Sýndarmennska.

Það er svo sem til bóta að banna dráttarvexti. En það er nú samt sýndarmennska líka. Því dráttarvextir eru bara lítið eitt hærri en samanlagðir samningsvextir og verðbætur í flestum tilvikum. Þeir endurspegla bara hátt vaxtastig. í raun jafngildir dráttarvaxtabann ca. 2-3% vaxtalækkun á lánum í vanskilum. Lánin munu eftir sem áður bera verðbætur og samningsbundna okurvexti. Þar liggur hinn raunverulegi vandi í kerfinu. Ef það á að gera alvöru umbætur á þessu vaxtaumhverfi þarf að afnema verðtrygginguna og setja þak á leyfða nafnvexti.
Og ef það er verið að hugsa um þetta sem sértækar aðgerðir til að rétta hag skuldara í því umhverfi sem hér ríkir í dag er þetta algjört lýðskrum. Í því efni er ekki hægt að bjóða minna en að lánin séu niðurreiknuð til samræmis við yfirtökuverð bankanna á þeim.


mbl.is Vilja banna dráttarvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það að banna dráttarvexti leysir lítinn vanda. Þegar þú ert farinn að greiða dráttarvexti, þá er dálítið síðan þú komst í vandann.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Hamar. það er nú málið, þetta leysir lítinn vanda. Í raun eru dráttarvextir bara smá viðbótarálag ofan á miklu stærri vanda.

Jón Pétur Líndal, 15.3.2010 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband