Er Össur tekinn alvarlega?

Ég hef nú miklar efasemdir um að Össur Skarphéðinsson sé nokkurs staðar tekinn alvarlega á erlendum vettvangi. Það er kannski ástæðan fyrir því að margir útlendingar botna ekkert í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hlýtur að vera sá sem ber mesta ábyrgð á að okkar málstaður sé vel kynntur erlendis. En Össur er líka fulltrúi þeirra sem heima sátu og vildu ekki taka þátt af hvaða ástæðum sem það var nú. Hann er því kannski ekki tekinn mjög trúanlegur í útskýringum sínum. Og ekki þekki ég nokkurn mann á Íslandi sem tekur Össur alvarlega, en ég þekki auðvitað ekki alla hér.

Mikið vildi ég að við gætum haft menn eins og t.d. Örn Árnason í stað Össurar. Honum hefur tekist vel að túlka Össur og einnig að setja fram á einfaldan og skiljanlegan hátt um hvað hrunið hér snýst og flest allt því tengt. Þegar Örn og félagar lýsa hlutunum eins og þeim er lagið verða þeir auðskildir. Þessir menn eru teknir alvarlega. Mikið væri gott ef utanríkisráðherran væri svona auðskilinn og trúverðugur.


mbl.is Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Össur segist nú sjálfur hafa farið á kjörstað en skilað auðu.

En hann er samt eins og trúður þar sem hann kemur.

Hamarinn, 11.3.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Björn Emilsson

Össur er okkar Óli prammi. Dönsk sögupersóna í samnefndri bók. Hefur komið út á islensku

Björn Emilsson, 11.3.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband