Hefði getað farið verr - Kaupþing lánaði þeim 155 milljarða í kartöflugarða og snekkjur.

Þessir Candy bræður eru nú meiri hálfvitarnir - eða kannski snillingarnir. Eyddu 300 milljónum dala í snekkjur og flugvélar af 1,2 milljarða dala láni sem Kaupþing veitti þeim. Gátu svo ekki borgað 365 milljónir dollara af sumarbústaðarlóðinni. Þetta eru algjörir erki hálfvitar og ég kalla það lán í óláni að Kaupþing fór á hausinn áður en þeir lánuðu þessum mönnum enn meira. Annars hefði bara farið enn verr. Það er augljóst að Kaupþingsmenn höfðu ekki roð við þessum bræðrum.
Þegar best gekk hjá þeim voru eignir þeirra metnar á 9 milljarða punda um 1800 milljarða króna á núverði. Nú geta þeir ekki borgað 365 milljónir dollara, jafnvirði um 47 milljarða króna. Það er því greinilega ekki til mikið lausafé lengur eða lánstraust eða góð veð. Allavega tókst ekki að skrapa saman í þetta smáræði.
Viðskiptaveldi þeirra er talið hafa byrjað með 6000 punda láni frá ömmu þeirra. Gaman væri að vita hvort hún fékk einhvern tíma endurgreitt!!

Það er engin tilviljun að ég kalla þá hálfvita. Þeir lentu í því að fjórir breskir ellilífeyrisþegar seldu þeim um 20 ha. land í Bretlandi fyrir 6,5 milljónir punda, sem er reyndar ekki stór upphæð, bara 1,3 milljarðar króna. En það sem gerir þetta einstaklega hálfvitalegt fyrir Candy bræður er að það eru kóngurinn og drottningin í Thailandi sem áttu þetta land. Ég skil ekki hvernig þeim bræðrum hefur tekist að telja sjálfum sér trú um að fjórir breskir ellilífeyrisþegar væru kóngur og drottning í Thailandi!!

Sjá nánar hér:
http://www.telegraph.co.uk/finance/newsbysector/constructionandproperty
/5028126/Billionaire-Candy-brothers-were-duped-by-con-men.html

Svo lentu þeir í því að fá ekki greiddar 81 milljón punda frá konungsfjölskyldunni í Qatar. Það er nokkuð stærri fjárhæð, yfir 16 milljarðar króna. Þar virðast þeir hafa verið að selja land sem átti að byggja á ljót hús sem bæði borgarstjórinn í London og Karl Bretaprins voru hundfúlir yfir. En Candybræður sögðu konungsfjölskyldunni í Qatar auðvitað ekki frá því að skipulagið væri ekki hátt skrifað hjá Karli prins og héldu að þetta yrði allt í fína lagi. Þeir gleymdu bara að Karl og kóngurinn í Qatar hittast stundum í kvöldmat í London og þá komst upp um Candy bræður. Nú vilja þeir skaðabætur fyrir að ná ekki að klára svindlið.

Sjá nánar hér:
http://www.telegraph.co.uk/earth/greenpolitics/planning/6752328/Candy-brothers-lose-latest-stage-in-court-battle-over-Chelsea-Barracks.html

En kannski eru þessir bræður snillingar. Mesta snilldin í viðskiptasögu þeirra er að sennilega fór hluti af Kaupþingslánum til Candy bræðranna í enn hlægilegra verkefni en snekkjur og flugvélar eða viðskipti við ellilífeyrisþega út af landinu sem kóngurinn í Thailandi á í Bretlandi. Þessir bræður fóru nefnilega af stað með svokallað "Noho Square" verkefni í London, þar sem gamall spítali var jafnaður við jörðu. Þar átti að byggja eitthvað nýtt og flott. Skv. erlendum fjölmiðlum var þetta verkefni fjármagnað af Kaupþingi. Nú er staðan sú að hætt hefur verið við verkefnið og til stendur að hafa þarna 100 kartöflugarða fyrir almenning næsta sumar!!

Sjá nánar hér:
http://www.thisislondon.co.uk/standard/article-23767639-noho-square-building-site-to-be-turned-into-vegetable-allotments.do

Hér er svo að lokum ein grein í viðbót þar sem fram kemur að Kaupþing hafi tekið yfir kartöflugarðana í London og greitt fyrir með hlut sínum í sumarbústaðalóðinni í Beverly Hills. Þetta eru nú meiri snilldarviðskiptin.

Sjá nánar hér:
http://www.building.co.uk/story.asp?storycode=3126405

Og myndir til að sýna kartöflugarðinn tilvonandi.
http://www.flickr.com/photos/ceej-muso/3825212243/in/set-72157621927679097/
http://www.flickr.com/photos/ceej-muso/3823883827/in/set-72157621927679097/

Og líka mynd af spítalanum sem var rifinn til að breyta þessu í kartöflugarð.
http://www.flickr.com/photos/ceej-muso/3290245149/in/set-72157621927679097/


mbl.is Rekja uppboðið til gjaldþrots Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru fjármálasnillingar.

Þurfum að fá þá í stjórn banka á Íslandi.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband