Eintóm sýndarmennska - Alltof fálmkenndar rannsóknir.
26.1.2010 | 13:28
Það virkar auðvitað eins og eitthvað sé verið að taka á málum þegar fréttist af húsleitum í tengslum við viðskipti Exista og slíkra aðila.
En þetta er alltof seint í rassinn gripið. Og það er alltof lítið að gert. Húsleit er bara eitt atriði af fjölmörgum sem hefði þurft að gera fyrir löngu síðan.
Ég ætla bara að hamra hér á því sem ég hef oft nefnt áður undanfarið ár hér á blogginu.
Það á að stinga öllu útrásarliðinu í steininn. Ástæðan er grunur um alls kyns fjársvik, markaðsmisnotkun, málamyndagerninga og spillingu auk þess að staðfest er gríðarlegt tap banka og annarra fyrirtækja í eigu þessara manna og undir stjórn þeirra. Það eitt og sér vekur auðvitað nægar grunsemdir til að setja alla inn á meðan þau mál eru rannsökuð.
Það á að frysta allar finnanlegar eignir þessara aðila. Ástæðan er grunur um að þær séu illa fengnar og þær þurfi að nota til að greiða fyrir tap sem annars lendir á saklausum aðilum, innlendum og erlendum.
Það á að leita uppi allar faldar eignir þessara aðila á leynireikningum og í skattaskjólum. Og það á að rekja upp alla óeðlilega fjármálagerninga og útlán í bönkunum. Rifta þeim gerningum og ná peningum til baka.
Þetta sem ég tel upp hér að ofan eru allt hefðbundnar aðgerðir skv. íslenskum lögum og venjum þegar alvarleg mál hafa komið upp áður. Það er vissulega ekki oft, en ekkert af þessu er án fordæma. Það er alveg stórfurðulegt að nú megi ekki taka á málum með venjubundnum hætti.
Ein og ein húsleit er alveg gagnslaus í þessu ferli. Það er ljóst að spillingin í landinu er þvílík að það er ekki ætlunin að grípa til neinna sérstakra aðgerða út af þessu einu stærsta þjófnaðarmáli í viðskiptasögu heimsins, þegar heilt land hefur verið rænt öllu fé og öllu fémætu á örfáum árum af örfáum aðilum. Það er greinilegt að þeir hafa kunnað tökin á stjórnkerfinu vel miðað við hve algjörlega þeir sleppa við aðgerðir og óþægindi af hálfu yfirvalda.
Þetta lætur þjóðin ennþá bjóða sér, það er enn hægt að ljúga okkur full. Fréttir af húsleitum í dag ættu að þagga niður í okkur í nokkrar vikur eða mánuði. Meira þarf ekki til að við trúum flest að nú eigi að fara að taka á þessu.
Hlutafjáraukning rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
enn þá höfum ðiv enga til að stjórna ef þeim er öllum stungið inn ha ha.
gisli (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 14:36
Sæll Gísli. Jú, við höfum beint lýðræði til að stjórna. Þetta lið er að mestu óþarft og hefur engu stjórnað. Það hefur bara óstjórnað.
Jón Pétur Líndal, 26.1.2010 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.