Auðvitað á að gera þetta svona.

Það er gaman að bera saman hvernig við Íslendingar annars vegar og Pakistanir hins vegar, fara að því að hafa vit fyrir sínum landsmönnum.

Við Íslendingar setjum alls konar lög sem eiga að banna eitt og annað eða ráða því hvernig gera má hlutina, en svo er okkur alveg sama þó farið sé í kringum allar reglur með blekkingum eins og að leppa allt ólöglegt með erlendum fyrirtækjum sem mega lúta erlendum lögum og reglum. Pakistanarnir hins vegar, þeir loka bara fyrir það sem þeir leyfa ekki, hvort sem ósóminn er leyfður skv. erlendum lögum eða ekki.

Svo erum við að vanda um og kalla þetta ofsatrú hjá Pakistönum og öðrum múslimum. Okkur finnst ofsatrú og þessi kúgun múslimaþjóðanna alveg ferleg mannréttindabrot. Það er miklu betra að sniðganga lög og reglur að okkar hætti og fara þannig fram hjá kúgun og stýringu á hlutunum. Við raunar eigum það meira að segja til að hneykslast á því ef einhver tekur upp á því að draga menn fyrir erlenda dómstóla skv. erlendum lögum vegna afbrota sem auðvelt er að sleppa frá hérlendis, sbr. þegar Glitnir stefndi Jóni í New York um daginn.

Mér finnst þetta bara gott hjá þeim þarna í Pakistan, við þurfum að líta í eigin barm og skoða hvort það er nú ekki hægt að taka þetta til fyrirmyndar að einhverju leiti.


mbl.is Aðgangur takmarkaður vegna guðlasts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér semsagt finnst þetta jákvæð þróun fyrir mannkynið og það fólk sem býr þarna?.. Eða er ég að lesa eitthvað vitlaust í þetta og missti af kaldhæðninni? 

Unnar (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 03:31

2 Smámynd: Styrmir Reynisson

Sammála Unnari, er þetta grín hjá þér eða?

Styrmir Reynisson, 23.5.2010 kl. 08:28

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar.

Já, þetta er nú góð spurning, er þetta grín hjá mér eða ekki?

Ég er bara að benda á að það er nánast enginn munur á okkar ritskoðun og þeirra. Hér er fólk dregið fyrir dóm og hótað 16 ára fangelsi fyrir að fara inn á alþingi til að mótmæla spillingu. Og mörgum alþingismönnum finnst það bara sjálfsagt að ganga hart fram gegn þessu fólki svo þeir geti haft sína spillingu í friði? Eru þetta ekki alveg sömu öfgarnar og hjá Pakistönum? Þetta er alveg sami hugsanahátturinn í raun. Er það ekki undarlegt að á Íslandi skuli vera hægt að koma fólki í 16 ára fangelsi fyrir að mótmæla spillingu á alþingi á meðan aðeins örfárra ára viðurlög eru við spillingunni sjálfri? Er þetta ekki öfgakennt?

Ég veit varla sjálfur hvort ég er að grínast eða ekki. Mér finnst bara ömurlegt að stjórnarfarið hér skuli ekki vera neitt skárra en í þeim löndum sem við höldum stundum fram að séu á valdi einhverra ofsatrúarmanna.

Jón Pétur Líndal, 23.5.2010 kl. 08:43

4 identicon

Já meinar það, ég skil þig svosem á því að mér finnst stundum skrýtið að sjá fólk hneyklast á þessum augljóslegu brotum á mannréttindum, þegar það sama er að ské hér heima, nema bara aðeins hógværara, eins og t.d þegar ríkisstjórnin taldi Ísland siðferðislega yfir það hafið að halda hér "klámráðstefnu" og það að fangelsa fólk fyir mótmæli.

Unnar (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 15:38

5 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Burtséð frá öllu spillingartali og mun á menningarheimum, þá er ég persónulega á móti því að ritskoða netið, það á ALDREI að ritskoða netið.  Upplýsingar eru frelsi sem allar manneskjur jarðarinnar eiga rétt á.

(nema auðvitað barnaklám og annan slíkan viðbjóð)

Garðar Valur Hallfreðsson, 24.5.2010 kl. 00:00

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Garðar. Þá erum við sammála um að það á að ritskoða, bara meiningarmunur á hve langt á að ganga í þá áttina.

Ég vil ganga aðeins lengra en þú en alls ekki eins langt og íslensk stjórnvöld ganga nú þegar með því að leyna meira og minna öllu sem þau gera og setja ekki einu sinni upplýsingarnar á netið. Það er líka ritskoðun á netinu að halda upplýsingum frá því. Mér finnst að stjórnmálin eigi að vera opin og óritstýrð, enda varða þau almenning og stjórnmálamennirnir eiga að vinna fyrir umbjóðendur sína, almenning. Hvernig getur það gengið upp þegar öllu er haldið leyndu sem verulegu máli skiptir?

Mér fannst það hins vegar furðulegt að t.d. facbook síða um að sprengja Melaskóla skyldi ekki bara bönnuð og tekin úr umferð strax og vitnaðist um hana. Það er ýmislegt sem má alveg banna á netinu.

Jón Pétur Líndal, 24.5.2010 kl. 00:35

7 identicon

Sko, sko, SKO!!

Það er ekki í verkahring yfirvalda að ákveða hvað fólkið í landinu hafi þroska til að sjá og heyra. Ef það er viðbjóður á internetinu þá er það viðbjóður sem ber að bregðast við, til dæmis með tilkynningu til lögreglu og alþjóðlegu samstarfi um að uppræta barnaklámhringa. Það þarf enga ritskoðun til þess.

Fólk getur bara drullast til að sætta sig við að við búum í ákveðnum heimi, og internetið ber þess ummerki, og að ef við sjáum þar eitthvað sem ofbýður okkur, þá ættum við frekar að drattast til að hjálpa til við að laga vandann en að krefjast þess að allir landsmenn setji puttann í eyrun og singi la la la.

Auðvitað munu Íslendingar ritskoða internetið... fyrir börnin! Allt fyrir börnin!

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband