Evrópa að fara á hausinn í heild sinni.

Ef þessar tölur eru nærri lagi þá er bara þessi endurfjármögnun Evrópu á þessu ári samsvarandi því að Ísland eitt og sér þyrfti um 60 milljarða endurfjármögnun ef þessari upphæð yrði deilt jafnt á allar þjóðir Evrópu m.v. höfðatölu.

60 milljarða lánsfjárþörf ríkissjóðs og versnandi framtíðarhorfur hefði nú þótt ansi slæm staða fyrir fáum árum síðan. 2007 og í mörg ár þar á undan hefði slík fjárvöntun valdið pólitískum uppþotum á Alþingi.
Sem betur fer höfum við Íslendingar nú ríkisstjórn sem lætur sig lítið muna um miklu stærri upphæðir og telur vel hægt að greiða úr erfiðri skuldastöðu með því einfaldlega að taka ný lán.

En ég sé að það stefnir óðfluga í óleysanleg peningavandræði í Evrópu ef skuldirnar vaxa nú á þessum hraða. Hætt er við að vaxandi skuldir og okurvextir á þeim eigi eftir að leiða til mikillar afturfarar, verðbólgu, atvinnuleysis og stríðsátaka í Evrópu innan fárra ára.

Íslandshrunið hefur nú valdið talsverðum vandræðum og áhyggjum í nokkrum Evrópulöndum, en árleg lánsfjárþörf Evrópu er skv. þessu af stærðargráðunni 15 Íslandshrun á ári m.v. efnahagsreikninga bankanna þegar þeir féllu. Þetta er meira en eitt Íslandshrun á mánuði í skuldasöfnun fyrir ríkissjóði Evrópu. Það líða ekki mörg ár áður en það verður allt vitlaust út af svoleiðis skuldasöfnun.

Ég er farinn að hallast að því að Nostradamus eigi enn eftir að hitta í mark með nokkra óheillaspádóma ef svo heldur fram sem horfir, hvort sem það er nú tilviljun hjá honum eða ekki.


mbl.is Aldrei meiri þörf fyrir lánsfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband