X-Æ Héldu þeir að hann ætlaði að sitja á gólfinu? X-Æ

Auðvitað verður Jón Gnarr að fá borgarstjórastólinn ef hann verður borgarstjóri. Þó þetta sé grínframboð hefur varla nokkur maður búist við að hann ætlaði að sitja á gólfinu í skrifstofunni?

En hann var víst að lýsa því yfir einhvers staðar í kvöld að grínið sé búið hjá honum. Ég veit ekki hvort þetta var sagt í gríni eða hvort heldur hann átti við að grínið væri búið í framboðinu og alvaran að taka við þar eða hvort hann hann væri hættur að starfa sem grínisti og ætlaði að einbeita sér að gríni í pólitík.

En að slepptu öllu gríni þá ítreka ég fyrri bloggfærslur mínar og hvet Reykvíkinga til að kjósa Besta flokkinn á laugardaginn. Það er best fyrir borgina og fólkið í henni. Í versta falli er það svipað og að kjósa hina flokkana. Það er allavega allt að vinna og engu að tapa með X-Æ á laugardaginn.


mbl.is Jón Gnarr vill stólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

X-Æ!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

X-Æ lyfi byltingin!

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 00:57

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jón Gnarr er ekki að grínast. Hann gerði það í byrjun enn snérist hugur þegar hann skyldi hversu illa var raunverulega komið fyrir fólki sem vinnur sem atvinnulygarar og treysta því að fólk kjósi þá aftur og aftur...við skulum bara vona að Reykvíkingar þoli heiðarleika Jóns Gnarr...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband