Dregið úr launaforskoti afskriftamiðlanna.
2.3.2010 | 21:36
Með þessum samningum er verið að jafna kjör félagsmanna Blaðamannafélagsins, óháð því hvort þeir starfa fyrir afskriftamiðlana eða ríkismiðlana eða aðra miðla.
Það hefur svo sem lengi verið vitað að afskriftamiðlarnir hafa greitt sumum starfsmönnum sínum betur en almennir kjarasamningar kveða á um. En nú virðist greiðslugeta þessara miðla vera að minnka þrátt fyrir metafskriftir undanfarið.
En gamalgrónir talsmenn afskriftamiðlanna sem hafa starfað vel og lengi fyrir eigendur sína, fá þó að halda sínum gömlu kjörum þar til þeir hætta störfum af sjálfsdáðum eða verða reknir. Þannig gera nú afskriftamiðlarnir enn vel við sína þægustu karla og konur, þó nýju fólki verði eftir fréttinni að dæma ekki boðin betri kjör en almennt tíðkast.
Nú er atvinnuleysi í blaðamannastéttinni og líklega ekki lengur þörf á extra góðum samningum til að fá hæfileikaríkt fólk til starfa á afskriftamiðlana.
Samið vegna 365 miðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.