Þessi frétt hljómar ósköp eðlilega, og um leið undarlega m.v. endalausar fréttir af sambærilegum málum undanfarið. Meintur fjársvikari í gæsluvarðhaldi á meðan málið er rannsakað.
En það eru nokkrir fleiri meintir fjársvikarar í landinu sem hafa nú tapað gott betur en 260-300 milljónum. Þeir höfðu undir höndum nærri því 54000 sinnum hærri fjárhæð sem virðist hafa tapast að stærstum hluta. Af hverju sitja þeir ekki í gæsluvarðhaldi á meðan málið er rannsakað?
Af hverju er verið að mismuna fjársvikurum á Íslandi? Af hverju fær þessi maður ekki að sitja við sama borð og aðrir meintir fjársvikarar í landinu og ganga laus? Af hverju er verið að níðast á einum? Af hverju gilda ekki sömu reglur um alla sem hafa tapað því fé sem þeir tóku að sér að ávaxta? Af hverju er verið að eltast við örfáar milljónir þegar þúsundir milljarða hafa tapast hjá þeim sem verst fóru með féð sem þeir tóku að sér að ávaxta?
Og að lokum, af hverju gildir ekki um þennan mann að hann sé saklaus þar til sekt er sönnuð og að hann skuli þess vegna ganga laus? Það er búið að hamra á þessum rökum í vörnum manna fyrir hina ósnertanlegu bankaglæpamenn sem hafa sett risastórt höfðatöluheimsmet í bankaránum með íslenska hruninu.
Meintur svikari í varðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er einmitt það nákvæmlega það sama og ég hugsaði þegar ég heyrði þessa frétt. Þetta er náttúrulega bara hlægilegt og algjörlega út í hött!
Soffía Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 01:07
Hann átti þetta skilið hahahahah
var undir miljarði
Sigurður Helgason, 16.4.2010 kl. 01:41
Sæl veri þið. Já hann var sannarlega klaufi að vera undir milljarði. Það er feillinn hjá honum. Og hefur sennilega aldrei borgað í kosningasjóð heldur.
Jón Pétur Líndal, 16.4.2010 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.