Gaman, gaman.
6.2.2010 | 09:34
Mikið er ég feginn að Þjóðverjar styðja stofnun Evrópuhers. Eins og ég hef tvisvar bloggað um áður er það eitt af aðalmarkmiðum ESB að koma upp sameiginlegum her sem öll aðildarríki eiga að leggja til fé og mannafla. Það verður gaman þegar við Íslendingar eru komnir í ESB að geta stillt okkur upp í stríði við hlið Þjóðverja, þeirrar þjóðar sem hefur líklega í dag næstmest vit og reynslu af styrjöldum í heiminum, næst á eftir Bandaríkjunum. Það verður gaman þegar íslenskir hermenn geta stillt sér upp með hermönnum stórþjóðarinnar sem Hitler leiddi á sínum tíma þegar hann stóð fyrir umfangsmesta stríði sem háð hefur verið á jörðinni. Vonandi hefur Jóhönnu miðað vel áleiðis í vikunni á fundi sínum með Baroso að koma okkur inn í ESB og herinn sem Þjóðverjar hafa ákveðið að styðja.
Þjóðverjar styðja stofnun Evrópuhers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst furðulegt að ekki skuli hafa verið gengið á Jóhönnu með þessar spurningar og þá sérstaklega þetta eina atriði. Á nú að fara að taka upp herskyldu á Íslandi? Munum við hætt að geta rekið okkar eigin utanríkisstefnu? Hvað ef fólk neitar að ganga í herinn? Verður herkvaðning?
Sævar Örn Arason (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 09:49
Sæll Sævar og takk fyrir athugasemdina. Já þetta eru góðar spurningar hjá þér. Hvaða afstöðu hafa menn til hernaðarhluta ESB? Ég er stundum að velta þessu upp hér. Það þegja allir þunnu hljóði þegar minnst er á þetta. Ég er hræddur um að ef við ætlum að vera menn með mönnum í ESB þá þýði það bara útgjöld og mannafla til hermála. Það verður varla hægt að semja um undanþágur frá því þó kannski verði eitthvað rætt við okkur um tímabundnar undanþágur vegna fiskveiða. Þær hafa hvort eð er ekki mikið hernaðarlegt gildi.
Jón Pétur Líndal, 6.2.2010 kl. 09:59
Sælir
Það hefur verið ritað um þessa áráttu í einhvern tíma, og ritaði ég einhverntíma pistil um þetta á mínu bloggi.
Það er svo að EBé sinnarnir hafa bara komið með fá rituð orð við þessarri staðreynd að reynt hefur verið að stofna svokallaðann Evrópuher síðan 1954 jafnvel er lengra síðan.
Hér eru myndir af tignarmerkjum sem búið var að hanna fyrir þennann væntanlega Evrópuher 1954 http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=1000
Þessi hugmynd hefur þróast töluvert síðan og er nú búið að ræða þetta innan EBé í nokkur ár og skrifað undir samþyktir og jafnvel er búið að ákveða hve mikinn mannafla hver þjóð gæti lagt til í startið...
Svona til að sýna fram á hvað menn eru að leika sér með á teikniborðinu og vegna þess að ég er merkjasafnari og áhugamaður um þesskonar hluti get ég bent á fleirri merki fyrir evrópuherinn.
Hér er hugmyndin frá 2001: http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=999
Og svo frá 2002: http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=998
Svo er bara að grafa upp allar helstu upplýsingar um evrópuher á síðum http://www.Wikipedia.org
En varast ber að ekki er allt sem sýnist á þeim síðum og eru EBé sinnarnir á því að allt sem er til þess fallið þar að við ættum ekki að ganga inn í EBé sé lygi...
Það er svo annað að í þjóðfélagi á aldrey að skera niður eftirfarandi: Heilbrygðisþjónustu, Löggæslu, Strandgæslu, og það sem er til þess fallið að ríkið geti starfað eðlilega og haldið þjóð og þjóðfélaginu heilu...
Það verður ekki gaman ef niðurskurður löggæslu verður til þess að ekki sé hægt að verja einusinni stjórn landsins...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 6.2.2010 kl. 14:20
Ekki gleyma því að Ísland er partur af Nato nú þegar og EU her mun engu breyta hér, það mun ekki verða tekin upp herskylda á Íslandi, það er hvergi í vestrænu ríki "herskylda" menn ráða því alveg sjálfir hvort þeir ganga í herinn. Nógur virðist nú samt vera áhugi íslendinga að ganga í her, það eru íslendingar bandaríska hernum og danska hernum af því þeim langar það og lögðu mikið á sig til að komast þangað.
Íslendingar reka friðargæslu í dag, það myndi að öllum líkindum geta orðið okkar framlag. Í dag eru flest EU ríki með sinn eigin her, það er fyrst og fremst verið að tala um að þeir verði sameinaðir undir einum hatti, myndi spara mikla peninga og auka samstöðu. Þetta myndi ekki vera nein auka útgjöld að okkar hálfu, erum nú þegar að eyða peningum í varnarmál.
Það er alveg merkilegt hvað EU andstæðingar mála alltaf skrattann á vegginn með allt sem við kemur EU.
Andstaða við að ísland gangi í EU er fyrst og fremst fáfræði, þjóðrembingsháttur og íhaldssemi. Ekki gleyma því að við erum nú þegar 75% inn í þessu sambandi eins og norðmenn og því mun norski herinn líklegast verða partur af EU hernum.
