Þetta er allavegi efni í góða bíómynd!!

Niðurskurður hins opinbera bitnar á öllum utan skjaldborgarinnar frægu. Þar fyrir innan eru fáir útvaldir sem sleppa miklu betur en aðrir. En allir aðrir verða að róa á önnur mið núna. Ég hef fulla samúð með þeim fjölmörgu hópum sem missa spón úr aski sínum, jafnvel allan askinn, út af þessari ríkisstjórn sem hefur valið að borga fyrir útrásarvíkinga svo þeir geti lifað sem kóngar með hirð sinni í útlöndum. Það er ekkert skorið við nögl það sem er borgað fyrir þessa kónga og glæpamenn eins og Jón Ásgeir Jóhannesson og einhverja vogunarsjóði og háttsetta erlenda bankaræningja sem verða að fá sitt, hvað sem tautar og raular. Það er ekki virðingu fullvalda þjóðar samboðið að standa ekki við skuldbindar sínar, sem enginn virtist vita um fyrr en rukkunin kom, gagnvart alþjóðlegum seðlaprentsmiðjum og óprúttnum fjármálavafningafyrirtækjum. Samt komu peningarnir aldrei hingað. Nei, en af því að nokkrir Íslendingar voru sendlar og sölumenn í þessu ævintýri þá tapaði þjóðin allavega 17 000 000 000 000 000 krónum. Af þessu má víst afskrifa helling af matadorpeningum en samt þarf að nota öll verðmæti sem til eru í landinu og gott betur til að borga restina.

Er þetta ekki bara efni í helv. góða bíómynd?? Lítið á jákvæðu hliðarnar og gerið nú góða mynd um þetta. Það hlýtur að vera hægt þó hún verði kannski svoldið fátækleg að sumu leyti.


mbl.is Fordæmislaus niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband