Um neikvæða viðskiptavild í bókhaldi.

Nú er sú staða hjá ýmsum stórfyrirtækjum landsins eins og t.d. bönkunum, að þau eru nýlega gjaldþrota með ný nöfn og kenntölur, flest alla forsvarsmenn væntanlega á svörtum listum Lánstraust ehf. sem er gjaldþrota matsfyrirtæki í eigu gjaldþrota fjármálafyrirtækja. Himinhátt skuldatryggingarálag og slæm viðskiptasaga erlendis sem innanlands eru staðalbúnaður þessara fyrirtækja. Einungis um 5% landsmanna (sama hlutfall og þingmaður telur að séu fábjánar í landinu) treysta bönkunum skv. nýrri athugun.

Þegar maður veltir þessu fyrir sér þá vaknar spurningin um það hvernig viðskiptavildin er nú færð í bókhaldinu. Á góðæristímanum var hún yfirleitt ein stærsta eign margra fyrirtækja, allt að helmingur af heildareignum hjá þeim fyrirtækjum sem mest höfðu lagt upp úr traustum viðskiptum og góðri fjárfestingu í traustum eignum eins og viðskiptavild.

Nú er öldin önnur sem sagt. Og þá veltir maður fyrir sér hvort viðskiptavildin er ekki færð rétt í bókhaldi fyrirtækjanna. Ef endurskoðendafyrirtæki og grandvarir eigendur bankanna og annarra stórfyrirtækja gæta þess nú að halda rétt utan um verðmæti viðskiptavildar fyrirtækja sinna, þá er hún væntanlega færð sem stór mínustala í bókhaldinu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu þegar ársreikningar fara að koma frá hinum ýmsu stórfyrirtækjum með vorinu.

Í Bandaríkjunum eru menn farnir að gera sér grein fyrir þeim vanda sem neikvæð ímynd veldur í bókhaldinu. T.d. er þetta "badwill" eins og það heitir á enskunni orðið að næsta vandamáli í bókhaldi Goldman Sachs.
Þeir fara reyndar langa leið að þessu og kalla þetta "bad press". Kenna sem sagt neikvæðum fjölmiðlum um slæma ímynd og tala ekki beinlínis um að færa badwill í bókhaldinu, en segja engu að síður hiklaust að þetta hafi neikvæð áhrif á fyrirtækið.

Sjá nánar hér:
http://finance.yahoo.com/banking-budgeting/article/108948/goldman-lists-new-risk-bad-press;_ylt=AjbSnfNGL_08eaXIgF_pO6u7YWsA;_ylu=X3oDMT FhanNtaW4zBHBvcwMyBHNlYwNzcGVjaWFsRmVhdHVyZXMEc2xr A2dvbGRtYW5zbmV3cg--


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góður pistill og frábær ábending.

Maður ætti kannski að prófa að fara með þetta í bankann: þar sem ég hef aldrei unnið í fjármálageiranum er ég með algjörlega óflekkaða viððskiptavild, annað en bankinn sem ég er í viðskiptum við. Spurning hvort ekki er þarna grundvöllur fyrir gagnkvæmum samlegðaráhrifum? Fyrst bankann skortir tilfinnanlega viðskiptavild þá gæti ég t.d. hæglega fallist á að leigja honum mína mína gegn hóflegu gjaldi, sem væri svo skuldajafnað þannig að ég greiði hvorki vexti né verðtryggingu af mínum lánum enda eru þau jafnmikið loft og viðskiptavildin hvort sem er!

Eina skilyrðið er að ég þurfi ekki að gangast í persónulega ábyrgð fyrir því hvernig bankinn (mis)notar viðskiptavildina mína á lánstímanum. Spurning með að kaupa einhverskonar tryggingu á það líka? Hey, ég gæti kannski bara stofnað markað með orðsporstryggingar og haldið úti orðsporsvísitölum fyrir hinar og þessar fjármálastofnanir, sbr. skuldatryggingar. Afleiðupappírar eru hvort sem er bara skjalfestar ímyndanir sem sumir eru nógu vitlausir til þess að fjárfesta í...

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband