Skv. skýrslu Hagstofunnar voru heimilisútgjöldin 2007 um 4.756.000 kr. eða rétt tæpar 400 þús. á mánuði. Þetta er sjálfsagt komið yfir 600 þús. núna eftir endalausar verðlags- og skattahækkanir. Hvað skyldu þá margir af þeim 95000 aðilum sem hafa undir 200 þús á mánuði geta framfleytt sér? Enginn!! Og hvað skyldu þá margir af þeim 63000 aðilum sem hafa 200-650 þús. á mánuði geta framfleytt sér af þeim tekjum? Enginn!! Nema báðar fyrirvinnur heimilisins séu í þessum tekjuhópi. Því þeir þurfa að greiða talsverðan skatt af tekjunum og eiga því ekki nóg eftir. Þá eru eftir tveir hátekjuhópar með samtals um 12.800 einstaklinga sem ættu flestir að geta framfleytt sér af launatekjum á árinu 2010.
Það er því ljóst að það eru bara um 7,5% landsmanna sem eru nokkuð öruggir um að geta framfleytt sér af launatekjum á yfirstandandi ári. Aðrir verða að taka lán með uppsprengdum vöxtum, selja eignir fyrir slikk eða svelta til að ná endum saman.
Þarf ekki að gera eitthvað í þessu?? Er ekki búið að ganga aðeins of langt í að borga fyrir útrásina og bankabullið?? Það hlýtur að vera þegar nánast enginn Íslendingur getur lengur framfleytt sér af launatekjum.
Ég minni á fyrri blogg mín um að það þarf að hækka laun hér hressilega.
Helmingur með undir 200.000 kr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hvað skyldu þá margir af þeim 95000 aðilum sem hafa undir 200 þús á mánuði geta framfleytt sér? Enginn!!"
Það er nú til auðvelt svar við þessu, en kannski erfitt að orða það kurteislega. Ég orða það þá bara dónalega í staðinn: Djöfuls kjaftæði!
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 23:58
Sæll Bragi og takk fyrir dónaskapinn.
Ég veit nú ekki hvort ég á að taka þetta til mín sem þú kallar "Djöfuls kjaftæði" eða hvort þú áttir við upplýsingarnar sem ég er að fjalla um í blogginu.
Ég er bara að birta opinberar tölur og setja þær í samhengi. Ef þær standast ekki þá er djöfuls kjaftæðið annað hvort komið frá Steingrími Sigfússyni eða Hagstofunni.
En ég viðurkenni að ég bloggaði um þessar upplýsingar eins og eitthvað sé að marka þær.
Jón Pétur Líndal, 24.2.2010 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.