Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bara drukkið fólk sem mismunar eftir kynþáttum.

Þetta var gott hjá meirihluta borgarstjórnar hinnar gömlu höfuðborgar Íslands.  Borgarstjórnin telur greinilega að það sé vínið sem veldur því að fólki er mismunað eftir kynþáttum.  Ef svo er þá er bara besta mál að þurrka Dani vel upp svo þeir hætti alveg kynþáttamismunun.  Enda er það út af fyrir sig mismunun að leyfa yfirhöfuð nokkra drykkju í landinu þegar þangað flykkjast nú t.d. múslimar sem mega alls ekki drekka og frábiðja sér alveg slíka siði.  Það hlýtur því að stefna í algjört áfengisbann fljótlega í Danmörku svo engum verði nú mismunað í þeim efnum í landinu!!

 


mbl.is Ekkert vín á rasistaskemmtistöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsagnir Helga.

Það kemur margt gott fram í máli Helga Magnússonar. En hann er samt í mótsögn við sjálfan sig þegar hann hefur áhyggjur af refsigleði og hatri Íslendinga. Málið snýst ekki um það, heldur það að það verða engar framfarir á Íslandi, við komumst ekkert áfram ef ekki verður þverfótað fyrir glæpamönnum í viðskiptalífi landsins. Án smá hreinsunar á glæpagengjum og endurbóta á viðskiptasiðferði þarf ekkert að hugsa neitt frekar fram í tímann. Ef við ætlum að halda áfram á sömu braut með sömu aðilum og settu hér allt á hausinn þokumst við ekkert fram á við.

Þetta þarf Helgi að skilja. Til að koma atvinnugrein sinni, íslenskum iðnaði, á skrið aftur þarf Helgi að taka á með almenningi í þeirri viðleitni að koma glæpamönnum bak við lás og slá og bæta siðferði atvinnulífsins og ryðja þannig úr vegi helstu hindrunum til framfara í landinu.


mbl.is Enn föst í viðjum hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur og Jóhanna plata Íslendinga með Icesave, fréttaskýring.

Hér rakst ég á ágætis fréttaskýringu í Kaiser-report frá 6. mars. sl. um hvernig Björgólfur Thor, sem þarna er talinn vera snilldar svindlari, og Jóhanna Sigurðardóttir eru að plata Íslendinga til að borga Icesave og þannig láta Íslendinga halda áfram að borga fyrir menn sem hafa hagað sér sem efnahagslegir hryðjuverkamenn.  Fram kemur að þjóðin sé ekki ánægð með að borga þetta eftir að hafa verið rænd öllum auði sínum af fáum glæpamönnum.

Ef þið nennið ekki að hlusta á umfjöllun um aðra snilldar svindlara í þessu myndbandi þá skulið þið fara 2:25 mínútur inn í myndbandið þar sem umfjöllun hefst um Icesave svindlið og Björgólf.  Þessu lýkur svo á ca. 5:40 eftir að búið er að lýsa því að Jóhanna styðji áframhaldandi þjófnað frá íslensku þjóðinni.

 


Matarverð erlendis kemur í veg fyrir að ég geti flutt úr landi.

Ég hef verið að leita hófanna með að koma mér fyrir í öðru landi. Er búinn að kynna mér verðlag á ýmsum nauðsynjum í nokkrum Evrópulöndum til að finna út hvort ég muni komast betur af þar eða hér.

Það sem mér finnst athyglisvert er að erlendis virðist flest vera ódýrara en á Íslandi nema matur og orka. Flugferðir, raftæki, ýmsar byggingavörur, áfengi og leigubílar er á betra verði þar sem ég kannaði málið erlendis. Almenn matvara, hvort sem er í verslunum eða á veitingastöðum er hins vegar mun ódýrari á Íslandi. Einnig húshitun og húsaleiga.

Það er undarleg tilviljun að matvara og húshitun og húsaleiga, sem allt eru innlendar afurðir á Íslandi skuli vera ódýrari en t.d. í Frakklandi og á Spáni á meðan það sem við flytjum inn eins og símar, tölvur, sjónvörp og byggingavörur er miklu dýrara hér. Það gefur ekki tilefni til að ætla að Íslendingar spari á að flytja inn landbúnaðarvörur.

Raunar er matarkostnaður í Frakklandi og á Spáni svo hár að ég treysti mér ekki til að halda þyngd í þessum löndum m.v. þær tekjur sem ég gæti mögulega aflað mér þar. Verð því að leggja á hilluna í bili áform um að flytja úr landi.

Þannig að ég styð bændur. Er alveg sammála þeim og tel það mikilvægara að halda í góða atvinnugrein í landinu en að ganga í alþjóðasamtök til að íslenskir stjórnmálamenn geti fengið montstöður í útlöndum.


mbl.is Ítreka andstöðu við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við tryggja Icesave eftirá?

Það er bara fínt að Breska fjársvikalögreglan telur Edge reikninga Kaupþings í London hafa verið nógu mikið svindl til að handtaka stóra glæpaklíku í dag og yfirheyra fram á kvöld.

Þetta kemur sér vel núna þegar Íslendingar eru alveg að fara að kaupa það skv. könnun frá nýlega endurreistu Capacent að best sé að borga Icesave.

Málið er að Icesave og Edge var sett upp með hliðstæðum hætti. Hvort tveggja var svikamylla því lofað var ávöxtun sem ekki var hægt að standa við og að innlánin væru tryggð. Það er núna fyrst verið að reyna að tryggja Icesave innlánin eftirá með því að fá þjóðina til að borga þau. Það vita það allir skynsamir Íslendingar að þú tryggir ekki eftir á. Icesave var þó verra en Edge að því leytinu að um mun hærri fjárhæðir og erfiðari endurgreiðslur er þar að ræða.

Rannsóknin á Kaupþingi og Edge ætti því að duga til að sýna fólki fram á að Icesave dæmið er svindl og glæpamál. Það eru engin pólitísk eða lagaleg rök fyrir því að heil þjóð borgi fyrir svindl Landsbankans í útlöndum eftir að hann komst í einkaeigu Björgólfs Thors og félaga hans.

Þegar menn fara að átta sig betur á þessu þá dofnar viljinn til að borga Icesave.


mbl.is 63% styðja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru konur að tala sjálfar sig niður??

Af hverju eru konur að kalla sjálfar sig druslur? Þegar Birgitta Birgisdóttir segir að persónan sem hún leikur sé pínu drusla, gæti hún alveg eins sagt að persónan sé dáldið frjálsleg eða tækifærissinnuð o.s.frv.

Það er alveg óþarfi að konur kalli sjálfar sig, eða persónur sem þær leika, druslur þó þær hagi sér á svipaðan hátt og karlar myndu gera. Karlarnir finna jákvæðari orð fyrir hegðun sína og hæla sér svo af, hvort sem ástæða er til þess eða ekki. Er þetta ekki jákvæð fyrirmynd úr hegðun karla sem konur mættu taka upp í stað þess að tala sjálfar sig niður?


mbl.is „Hún er pínu drusla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm að Íslendingar komist ekki með tærnar þar sem Bretar hafa hælana í þessum málum.

Það voru út af fyrir sig góðar fréttar að þessi glæpamafía var handtekin í dag. Ekki er ég að meina að ég vilji vera vondur við þessa gangstera sem voru handteknir og færðir til yfirheyrslu, en þeir hafa svo sannarlega unnið til þessa með svindli sínu og svínaríi til margra ára.

Það er hins vegar neyðarlegt að á Íslandi er ennþá upplausnarástand meðal stjórnvalda og saksóknara sem ekkert frumkvæði sýna ennþá gagnvart glæpasamtökum sem hafa vaðið hér uppi um árabil og settu landið á hausinn með skipulögðum glæpum. Upplausin hér er svo algjör að þrátt fyrir að allir sjái hvað gerst hefur gera stjórnvöld ekkert til að hindra að glæpastarfsemin haldi áfram. Almenningur er rændur sem aldrei fyrr í viðskiptum sínum við fjármálastofnanir. Verðlaus lánasöfn bankanna eru innheimt af fullum þunga án nokkurra sýnilegra afslátta til annarra en sérstakra útrásargæðing og skila bönkunum aftur metgróða þrátt fyrir að hafa vælt út neyðaraðstoð ríkisins við þá fyrir nokkrum árum með beinni fjárhagsaðstoð til endurreisnar. Gömul uppgreidd lán á almenning eru nú endurreiknuð og endurvakin og aftur farið að innheimta þau eins og allnokkur dæmi eru víst um! Eingreiðslur og ofurlaun eru komin aftur til stjórnenda bankanna. Stjórnmálmenn stinga hausnum í sandinn, fjármálaráðherra er ævinlega hissa á öllu sem gerist og telur skattlagningu hina endanlegu lausn allra mála. Ríkisforstjórar hlusta ekkert á forsætisráðherra um hömlur á launagreiðslur þeirra og skammta sér sjálfir ofurlaun frá ríkissjóði á meðan þeir auka vinnuálag og lækka laun starfsmanna sinna.

Óhætt er að segja að stjórnvöld eru alveg úti á þekju í öllu sem máli skiptir. Pólitíska spillingin tryggir ágætlega að engar róttækar breytingar á stjórnarfari koma frá Alþingi. Á Íslandi eru forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar jafn vitlausir og Gaddafi þegar hann segir að óánægðir landsmenn séu bara hryðjuverkamenn og útsendarar Al Qaida. Hér segja landsfeðurnir að allt sé í góðum gír og Ísland á blússandi ferð upp úr öldudalnum þó allar hagtölur, vaxandi mínus ríkissjóðs, atvinnuleysi, skattpíning, eldsneytisverð og ósnertanlegar glæpaklíkur sýni að veruleikinn er annar.

Það hlýtur hver maður með hálfa meðalgreind eða meira að sjá að ef ekki verður veruleg hugarfarsbreyting á Íslandi þá á landið sér engrar viðreisnar von.

Það sem hér þarf að laga er í raun ekki svo flókið.
1. Stjórnmálamenn þurfa að fara að vinna fyrir kjósendur, taka almannahag fram yfir eigin hag og sérhagsmuni.
2. Það þarf að koma lögum yfir glæpaklíkur, bankaræningjar af öllum gerðum meðtaldir. Þannig þarf að gera menn jafna fyrir lögum, óháð efnahag og stöðu.
3. Það þarf að ballansera atvinnulífið með þvi að hætta að sortera út öll verst reknu fyrirtæki landsins og láta ríkissjóð bjarga þeim með einum eða öðrum hætti til að þau geti drepið niður öll skynsamlega rekin fyrirtæki. Gildir þá einu hvort við tölum um fjármálafyrirtæki eða önnur.
4. Það þarf að setja skýrar reglur um fjármálaviðskipti svo lánþegar afsali sér ekki fjárræði sínu til banka í hvert sinn sem þeir eiga viðskipti við hann eins og nú er í raun. Gengistrygging, verðtrygging, breytilegir vextir, veð og allsherjarveð fyrir annan samningsaðilann og engar tryggingar fyrir hinn getur ekki gengið upp ef viðskiptin eiga að vera sanngjörn.
5. Það þarf að setja nýja stjórnarskrá fyrir landið þar sem settur er ákveðinn rammi um lágmarksréttindi landsmanna sem verður ekki rutt úr vegi með mismunandi skammtímaáherslum stjórnmálamanna. Í stjórnarskrá þarf líka að tryggja þjóðinni að hún marki raunverulega stefnu um sín mál og eigi síðasta orðið í öllum mikilvægum málum.
6. Það þarf að setja eina reglu um frelsi og forsjá einstaklinga og fyrirtækja almennt. Hún er sú að frelsið og forsjáin skaði ekki almannahag. Það hefur reynst dýrkeypt að hafa hömlulítið frelsi að leiðarljósi í viðskiptum og rekstri, á sama hátt og það hefur reynst illa að stjórna öllu. Næst ætti að reyna að stilla þetta af út frá almennum hagsmunum. Það eru þeir hagsmunir sem koma flestum best.
7. Það þarf að setja lög í landinu, sambærileg við hryðjuverklögin í Bretlandi og víðar, sem gera stjórnvöldum kleyft að taka almennilega á neyðarástandi sem getur komið upp vegna skipulagðrar glæpastarfsemi í landinu og annarra illviðráðanlegra ástæðna.
8. Það þarf að grafa undan pólitískri spillingu með því að setja hámarkstíma á þingsetu einstaklinga og tengja líftíma ríkisstjórna við kosningaloforð með reglulegum samanburði á kosningaloforðum og efndum.
9. Það verður að tryggja heimildir til þungra refsinga við stjórnarskrárbrotum.
10. Það verður að koma á gagnsæi í stjórnkerfinu öllu svo almenningur geti verið upplýstur á hverjum tíma um hvað er að gerast í þjóðfélaginu.

Nú vantar okkur bara að bíða eftir að ástandið í landinu versni heilmikið ennþá svo fólk fari að knýja fram breytingar.


mbl.is Handtökur spilltu veislunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafyrrtur furðufugl.

Hvað er eiginlega að Steingrími. Hann er búinn að vera á þingi í 28 ár og ekki enn búinn að læra að hann er þingmaður kjósenda en ekki þingræðisins. Hann skilur ekkert hvað svona hugtök eins og þingræði þýða. Virðist halda að það feli í sér alræðisvald og einræði þeirra sem komast til valda á hverjum tíma.

Steingrímur mun aldrei læra pólitík til fullnustu úr því hann er ekki kominn lengra á 28 árum í þessu námi.

Pakkaðu nú saman Steingrímur. Sýndu landsmönnum smá virðingu og stattu upp úr stólnum þínum. Leiddu Jóhönnu með þér úr stjórnarráðinu. Ykkar tími er liðinn.


mbl.is Vonsvikinn og undrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhjálparkerfi bankaglæpamanna og stórsvindlara (Icesave).

Ég nenni nú ekki orðið að blogga mikið hér á blog.is. Síðan virðist vera alveg að drepast eins og flest hjá Mogganum um þessar mundir.

En stenst samt ekki mátið að setja hér inn nokkrar línur um ákvörðun Ólafs Ragnars um að vísa lögum um samhjálparkerfi bankaglæpamanna og stórsvindlara (Icesave)í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er furðulegt fólk sem finnst það skrítið að forseti Íslands vilji bera það undir landsmenn hvort þeir vilji ríkisvæða skuldir misheppnaðra fjárglæfrafyrirtækja. Það er einmitt það sem Icesave gengur út á. Icesave kemur íslensku þjóðinni ekkert við, þetta er ekki skuldbinding Íslendinga. Þess vegna er það lágmarks kurteisi stjórnmálamanna við almenning að spyrja um leyfi eigi að skattleggja almenninginn til að greiða fyrir þessa glæpastarfsemi. En flestir stjórnmálamenn kunna enga mannasiði, þeir haga sér flestir verr en hundar og svín. Ólafur kann þó þessa siði. Því hefur hann ákveðið að spyrja væntanleg fórnarlömb hvort þau vilji vera fórnarlömb og greiða fyrir þetta bankasvindl með skattaskjaldborg og samhjálparkerfi fyrir bankamenn svo þeir geti haldið áfram í friði að ljúga, svíkja og stela af almenningi.

Mér finnst að Ólafur hefði átt að reka ríkisstjórnina frá völdum, hann er hvort eð er að segja þeim að þau séu ekki starfinu vaxin. Það hefur engan tilgang að hafa í landinu ríkisstjórn sem svínar stöðugt á almenningi og eyðir allri sinni orku og púðri í að verja glæpamenn og svindlara vegna gamalla hagsmunatengsla. Ég er því ekkert sérstaklega upprifinn yfir þessari ákvörðun Ólafs, tel að hann hefði átt að ganga miklu lengra. Hefði hann rekið ríkisstjórnina, sem er hvort eð er gagnslaus, þá hefði verið hægt að kjósa nýja ríkisstjórn og nýtt stjórnlagaþing og um Icesave í einum og sömu kosningunum. Þannig hefði almenningur fengið tækifæri til að taka á þremur klúðursmálum á einu bretti. Það er hagkvæmara en að vera að lufsast með eitt og eitt mál í einu.

Varðandi Icesave aftur, þá er svo að þessi síðasti samningur var bölvað svindl gegn almenningi. Í hann vantaði allt sem máli skipti, eins og að semja um sameiginlega rannsókn Íslands, Bretlands og Hollands á svikamyllunni og samstarf þessara landa um að koma glæpamönnunum bak við lás og slá. Það hefur verið fjallað um að ákvæði um að hafa hendur í hári glæpamannanna var tekið út úr lögunum sem Ólafur hefur nú hafnað að skrifa undir.
Ég hef undir höndum tölvupósta sem sanna það enn frekar að samninganefnd Íslands í Icesave málinu má ekki hrófla við glæpamönnunum sem settu Ísland á hausinn!!
Ríkisstjórn Íslands takmarkar það að reynt sé að grípa til aðgerða gegn verstu glæpaforingjum Íslands!! Þetta er til á pappír, ég skal senda þetta þeim sem vilja birta gögnin og fjalla frekar um þau.
Það er ljóst að í ríkisstjórn Íslands er fólk sem hefur aðra hagsmuni en almannahagsmuni að leiðarljósi í störfum sínum. Það þarf að koma þessu liði frá. Í mörgum löndum væri það nú þegar búið og gert. En á Íslandi gerir enginn neitt. Spillingin blómstar því áfram á kostnað almennings sem heldur áfram að halda þessu kerfi gangandi með því að kjósa sama liðið aftur og aftur. Og hlusta á sömu spekingana aftur og aftur segja sér hvað megi og hvað megi ekki kjósa í þessu landi.


mbl.is Breytt stjórnskipan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðugt aðhald.

Það er bráðsniðugt að í Bandaríkjunum skuli menn fá hlutdeild í dæmdum sektum fyrir að koma upp um óeðlilegt okur. Þetta sniðuga fyrirkomulag kostar nú Actavis um 20 milljarða króna.

Það væri sennilega ekki vitlaust að taka þetta ráð upp á Íslandi, landi okurs og samráðs og spillingar. Þannig mætti veita helstu fyrirtækjum landsins gott aðhald. Árvekni kúnnana er þá þeirra hagur og okur fyrirtækjanna þeirra tap þegar upp er staðið.


mbl.is Greiði 20 milljarða sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband