Jackson gengur betur dauðum en lifandi.
16.3.2010 | 13:21
Það er ekki nóg með að dánarbú Jackson hafi verið að gera metsamning með möguleika á ýmsum aukatekjum umfram og meðfram þessum samningi, sem samanlagt fara langt með að greiða upp allar skuldir hans.
Og það er ekki nóg með að hann hafi verið söluhæstur í Bandaríkjunum í fyrra.
Hann seldi þar að auki tvöfalt fleiri plötur í öðrum löndum en í heimalandinu.
Og hann á líka 50% á móti Sony í Elvis Presley, Bob Dylan og Bítlunum ásamt fleiri þekktum tónlistarmönnum. Sú eign er gríðarlegra fjármuna virði.
Og það eru engar áhyggjur af því lengur að hann sé að kássast á óeðlilegan hátt utan í börnum.
Það hefur því aldrei verið eins bjart framundan í tónlistinni og fjármálunum hjá Michael Jackson og núna. Verst fyrir hann að hann skuli ekki vera lifandi lengur til að njóta þess sjálfur. Eina hættan sem að honum getur steðjað nú er að gömlu góðu íslensku útrásarvíkingarnir geri veraldlegum umboðsmönnum hans einhver gylliboð sem gætu snúið við bjartri framtíð eins og hendi sé veifað.
Hér er meira um þetta:
http://finance.yahoo.com/news/Jackson-estate-in-record-deal-apf-3925585719.html?x=0
Michael Jackson slær met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.