4,3 milljarða dallur.
12.4.2010 | 23:09
Hvernig skyldi nú standa með þessa snekkju Kaupþingsmanna. Þetta er frekar ódýr dallur til að vera á í 6-8 vikur á sumri, 4,3 milljarðar. Þetta eru bara bankastjóralaun í hátt í 2 ár sem liggja í þessari snekkju. Og þeir að sjálfsögðu vildu fela þetta fyrir fólki, vandamálið er að það er talað svo mikið hér.
Ég held að menn tali alls ekki nóg. Það er ekki spurt nóg og ekki veitt nóg aðhald.
Eins og ég hef áður nefnt er nú talað um að Sigurður Einarsson og Jón Ásgeir fái Arion banka aftur til að leika sér með. Það er alveg yndislegt að vera Íslendingur og geta þrælað fyrir þetta pakk. Nú getur maður brosað sig í svefn og hugsað um að það eru þó einhverjir sem geta haft það náðugt og tekið sér frí á miðjarðarhafinu á 4,3 milljarða dalli sem okurvextirnir sem við erum rukkuð um, fara í að halda úti.
Kaupþingsmenn með snekkju í Miðjarðarhafinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.