Hlutabréfamarkaðurinn er krabbamein viðskiptalífsins.
22.1.2010 | 18:20
Það er furðulegt að hlutabréf í bönkum skuli lækka við það að setja eigi skárri reglur um starfsemi þeirra. En þessar reglur ganga m.a. út á að takmarka stærð fjármálafyrirtækja þannig að óhætt verði að láta þau gossa í gjaldþrot þegar stjórnendur hafa klúðrað málum í stað þess að leyfa fyrirtækjunum að verða svo stór að ríkissjóðir neyðist til að bjarga þeim. Þetta verðfall á mörkuðum núna vegna þessara aðgerða bendir til að markaðurinn hafi lítið traust á sjálfum sér og treysti fjármálafyrirtækjum illa til að standa á eigin fótum án framtíðaráskriftar að ríkisaðstoð.
Þetta sýnir vel hvílíkt krabbamein fjármálastarfsemi heimsins er orðin. Þetta er mein sem leggst á allt þjóðfélagið, hvort sem það er í USA eða á Íslandi. Þetta kerfi þarf að endurbyggja frá grunni. Heimurinn gengur ekki án peninga og hann gengur heldur ekki ef fjármálfyrirtækin bera enga virðingu fyrir peningum og háma þá í sig eins og sælgæti í stað þess að geyma þá fyrir rétta eigendur þeirra og endurlána gegn sanngjarnri þóknum eins og þeim ber með réttu að gera.
Þetta einfalda grunnatriði í bankastarfsemi, að fara vel með peningana, virðist löngu gleymt í bönkunum. Nú gengur allt út á að stela sem mestum peningum og láta svo aðra borga. Þetta er krabbamein fjármálastarfseminnar sem þarf að skera hraustlega í.
Obama hefur áhrif á hlutabréfaverð í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábært hjá þér Jón þetta er einmitt málið!
Sigurður Haraldsson, 22.1.2010 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.