Gunnar (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 09:26
Sæll Gunnar og takk fyrir athugasemdina. Hún er ágæt þó ég sé nú að sumu leyti ósammála þér. Af því þú vísar í fáfræði máli þínu til stuðnings verð ég að benda þér á að lesa stjórnarskrá ESB til að grynnka á þinni eigin. Þar er ágætlega tilgreint hvað það er sem ESB ætlast til af aðildarríkjunum þegar kemur að hermálum.
Ég hef engar áhyggjur af þeim Íslendingum sem langar að vera hermenn, auðvitað geta þeir gert það því það er víða skortur á svoleiðis hugsandi liði. En ég er nú meira að hafa áhyggjur af þessu vegna þeirra sem vilja ekki vera hermenn en verða kannski skikkaðir til þess.
Ég get nú hvergi séð að þjóðrembingsháttur og íhaldssemi komi við afstöðu minni til inngöngu í ESB. Ég myndi í mínu tilfelli frekar tala um varfærni og skynsemi. Það er furðulegt hvað sumir ESB sinnar vilja ana út í þetta án þess að vita nokkuð hvað þeir eru að gera. Ég tel að það væri samt góð byrjun fyrir okkur öll að leggja niður íslenskuna í hvelli og taka upp annað tungumál, eitthvað mál sem er talað í stóru ESB löndunum svo fólk geti lesið erlendar fréttir og talað við íbúa landanna og kynnt sér þetta samband betur og kosti þess og galla.
Nú er þetta tungumál sem við tölum aðal vopn þeirra sem vilja troða okkur inn í þetta samband áður en fólk áttar sig á og skilur hvað því fylgir. Tungumálið er okkar mesta hindrun og fáfræðitrygging í þessu sem öðru.
Varðandi skynsamleg rök fyrir því að vera utan ESB má nefna Írland, Finnland, Grikkland og Eystrasaltslöndin. Þessi lönd fá nú að kynnast rækilega kostum þess að vera í ESB.
Jón Pétur Líndal, 7.2.2010 kl. 11:28
"Varðandi skynsamleg rök fyrir því að vera utan ESB má nefna Írland, Finnland, Grikkland og Eystrasaltslöndin. Þessi lönd fá nú að kynnast rækilega kostum þess að vera í ESB."
Alltaf öfundsvert að sjá hversu vel ísland stendur þar sem það er fyrir utan. Þessi lönd myndu standa mikið verr ef þau væru ekki í EU.
The Critic, 7.2.2010 kl. 13:00
Sæll Critic og takk fyrir athugasemdina. Það er algengur þankagangur hjá okkur Íslendingum að allt sé ómögulegt hér og miklu betra annars staðar. Þessi óskiljanlega mikli ESB áhugi er einmitt grundvallaður á þessum þankagangi. Eftir því sem heyrist frá Eystrasaltslöndunum t.d. þá segir fólk þar að grunnþörfum samfélagsins, mat, húsaskjóli, menntun og heilbrigðisþjónustu, hafi verið betur sinnt í gamla Sovétinu en ESB. ESB aðildin er nú ekki betri en svo fyrir þessi lönd að þau ná ekki jafnfætis gamla Sovétinu hvað þessi atriði varðar. Við þurfum í sjálfu sér ekki að hafa miklar áhyggjur á Íslandi ef við höfum vit á að bjarga okkur sjálf og hugsa um okkar hag, en ekki einhverra alþjóðlegra fjármálastofnana. Eini möguleikinn til að tryggja hér bjarta framtíð er ef við gerum það sjálf, það verður ekki gert fyrir okkur af ESB, það er alveg öruggt. Hitt er svo annað mál að kannski eru nógu margir Íslendingar nógu vitlausir til að skilja ekki einu sinni þetta.
Jón Pétur Líndal, 7.2.2010 kl. 17:44
Gaman að heyra tal um hversu gott það á að vera í ESB...
Ég tel mig þekkja töluvert til Póllands sem dæmi (á pólska konu og er með býli þar) og var allt gott og lág verð áður fyr.
Núna eða reyndar strax eftir inngöngu Póllands í EBé hækkuðu öll verð í verslunum, nema þá helst áfengi og tóbak sem ýmist stóð í stað eða lækkaði.
Hraði á verðbólgunni var slíkur að laun hafa enn ekki náð að fylgja eftir og gera þð líklega ekki í bráðina.
Eftir stendur að fólkið verður efnaminna eftir hvern mánuðinn sem líður og hvað gerist þá þegar allt fé verður uppurið hjá allmenningi???
Þetta er lýsing á "draumaveröldinni" EBé sem ég fæ mig ekki með nokkru móti að langa í. Þetta er kanski frekar martröð enn draumur?
Með kveðju
kaldi.
Ólafur Björn Ólafsson, 7.2.2010 kl. 23:05
"Hraði á verðbólgunni var slíkur að laun hafa enn ekki náð að fylgja eftir og gera þð líklega ekki í bráðina.
Eftir stendur að fólkið verður efnaminna eftir hvern mánuðinn sem líður og hvað gerist þá þegar allt fé verður uppurið hjá allmenningi???"
Ólafur! Lestu þennan texta sem þú skrifaðir og hverju er hann að lísa?
Hann er að lýsa nákvæmlega ástandinu á Íslandi!
Ísland er með eitt hæsta vöruverð í Evrópu og það mun ekki hækka við inngöngu í ESB heldur þvert á móti lækka allverulega þar sem ofurtollar ríkisins munu leggjast af.
Get ekki séð að verð muni hækka hér á íslandi þar sem við erum með hæsta verð á öllu í allri Evrópu. Líttu á hvernig hlutirnir eru á íslandi. Verð hafa
The Critic, 9.2.2010 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.