Krónuvirkjun sem malar gull.
6.2.2010 | 16:37
Krónan gerir okkur kleyft að nýta hrunið ferðaþjónustunni til framdráttar. Áhugi á landinu einn og sér skilaði ekki miklu ef ekki kæmi til að gengisleiðrétting krónunnar gerir það nú boðlegan valkost fyrir fjölda fólks að heimsækja Ísland. Þar með er hægt að virkja þann áhuga sem umfjöllun um Ísland vekur. Í þessari atvinnugrein, ferðaþjónustu, er krónan tækið til að virkja með og mala gull. Ef við hefðum Evru en ekki krónu hefðum við bara enn eina atvinnugrein í útrýmingarhættu. Og það eru margir fleiri möguleikar til að virkja krónuna með alls kyns framleiðslu og útflutningi. Það eina sem þarf til að ráðast í fleiri krónuvirkjanir er trúverðug stefna stjórnvalda um að styrkja ekki gengi krónunnar. Ég mæli með að ríksstjórnin taki nú af skarið í þessu og taki þessa stefnu svo hægt sé að hefja víðtæka atvinnuuppbyggingu með krónuvirkjunum á traustum og góðum grunni.
Efnahagshrun eykur áhuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála! Orð í tíma töluð
anna (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.