Menn með fullar hendur fjár hvort sem eignir hafa verið frystar eða ekki.

Það vekur athygli að Sigurður Einarsson skuli hafa ráðið frægan verjanda fjársvikara til að annast sínar varnir í Bretlandi út af bankaráninu. Hann hefur greinilega efni á því. Nægu fé virðist hann hafa komið í skjól úr ráninu til að greiða þessum lögmanni.

Enn meiri athygli vekur að Jón Ásgeir, hvers eignir hafa allar verið kyrrsettar, ætlar að taka til varna og hefur ráðið þekkta lögfræðinga bæði í New York og London til þess að annast sína vörn. Maðurinn sem fyrir kyrrsetningu sagðist engu hafa skotið undan og eiga fyrir diet Kók hefur efni á þessu nú þegar búið er að frysta allar eignir hans. Er nú ekki eitthvað grunsamlegt við þetta? Hann sagði fyrir nokkrum dögum að það væri svo dýrt að verjast að hann gæti það ekki. Hann hefur kannski krafsað ofan af einhverri holu í garðinum hjá sér og fundið þar seðlabúnt sem hefur gleymst að frysta.

Og nú er það spurning hvað gerist þegar Landsbankinn fer formlega af stað með sín mál sem snúa að 250 milljarða kröfu á hendur stjórnendum þess banka. Skyldu þeir hafa komið nógu miklu undan til að kaupa þjónustu þeirra fjársvikalögfræðinga sem enn eru á lausu til að verja þá gegn vænni þóknum?

Það er alveg makalaust að horfa upp á það hvernig menn nota þýfið til að koma sér undan réttvísinni. Og nú sést vel hve vitlaust það var að taka ekki þýfið strax af mönnum með kyrrsetningum strax eftir hrun eins og margir vildu. Nú er búið að koma þessu fyrir í skálkaskjólum og skúmaskotum úti um allan heim þar sem enginn finnur það á næstunni. Fyrir vikið geta þessir ræningjar nú varist af krafti. Enginn fjárskortur virðist hrjá þá, hvort sem eignir hafa verið kyrrsettar eða ekki, enda nær kyrrsetningin varla til þeirra eigna sem búið er að fela vandlega nú þegar.

Það má reikna með að hver bankaræningi þurfi að greiða sem svarar ævitekjum venjulegs Íslendings eða meira fyrir varnir sínar á næstunni hjá þessum þekktu lögmönnum. Þó búið sé að frysta eignir sumra þessara ræningja munar þá líklega ekkert um það. Svo stórt var bankaránið að þetta er bara eins og dropi í hafið fyrir þessa menn.


mbl.is 250 milljarða bótakröfur hugsanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og alltaf flaska okkar frábæru fjölmiðlar á því að spyrja!.. hvernig getur þú borgað þínum lögmönnum?

itg (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 19:58

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Mér kemur þetta ekkert á óvart, þetta sýnir þessa menn í sínu rétta ljósi, einmitt því að þeir eru ekki með hreint mjöl í pokahorninu og þurfa þar af leiðandi á færustu spillingarlögmönnum að halda.

Guðmundur Júlíusson, 14.5.2010 kl. 21:54

3 identicon

Þarna hittir þú naglann á höfuðið Jón Pétur!

Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:21

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú hefur lagt við eyrun í aðdraganda þessarar frystingar, þá hefðirðu heyrt að undantekning er gerð á að losa fé til málsvarnarkostnaðar.  Annað væru mannréttindabrot. Menn eiga á því rétt og því geta þeir greitt verjendum sínum og lögfræðingum, með milligöngu yfirvalda.  Er þetta of flókið að skilja?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2010 kl. 18:31

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ef til vill er það rétt,sem Jón Steinar skrifar.

Það er hart að hugsa til þess,að slík heimild sé fyrir hendi,án takmarkanna.Ef við hugsum okkur það að útrásarvíkingarnir tapi málinu.Þá yrði niðurstaðan sú að málhefjandi(ríkið og bankarnir) yrði að greiða allan málkostnað,vegna þess að engar eru fjármunur,þar sem þeir(útvíkingarnir)myndu lýsa sig gjaldþrota.Og dýru lögfræðingarnir krefjast launa sinna af þrotabúinu.

Ingvi Rúnar Einarsson, 15.5.2010 kl. 22:08

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir allir og takk fyrir athugasemdirar.

Það þurfa allir sína vörn, líka þessir bankaræningjar eins og aðrir. En eins og ég hef sagt hér áður á blogginu tel ég að jafnt eigi yfir alla bankaræningja að ganga. Þessir eiga að fá sinn opinbera verjanda rétt eins og sumir aðrir. Það er engin glóra í því að menn geti notað ómælt fé sem þeir hafa komist yfir með óeðlilegum og ólöglegum hætti til að sleppa undan refsingum vegna brotanna. Það skilja allir skynsamir menn.

Raunar er það bara fáránlegt að leyfa að gerður verði einhver lögfræðisirkus úr þessum málum. Þó svo að stöku bankaræningi hafi fallið fyrir sölumennsku lögmanna sem eru duglegir að markaðssetja sig og langar í skerf af ránsfengnum sé ég enga ástæðu til að menn beygi sig í auðmýkt fyrir heimsfrægum lögmönnum eins og þeim sem sagt er að Sigurður Einarsson hafi falið varnir sínar. Sá mun víst hafa varið Saddam Hussein á sínum tíma og telur Sigurður sig greinilega í góðum höndum með þann lögmann sér til varnar. Telur sjálfsagt að Saddam hafi fengið viðunandi niðurstöðu í sínum málum fyrir hans tilstuðlan.

Jón Pétur Líndal, 18.5.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband