Versnandi ástand í Bandaríkjunum dregur fólk að rótttækum hreyfingum.

Það er ekki gott að segja hvað gerist í Bandaríkjunum á næstunni. Versnandi ástand á flestum sviðum kyndir undir ólgu. Metóánægja með forsetann. 10% þjóðarinnar á matarmiðum. Bónusar bankamanna, lægra húsnæðisverð, meira atvinnuleysi, vaxandi verðbólga, alþjóðavæðing og verra veður. Allt verður þetta andstæðingum stjórnvalda að vopni. Það er ekki skrýtið þó Palin hæðist að Hussein Obama. Hann hefur ennþá lítið gert fyrir almenning sem máli skiptir. Það eina sem hann er virkilega góður í er að tala og gefa bankamönnum skattpennga. Þetta dugir skammt til vinsælda. Því er nú mikil ónánægja og vaxandi. Ég held það sé nú að verða öruggt að Obama verði ekki endurkjörinn að kjörtímabili loknu, þó slík sé nánast venja í Bandaríkjunum. Það er mikið eftir af kreppunni, hún á eftir að versna í 1-2 ár ennþá og óánægja almennings að vaxa að sama skapi. Því er eðlilegt að þeir stjórnmálamenn sem átta sig á þessu séu farnir að undirbúa sig. Þeir munu hafa samfelldan meðbyr fram að kjördegi þó langt sé í hann. Palin er greinilega ein þeirra.
mbl.is Palin boðar byltingu hægrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband