Skv. nýrri frétt eru þrjár af 4 stærstu olíulindum heimsins í Írak. Ein olíulind í Saudi Arabíu er ennþá stærri. Nú er verið að semja við nokkur stór olíufélög sem fá nýtingarrétt að þessari olíu fyrir algjört slikk. Með heimsmarkaðsverð á olíu upp á ca. 70 dollara á fatið eru þessi félög að greiða um eða innan við 2 dollara fyrir nýtingarréttinn. Þar að auki er mjög auðvelt að ná olíunni upp þannig að vinnslukostnaður er í lágmarki og hellingur af olíu til staðar. Svona nýta menn annarra auðlindir og hirða hagnaðinn sjálfir. Ég er ekki hissa þó menn spyrni við fótum í þessum löndum. Og eins og oft hefur verið ýjað að er olíuforðinn í landinu eflaust meginástæða innrásarinnar og fjöldamorðanna þarna. Það er greinilegt á þessari frétt að peningalega er stórgróði af þessari olíu og skiptir litlu þó tugir eða hundruð þúsunda manna séu drepnir til að ná olíunni.
En hér er fréttin sem segir okkur nánar af olíubúskap framtíðarinnar.
http://finance.yahoo.com/family-home/article/108651/the-worlds-biggest-oil-reserves
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.