Úrelt vinnubrögð.

Vonandi verður eitthvað vit í þessari skýrslu þegar hún fer í dreyfingu.

En ég skil ekki af hverju hún er ekki komin nú þegar í hendurnar á okkur sem erum að bíða eftir henni úr því hún er tilbúin af hálfu rannsóknarnefndarinnar. Af hverju er verið að dunda við að prenta þessa skýrslu? Er verið að tefja málið vísvitandi? Af hverju var skýrslan ekki bara birt í síðustu viku á PDF formi á netinu? Hvaða fornaldar vinnubrögð eru þetta eiginlega? Af hverju er hún ekki bara handskrifuð á kálfskinn fyrst þetta þarf að vera svona gamaldags?

Það hefði verið nóg að prenta þessa skýrslu í 100 eintökum í rólegheitum á fjölritunarstofu með engri leynd og litlum kostnaði eftir birtingu PDF útgáfu af henni á netinu. Það er alveg forkastanlegt hvað menn geta komist upp með úrelt vinnubrögð á kostnað skattgreiðenda.

PDF útgáfa er þar að auki miklu þægilegri þegar um svona stóra skýrslu er að ræða. Miklu auðveldara að leita eftir stikkorðum og ná samhengi hlutanna með nútíma tækni en með því að þurfa að grufla í gegn um haug af pappír.

Ég ætla rétt að vona að skýrslan verði yfirhöfuð birt á PDF formi svo almenningur geti nálgast hana með lítilli fyrirhöfn án þess að fella þurfi fullt af trjám til þess.


mbl.is Hrunskýrslu beðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það verður ekkert markvert í þessari skýrslu. Það markverðasta er hvers vegna Tryggvi grætur svona mikið. Ætli það sé ekki af því að hann fann ekkert sem er bitastætt.

Sveinn Elías Hansson, 15.3.2010 kl. 23:59

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll og takk fyrir athugasemdina. Ég trúi ekki að það verði skrifuð mörg þúsund síðna skýrsla um ekki neitt. En ef einhvers staðar er hægt að gera svoleiðis, þá er það á Íslandi. Þess vegna blundar í manni ótti um langa en galtóma skýrslu, ég viðurkenni það.

Jón Pétur Líndal, 16.3.2010 kl. 00:09

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Vissulega er skrítið að skýrslan þarf að fara í prentun en það verða margir sem þurfa útprentað eintak og er víst erfitt að dreifa henni fyrst og prenta hana svo. Ætla svo sem ekki að réttlæta þá leið.

Búinn að bíða spenntur eftir þessari skýrslu. Sérstaklega þar sem við ætluðum að rýna í fjölmiðlahluta skýrslurnar og fleira í einum áfanga í fjölmiðlafræðinni. Kennsluáætlunin okkar hefur farið í mikið rugl vegna töfina á þessari skýrslu. En maður bíður spenntur eftir að lesa þetta ferlíki

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 16.3.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband