Sennilega hafa þeir rétt fyrir sér - ýmis rök styðja það.

Það eru mjög sterkar vísbendingar um að Katla gjósi innan 2-3 ára. Sterkasta vísbendingin er sú að Eyjafjallajökull er í gosstöðu núna. Eftir því sem sagan segir okkur er eins líklegt að Katla gjósi á eftir Eyjafjallajökli eins og að nótt komi á eftir degi.

Önnur sterk vísbending um Kötlugos innan tíðar er sú staðreynd að Katla hefur ekki gosið neitt af viti síðan 1918. Það er því kominn tími á hana eins og sagt er m.v. tíðni þekktra Kötlugosa.

Þriðja sterka vísbendingin er það álit íslenskra jarðvísindamanna að nú sé hafið tímabil þar sem búast má við mikilli gosvirkni í eldstöðvum landsins næstu áratugina. Sé þetta rétt mat verða þessi eldgos sem þeir búast við einhvers staðar að finna sér farveg. Það er viðbúið að Katla verði einn farvegurinn.

Að mínu mati eru því allar líkur á að Katla fari að gjósa, kannski ekki í þessari viku eða næsta mánuði, en örugglega innan mjög fárra ára. Þetta er eitthvað sem við ættum frekar að búa okkur undir en að afneita. Það er svo mikið 2007 að þvertaka fyrir að eitthvað neikvætt geti gerst. En þó við höfum talið okkur trú um slíkt í peningamálum sem eru alfarið mannanna verk og sýnt þar fádæma heimsku þá er enn heimskulegra að stinga hausnum í sandinn þegar náttúruöflin eru annars vegar. Þar getur verið beinlínis stórhættulegt að afneita aðsteðjandi hættu þegar menn ættu að undirbúa viðbrögð við henni.


mbl.is Telja líklegt að Katla gjósi bráðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Katla kemur ekki það mun gjósa við Eyjafjallajökul á næstu dögum!

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 23:47

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll, ég er reyndar sammála því að það muni gjósa miklu meira úr Eyjafjallajökli áður en hann er hættur. Held að hann gjósi fram á næsta ár með hléum. En svo kemur Katla, allavega ef sagan endurtekur sig. Og sagan er ótrúlega dugleg að endurtaka sig.

Jón Pétur Líndal, 28.5.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband