Líklega bara byrjunin fyrir þetta gengi.
12.5.2010 | 00:17
Þetta er nú líklega bara byrjunin. Skilanefndin að höfða einkamál gegn ræningjunum í New York.
Sérstakur saksóknari hlýtur að fylgja í kjölfarið og sjá ástæðu til að hafast að úr því búið er að stefna þessu fólki út af 258 milljarða fjársvikum.
En enn og aftur verður maður að bölsótast yfir þessum ótrúlega seinagangi yfirvalda. Þau eru enn ekki búin að handtaka neinn úr þessum hópi og svo lengi var beðið með frystingu eigna að þær eru að mestu horfnar, nema 2 skikar í Skagafirði fyrir útigangshross og nokkrar bíldruslur eftir því sem mér skilst.
Samt verður spennandi að sjá hvernig mál þróast hjá þessu gengi. Mæta þau þegar kallið kemur frá sérstökum saksóknara? Mæta þau fyrir dómi í New York? Fara þau á lista Interpol? Hvar eru milljarðarnir sem skilanefndin telur að þau hafi svikið út úr bankanum? Finnast þeir einhvern tíma? Hefur Jón Ásgeir keypt yfirgefna hvalveiðistöð á Suðurskautslandinu og innréttað hana í 101 stíl sem felustað fyrir sérstökum saksóknara? Keypti hann sér gullstangir og gróf þær við Meðalfellsvatn?
Svo er það lokaspurningin í kvöld. Hvað er að gerast með Björgólfsgengið og Landsbankaránið? M.v. fréttir kvöldsins í sjónvarpi allra landsmanna er Björgólfur Thor enn að plata landann. Vill fá ríkisstyrki í gagnver sitt og skattaafslátt út á fjölmörg störf fyrir vel menntað fólk þegar staðreyndin er sú að hann ætlar sjálfur að reyna að fá að afplána þarna samfélagsþjónustu við að opna pappakassa þegar starfræksla versins hefst. Hann er enn á fullu að reyna að plata okkur, og tekst það nokkuð vel, stjórnmálamenn trúa honum ágætlega. Bæði á Suðurnesjum og Alþingi. En það styttist í að þetta fari að skýrast eins og annað.
Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er vel hægt að rekjat allar peningafærslur þessa manna að mestu leiti, samanber svör frá Evu Joly og hvaðhannnúheitir Black, en það skiftir kanski ekki öllu máli þar sem mest af þessum peningum voru hvort eð er aldrei til :P Allt byggt á svindli og sýjaborgum þannig að raunverulegur skaði er kanski eins mikill og ætla mætti.
Óskar Ingi Gíslason, 12.5.2010 kl. 05:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.