Tilraun Deutsche bank til að minnka tap af lánveitingum til Actavis.

Þetta kauptilboð í Ratiopharm virðist vera úrslitatilraun Deutsche bank til að bjarga því sem bjargað verður vegna lánveitinga til Actavis. Skv. erlendum fréttum er það a.m.k. tilgangurinn með þessu tilboði. Það verður fróðlegt að vita hve miklu bankinn nær upp í himinháar skuldir Actavis ef ekki verður af kaupunum á þessu fyrirtæki. Það er líka hættuspil að kaupa Ratiopharm dýru verði. Ekki er sjálfgefið að samruni eða samlegðaráhrif Actavis og Ratiopharm réttlæti um 3 milljarða evra kaupverð ofan á allar skuldirnar sem fyrir eru í Actavis.

Því miður er þetta enn eitt klúðrið hjá Björgólfi Thor. Actavis varð til upp úr íslenskum lyfjafyrirtækjum sem duglegir og klárir menn byggðu upp með dugnaði og útsjónarsemi. Nú er Björgólfur búinn að missa þetta út úr höndunum og landinu hvernig sem allt fer. Deutsche bank er nú hinn raunverulegi eigandi að þessu fyrirtæki. Búast má við að dregið verði úr starfsemi fyrirtækisins á Íslandi verði af samruna við Ratiopharm. Það hlýtur að vera hentugra fyrir bankann og væntanlega kaupendur að hinu nýja fyrirtæki að hagræða með því að draga úr starfsemi á Íslandi frekar en í Þýskalandi.

Ég vona að spillingarríkisstjórn Íslands fari að hægja á sér í viðskiptum og velgjörðum fyrir Björólf Thor. Það gerir engum gott að dekra meira við hann.

Meira um málið hér:
http://dealbook.blogs.nytimes.com/2010/02/18/actavis-relies-on-deutsche-for-ratiopharm-bid/


mbl.is Pfizer ætlar að bjóða 3 milljarða evra í Ratiopharm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband