Skammastu þín Gylfi.
15.3.2010 | 09:42
Viðskiptaráðherrann hann Gylfi hefur ekki haft miklar áhyggjur af efnahagsmálunum hingað til. Allavega hefur ekkert legið á að lækka vexti, afnema verðtryggingu, verja heimilin o.s.frv. Og hann hefur verið talsmaður þess að ríkið verði að taka á sig þær kröfur sem gerðar eru út af Icesave og ýmsu öðru, og talið það vel viðráðanlegt að borga allt slíkt.
Þeir sem hafa gagnrýnt stjórnina og áætlanir hennar eru vitleysingar í hans huga, samanber Alex hjá Recovery Partners í gær.
Og hann hefur ekki áhyggjur af því þó nýju bankarnir hafi fengið lánasöfn gömlu bankanna með 50-65% afslætti en innheimti þau að fullu með öllum verðbótum og okurvöxtum að auki. Það er allt í lagi að krefja almenning um allt að þrefaldar verðbætur og þrefalda okurvexti ofan á höfuðstól lánanna eins og bankarnir tóku við þeim.
En það er eitt sem getur ekki gengið lengur. Það er að bankamenn hafa ekki fengið neina bónusa í meira en heilt ár. Svoleiðis vanvirðing og árás á afkomu þessarar mikilvægustu stéttar í landinu, getur ekki gengið lengur. Guði sé lof að Gylfi ætlar að bæta úr þessu. Það var loksins að hann sá ljósið. Þetta er björgun Íslands. Að innleiða bónuskerfið aftur í bankana.
Nú skilur maður líka hvað hann var að fara þegar hann var að gagnrýna fullyrðingar Alex hjá Recovery Partners. Auðvitað fara ekki lánin frá AGS bara í jöklabréf. Gylfi ætlar að útdeila þeim í bónusgreiðslum til bankamanna. Það er ekki bara að það eigi að bjarga bankamönnum heldur á að fylla björgunarbát þeirra með seðlum svo engir aðrir komist í hann. Þetta er tær snilld.
Ég veit ekki hvað Gylfa ráðherra gengur til. Hann er greinilega rúinn allri skynsemi í efnahagsmálum. Það sem hann er að gera og lætur hafa eftir sér er svo vitlaust að það er ekki annað hægt en að skammast yfir því og skamma hann fyrir það og skammast sín fyrir hann. Þó verð ég um leið að viðurkenna að það er órökrétt að skamma einhvern fyrir skort á skynsemi. Annað hvort hafa menn hana eða ekki. En eftir stendur spurningin um hvernig við getum fundið hæfa menn í mikilvæg embætti. Þessi alltumlykjandi vanhæfni í stjórnkerfinu er hrikalegt vandamál.
Bankarnir vilja bónuskerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tær snild hjá Samspillingunni & Lady GaGa að TROÐA þessum karakter í stól viðskiptaráðherra - við skulum VON það besta en búast við því VERSTA á meðan þessi auma & stórhættulega ríkisstjórn er við völd!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 10:31
Eina sanngjarna bónuskerfið er að ef vel gengur fá allir starfsmenn að njóta þess jafnt, að fá sömu upphæð og bankastjórinn. Aðrar útgáfur af bónuskerfi stuðla að sömu vitleysunni og hefur verið í bönkunum.
Jóhann, 15.3.2010 kl. 10:58
Hetta er hið einkennilegasta mál allt saman, og ekki á færi okkar sem erum ekki betur viti bornir að skilja þessa djúpu speki alla saman.
Okkur þessum illa gefnu finns að við eigum að njóta afskrifta á okkar lánum eða að minnsta kost fá möguleika á að kaupa lánin okkar á sömu kjörum og bankarnir feng, mér var ekki biðað að kaupa mín lán á þessum kjörum og er ég dálítið fúll vegna þess.
Ægir (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 11:40
Já þessi viðbjóður allur hjá ríkisstjórninni verður svona á meðan við gjörum ekki almennilega uppreisn það er ekki verið að hugsa um hag heildarinnar svo mikið er á kristaltæru það er verið að hygla ættingjum og vinum þessi ríkistjörn er ekkert annað en verstu RÆSISROTTUR.
Jón Sveinsson, 15.3.2010 kl. 12:02
Jón Pétur Líndal. Þú ert helvíti magnaður náungi og þú verður að finna skoðunum þínum farveg í stjórnmálaflokki.
Ég vil hvetja þig til að skoða Frjálslynda flokkinn. Nú er ákveðið að hlada landsfund í vikulokin og þá verða gömul deilumál okkar sem urðu til þess að flokkurinn missti trúverðugleika í aðdraganda síðustu kosninga gerð upp.
Það blasir við mikil endurnýjum í forystu , jafnt stjórn sem miðstjórn. Guðjón formaður mun víkja og úr því sæti og horft er til Sigurjóns Þórðarsonar til að leiða flokkinn.
Þú átt samleið með okkur, uppreisnar-og árásargjarn og vilt lýðræðisleg vinnubrögð í stjórnsýslunni eins og við.
Þú ert óspilltur af pólitísku starfi í röðum gömlu fjórflokksvinnubragðanna og ég vil fá sem flest af slíku fólki til að hefja nýja sókn og skora ræfildóminn á hólm.
Skráðu þig í flokkinn og líka á landsfundinn. Láttu í þér heyra og taktu þátt. Stjórnmálaflokkur er góður eða slæmur, allt eftir því fólki sem þar starfar.
Árni Gunnarsson, 15.3.2010 kl. 13:42
Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar.
Árni, ég verð að þakka þér fyrir ábendinguna um Frjálslynda flokkinn. En í raun langar mig ekkert í pólítík, nema því aðeins að það sé verkefni sem snýr að því að endurvekja raunverulegt lýðræði. Koma á raunverulegum lýðræðisumbótum í landinu. Til þess þarf hreyfingu sem gengur í það verkefni og getur sannfært fólk um að taka þátt í slíkum breytingum og í framhaldinu að veita þinginu og stjórnsýslunni raunverulegt aðhald með beinni aðkomu að ákvörðunum. Venjuleg pólítík er hundleiðinleg, kokkteilpartí og kjaftagangur og forystudýrkun. Hún snýst bara um að synda með straumnum og hlýða skipunum.
Ég veit ekki hvort það er grundvöllur fyrir því í Frjálslynda flokknum að setja stefnuna á grundvallarbreytingar á pólitíkinni sjálfri. En passið ykkur umfram allt á að gera ekki eins og hinir flokkarnir, að koma fram með einhverjar tillögur sem miða bara að því að sópa vandanum undir teppið og halda svo öllu áfram með svipuðum hætti, eða verri en áður. Það eru nógu margir fyrir sem virðast hafa þá stefnu.
Það er erfitt að fá Íslendinga til að kaupa gáfulega stefnu í pólitík. Við höfum alltaf fallið fyrir góðum afsökunum fyrir mistökum og svikum, en sjaldan fyrir skynsamlegum rökum fyrir nauðsynlegum breytingum. Kannski vegna þess að svoleiðis hugmyndir koma ekki oft fram. En núna held ég að breytingarnar komi kannski þegar ástandið hefur versnað talsvert meira. Fólk er bara ekki orðið nógu illa sett ennþá til að segja upp áskriftinni að sínum pólitíkusum. En það stefnir þó hratt í þá átt.
Jón Pétur Líndal, 15.3.2010 kl. 16:03
Við munum auðvitað leggja áherslu á beint og milliliðalaust lýðræði með rúmum heimildum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eitt og sér er ómissandi aðhald gegn ofbeldi pólitíkusanna. Síðan mun verða lagt upp með sömu áherslur á að tryggja að auðlindirnar verði ekki afhentar auðhringum eða auðmönnum. Og við munum sem fyrr gera afdráttarlausar kröfur um innköllun aflaheimilda.
Allur ótti við þá framkvæmd er ástæðulaus. Vel rekin úrgerðarfyrirtæki þurfa ekki að kvíða neinum bolabrögðum en illa rekin fyrirtæki eigum við ekki að lafa með í þessum mikilvæga atvinnurekstri. Yfirskuldsett útgerðarfyrirtæki jafnvel með áratuga rekstur að baki eru einfaldlega rekin af ábyrgðarlausum heimskingjum sem þjóðin stendur ekki í neinni þakkarskuld við.
Árni Gunnarsson, 15.3.2010 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.