Þeir eru furðulegir þessir bankamenn. Þeir hafa miklar áhyggjur af því að það skuli komast upp um ólöglega starfsemi sem tengist bönkunum. En þeir hafa engar áhyggjur af því að stunda ólöglega starfsemi eða veita viðskiptavinum sínum skjól til þess.
Þetta er eitraður hugsanagangur.
En þetta er ekki bundið við útlönd. Svona hefur þetta líka verið hér lengi eftir því sem hefur verið að koma í ljós.
Og svo er líka starfsemi sem er kannski ekki ólögleg en mjög óeðlileg og er falin bak við ýmsa leynd.
Nú er t.d. verið að tala um að fara að birta upplýsingar um orkuverð til stóriðjunnar, loksins eftir ártuga feluleik. Það hefur svo sem lengi mátt geta sér allvel til um þetta með því að skoða ársreikninga Landsvirkjunar, en nú er sagt að til standi að leggja spilin á borðið. Þá kemur væntanlega í ljós að stóriðjan er að kaupa rafmagn með ca. 80% afslætti m.v. það verð sem innfæddir þurfa að borga. Og jafnframt kemur væntanlega í ljós að arðsemin af raforkusölunni er lítil eða engin, þrátt fyrir sérstaka skattaafslætti og undanþágur vegna starfsemi Landsvirkjunar. Og þrátt fyrir reikningsskilareglur sem engum öðrum en orkufyrirtækjum er leyft að nota.
Það sem þjóðin sér þegar reikningarnir verða opnaðir er að það er búið að gera a.m.k. 3 "Icesave" samninga um raforkusölu til stóriðju á Íslandi. Samninga sem eru óeðlilegir, óhagkvæmir og íþyngjandi fyrir þjóðina.
Stal upplýsingum um 24 þúsund viðskiptavini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.