Endurtekin stjórnarskrárbrot fyrir bankana.

65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Þetta hér að ofan er úr 65. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.

Skv. þessu eru allir jafnir fyrir lögum. Því hlýtur það að vera svo að ef ríkið ætlar að taka að sér að greiða skuldir sumra, verður það að greiða skuldir allra. Ég vil því biðja ríkissjóð Íslands um að fara að greiða mínar skuldir í sama hlutfalli og skuldir bankanna. Er ekki komið að mér og mínum líkum?

72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Og þetta hér að ofan er úr 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Með því að leggja skatta á suma til að greiða skuldir annarra er verið að brjóta þessa grein. Það er verið að ganga á eignarrétt sumra til að færa eignir til annarra. Og það er örugglega enginn almannaþörf á því. Og þó svo væri þá á að koma fullt verð fyrir, þannig að sú rýrnun sem ríkissjóður stendur fyrir á eignum sumra til að verja eignir annarra er óheimil nema fullt verð komi fyrir. Þetta hlýtur að þýða að ríkið þurfi að greiða okkur skuldurum fyrir það misræmi sem nú er að verða í þróun t.d. fasteignaverðs annars vegar og fasteignalána hins vegar. Með því að tengja verðbætur við flest annað en fasteignaverð er það ríkið sem ber ábyrgð á þessu misræmi og á skv. stjórnarskrá að greiða fyrir það. Eða er það ekki?


mbl.is Ríkið vill eignast Byr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband