 25 milljónir dollara. Svo er hann með eitthvað húsnæði í London, kannski á konan það, og einhvern skíðaskála einhvers staðar. Ég hugsa að skuldirnar vegna þessara eigna séu svipaðar og þjóðarskuldir Haíti við Alþjóðabankann, sem sagðar eru hafa verið um 36 milljónir dala skv. fréttinni.
Það að fella þessar skuldir niður er nú ekki stórt framlag í samanburði við þessara húsnæðisskuldir Jóns Ásgeirs sem ég tiltók hér. Svona geta sumir menn verið með persónulegar lántökur út af einkaneyslu, ekki rekstri, sem jafnast á við þjóðarskuldir milljónaþjóða. Svo er til fólk sem er að vorkenna þessu liði og verja það, segja að gagnrýni og lögsóknir séu bara ofsóknir. Þvílík veruleikafyrring. Það ætti að íhuga alvarlega að dæma Jón Ásgeir í útlegð til Haíti. Þar er það vel stæður maður sem getur keypt sér diet kók. Ég óttast bara að þó fátæktin á Haíti sé mikil og aðstaða almennings hörmuleg eftir jarðskjálfta og fellibylji ofan á almenna fátækt og stjórnleysi, þá muni menn eins og Jón Ásgeir gera almenningi þarna lífið enn verra. Og það er auðvitað ekki það sem ég vil. En hvað á að gera við þessa skúrka okkar??
Skuldir ei meir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt er það sem mér finnst athugunarvert. Búið er að frysta eignir Jóns Ásgeirs en samt ákvað hann að snúa vörn upp í sókn og ráða til sín einhverja stjörnulögfræðinga. Málskostnaður er áætlaður 300 milljónir.Hvar fær hann aurana? Varla frá konunni, hún er komin í vanskil með lánin af snobbhótelinu 101. Bkv. Þ.Jökull
Þráinn Jökull Elísson, 28.5.2010 kl. 19:08
Sæll og takk fyrir athugasemdina. Skv. fréttum áðan var það vandlega undirbúið og skiplagt hjá honum og genginu þegar Panamafléttan svokallaða var framkvæmd og stungið undan 3 milljörðum í henni. Ef við gerum ráð fyrir að þessi Panamaflétta sé ekki það eina sem hann hefur gert fyrir sjálfan sig á viðskiptaferlinum þá er nú trúlegt að víða liggi milljarðar í holum sem hægt er að grafa upp fyrir lögfræðikostnaði.
Jón Pétur Líndal, 28.5.2010 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.