Skuldir ógna öllum sem taka lán.
7.2.2010 | 12:04
Það er ágætt að Danir hafa áhyggjur af skuldastöðunni. Þó þeir telji langt í að staðan verði verulega slæm þá gera þeir sér þó grein fyrir hvert stefnir. Og hafa tíma til stefnu til að bregðast við áður en þetta verður óviðráðanlegt.
En málið með þessar skuldir er ósköp einfalt. Skuldir ógna að lokum öllum sem taka lán. Ógnin vex að sjálfsögðu í hlutfalli við upphæð skuldarinnar og vaxtaprósentu. Þetta er ekkert voða flókið að skilja, allavega ekki fyrir þá sem reynt hafa. Samt gott að Dönsku hagfræðingarnir skilja það líka. Ég vildi að viðskiptaráðherrann okkar færi að skilja þetta.
Skuldir ógna efnahag Danmerkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.