Dag skal að kveldi lofa.
12.5.2010 | 00:29
Það var talsverður fögnuður í gær og fram eftir degi í dag á fjármálamörkuðum með að 10.000 milljarða björgunarsjóður ESB sem átti að bjarga lánardrottnum Grikkja, myndi duga til að fjármálamarkaðir næðu stöðugleika og áframhaldandi vexti eftir mikla niðursveiflu í fyrradag. En staðreyndin er sú að þessi björgunarpakki kláraðist á einum degi. Svona fljótt er fjármálakerfið að þurrka upp fjármagnið. Og nú hungrar markaðinn í meiri björgun. En það gerir ekkert gagn að reyna að bjarga meiru. Þó allt yrði tínt til sem hægt er, þó öll sæmilega stæð ríki myndu skuldsetja sig í botn, dygði það í mesta lagi til að fæða svartholið í ca. 1. mánuð.
Nú eru því viðsjárverðir tímar framundan á fjármálamörkuðum heimsins eins og ýmsir hafa verið að spá undanfarið. Sennilega er gróðavænlegasta fjármálafurðin í dag veðbanki um hve mikið hlutabréfavísitölur muni falla á næstu dögum og vikum.
Lækkun á Wall Street | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.