Er ekki Skrattinn sjálfur að taka til núna?

Þetta gos er auðvitað bölvað ólán fyrir þá sem þurfa að búa við stöðugt öskufall og önnur myrkraverk sem þessu fylgja. M.v. síðasta gos á þessum stað má búast við að þetta gos eigi eftir að standa í eitt ár í viðbót ef það verður með svipuðum hætti. Það eru heimildir um síðasta gos í Eyjafjallajökli sem eru traustustu heimildir sem við höfum til að spá fyrir um framvindu þessa goss. Síðasta gosi í jöklinum hefur verið lýst vel í annálum þeirra tíma og það sem af er þessu gosi er það í fullu samræmi við lýsingar af því síðasta.

En svo maður slái á léttari strengi um þetta þá veit ég nú ekki hvað ábúandinn í neðra hefur verið að bjástra þegar hann lét gjósa síðast, en núna gæti ég trúað að hann væri að búa sig undir að taka á móti fjölda bankamanna og lögfræðinga sem hann sér fram á að verði ekki hleypt inn hjá lykla Pétri á næstu árum. Miðað við allt grjótið og gjóskuna sem hann sendir út er greinilega verið að rýma verulega til þarna niðri, þannig lagað séð eru greinilega uppgangstímar í vændum í neðra.


mbl.is Dökkur mökkur eftir skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég hef enga trú á því að SJS stjórni þessu gosi

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.5.2010 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband