Færsluflokkur: Bloggar
Nærri 100 þús kall á hvern þáttakanda - algjört sukk.
9.11.2010 | 14:40
Þetta var dýr þjóðfundur, ég er sammála því. Það er sagt að pláss á Litla Hrauni kosti um 30 þús. kr. sólarhringurinn pr. mann. En þessi þjóðfundur er að kosta nærri 100 þúsund krónur dagurinn og engin gisting greidd. Það er ansi mikið. Var ekki þjóðfundarfulltrúum greiddar 15 þús. krónur hverjum? Það hefur þá farið mikill kostnaður í eitthvað annað þarna.
Ég er tíl í að vera launalaus á stjórnlagaþingi í 2-4 mánuði, ég er hvort eð er með reynslu af því úr mínum störfum að hafa stundum ekkert fyrir mína vinnu.
Mér finnst að ekki eigi að vera svona dýrt fyrir skattgreiðendur að menn komi skoðunum sínum og hugsjónum á framfæri. Ég vona að 522 frambjóðendur hafi önnur markmið en að sólunda skattfé með framboðum sínum. Ég veit að það er ekki það sem ég stefni á.
Vonandi tekst þeim sem undirbúa stjórnlagaþing að sýna eðlilega aðhaldssemi í útgjöldum vegna þess. Hingað til mætti halda að þetta sé allt sett upp sem tekjuöflun fyrir einhverja sem ég veit ekki ennþá hverjir eru.
Ef þið viljið koma áliti ykkar á framfæri varðandi laun ráðamanna og annarra sem vilja hafa áhrif á stjórnarskrá landsins og stjórn þess, endilega farið inn á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Þjóðfundurinn kostaði 91,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Skuldaaukningin er betri mælikvarði en lánsfjárþörfin.
9.11.2010 | 12:02
Þetta eru háar fjárhæðir sem ríkin þurfa að taka að láni, en segir ekki alla söguna. Eitthvað af þessu fer í að endurgreiða eldri lán. Það væri fróðlegt að vita eitthvað um raunverulega skuldaaukningu ríkjanna á milli ára. Þá sést hvert stefnir í raun. Það er það sem skiptir mestu að vita.
Hins vegar er alveg ljóst að það eru mikil fjárhagsvandræði og óstöðugleiki framundan því nokkur ríki eru nú svo skuldsett að þau ráða ekki við skuldirnar nú þegar.
Ef þið viljið setja í stjórnarskrá einhverjar reglur um það hvað íslenska ríkið má skuldsetja sig og hvernig það má standa að því þá komið með tillögur á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Ríki þurfa mikið fjármagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mismunun ójafnaðarmannaflokksins Samfylkingarinnar.
9.11.2010 | 11:33
Afstaða efnahags og viðskiptaráðherra staðfestir það vel að jafnaðarmenn á Íslandi eru í raun ójafnaðarmenn. Hann vill að bankarnir haldi sinni verðtryggingu og fái að auki að innheimta að fullu lán sem þeir fengu fyrir u.þ.b. hálfvirði.
Á sama tíma vill hann lítið hlusta á þá sem eiga að borga þessi lán. Þeir fá ekki að verðtryggja launin sín, þeir fá ekki niðurfellda verðtryggingu af lánum sínum, þeir fá engan slaka. Þetta er ójafnaðarstefna af verstu sort. Þetta vil ég ekki sjá á Íslandi, hvorki þessa stefnu né rugludallana sem reyna að selja okkur hana.
Ég vil taka upp á stjórnlagaþingi ákvæði um bann við verðtryggingu, eða að annaðhvort verði allt verðtryggt eða ekkert. Verðtrygging á sumt en ekki annað er bara aðferð til mismununar og fjármagnsflutninga, hún er skerðing á eignarrétti sumra, bónus á eignarrétt annarra.
Ef þið viljið leggja eitthvað til þessa máls setjið þá hugmyndir ykkar inn á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Lýsa furðu yfir málflutningi ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona á standa að menningarmálum.
9.11.2010 | 10:19
Það er gaman að sjá hvernig Iceland Airwaves er að stækka sem menningarviðburður og stefnir í að þarna sé að verða til sjálfbær menningarviðburður og menning sem fólki finnst þess virði að kynna sér. Þannig finnst mér að menningin eigi að vera.
Nú á eftirránsárunum höfum við Íslendingar ekki efni á miklum útgjöldum til menningarmála og verðum því að leita nýrra leiða til að fjármagna menninguna ef vilji er til að halda henni úti. Þá er að sjálfsögðu rétt að taka til fyrirmyndar viðburði sem eru ekki bara byrði á skattgreiðendum heldur líka gjaldeyrisaflandi og helst sjálfbærir. Slíka viðburði þarf að nota sem nýtt módel fyrir rekstur menningarlífsins. Mér sýnist að Iceland Airwaves sé slík fyrirmynd.
Ef þið hafið hugmyndir um tengingu menningarmála í stjórnarskrána þá setjið þær inn á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Yfir 2.000 erlendir gestir á Airwaves | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Félagið komið á gjörgæslu á gamalsaldri.
9.11.2010 | 09:55
Það er ótrúlega líkt með mannfólkinu og fyrirtækjum hvað heilsan versnar oft með árunum.
SÍS og kaupfélögin flest hver voru í kring um 70-100 ára aldurinn þegar þau félög fóru að týna tölunni. Fjárhags- og rekstrarleg heilsa þeirra versnaði svo um munaði og leiddi mörg þessi félög í dauðadá eða algjöran dauða.
Bankarnir okkar þoldu aldurinn líka illa og dóu fyrir 2 árum. Íslandsbanki-Glitnir hafði átt við langvarandi heilsufarsvanda að etja og hafði eigilega dáið nokkrum sinnum áður.
Eimskip og gamla kolkrabbaveldið náði líka háum aldri áður en það veiktist alvarlega og svona mætti lengi telja.
Sum félög hafa reynst vera með alvarlega fæðingargalla, eins og t.d. Bónus og allt það kennitölusafn sem óx upp af því félagi eins og krabbamein, sem er þess valdandi að þau eru nú þegar á unga aldri komin á fjárhagslega gjörgæsludeild ríkis og skattgreiðenda.
Alltaf virðist liggja að baki þessum heilsubresti gamalgróinna félaga að þau fara í verkefni sem þau ráða ekki við, þau halda að þau séu hraustari en þau í raun eru. Rétt eins og fullorðið eða gamalt fólk sem heldur að skrokkurinn sé ennþá í toppformi og þoli allt það sem hugurinn girnist að gera. En þannig er það ekki. Fólk og fyrirtæki eru alltaf viðkæm, það þarf alltaf að fara með gát og ætla sér ekki um of, sama hvað menn hafa getað gert áður.
Nú heldur Orkuveitan upp á 80 ára afmæli á gjörgæsludeildinni. Ég óska fyrirtækinu til hamingju með afmælið og vona að það nái sér af veikindunum.
Eigum við að setja í stjórnarskrá einhverjar takmarkanir á útgjöld ríkisins til heilbrigðismála stórfyrirtækja, björgunar þeirra, endurreisnar og ríkisábyrgða fyrir þau? Komið með tillögur á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Hitaveitan 80 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða aðstæður hafa breyst í aðgerðaleysinu??
9.11.2010 | 00:41
Hvað er Jóhanna að fara með að tala um breyttar aðstæður sem forsendu fyrir viðræðum við AGS um skuldavanda heimilanna? Ég sé ekki að aðstæður þar hafi neitt breyst frá því fyrst var rætt við AGS. Allan þann tíma hafa þessi mál verið látin drasla í algjöru aðgerðaleysi.
Hins vegar hefur kannski verið búin til dálítil sögufölsun á meðan málið draslar. Það er látið sem heimilin séu í skuldavanda þegar í raun er um að ræða okurvanda og mismununarvanda.
Okurvandinn er sá að bönkunum er leyft að okra á skuldurum að vild og af algjöru ábyrgðarleysi, það er ekkert hömluleysi á því hvernig bankarnir fá að hirða af skuldurum þeirra eigið framlag til húsnæðiskaupa t.d. og halda svo áfram að heimta meira og meira eða taka að lokum eignirnar af fólkinu þegar búið er að hirða framlag þess til kaupanna.
Mismununarvandinn er sá að það er mismunandi hvort verðtrygging er í gildi á Íslandi eða ekki. Skuldir eru yfirleitt verðtryggðar, launin aldrei. Þetta er mismununarvandi vegna þess að menn þurfa að nota óverðtryggðu og ótryggu launin til að borga verðtryggðu og veðtryggðu skuldirnar.
Spurningin snýst um að taka upp heilbrigt viðskipta- og stjórnmálasiðferði á Íslandi. Það er skammarlegt af forsætisráðherra að niðurlægja skuldara með því að tala um skuldavanda þeirra þegar búið er að stela af þeim öllu eigin fé þeirra og oft á tíðum afrakstri mikillar vinnu og erfiðis og heimta svo í framhaldinu enn meira eða að menn missi eignir sínar ella. Hún á að tala um og taka á mismunun og vondu viðskiptasiðferði. Hún er í góðri aðstöðu til þess ef hún vill láta gott af sér leiða.
Vill einhver setja reglur um það í stjórnarskrá hve mikið má okra á fólki eða mismuna því með verðtryggðum útgjöldum og óverðtryggðum launum? Komið með hugmyndir á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Rætt við AGS um breyttar aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins með íslensku bankana.
8.11.2010 | 23:35
Ég held að íslensku bankarnir hafi ekki heldur tekið hagnað fram yfir öryggi. Þeir sögðu allavega viðskiptavinum sínum fram á síðasta dag að þeir væru öruggir og að innistæðurnar væru öruggar og að það væri örugglega gott að eiga hlutabréf í þeim. Þeir voru ekkert að segja viðskiptavinum að það væri verið að plata þá í hagnaðarskyni. Svo fóru þeir örugglega á hausinn öruggir um að skattgreiðendur myndu taka skellinn en ekki eigendur og stjórnendur bankanna.
Þannig tóku þeir öryggi fram yfir hagnað þegar þeir voru búnir að greiða sér út hagnaðinn.
Tóku ekki hagnað fram yfir öryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ísland í neðsta sæti, í samræmi við árangur í efnahagsmálum.
8.11.2010 | 22:19
Er það tilviljun að Íslendingar verma botnsætið í Eystrasaltskeppni í stærðfræði?
Er það tilviljun að þjóðin sem hýsir banka og fjármálakerfi sem hrundi eins og spilaborg 2008 er sú lélegasta í stærðfræði í þessari keppni.
Maður veltir nú fyrir sér hvort ekki er samhengi þarna á milli. Ég er reyndar fullviss um að svo er því ég sé ríkisstjórnina og ýmsa fræðmenn reyna að reikna okkur út úr kreppunni með alls konar dæmum sem geta ekki gengið upp. Sömu menn eru líka að reikna heimilin út úr sínum vanda með því að láta þau borga meira en þau afla, hvernig sem fara á að því.
Það er enginn vafi á því að útreikningar okkar helstu sérfræðinga, ráðamanna og viðskiptajöfra fyrir og eftir kreppu hafa engan veginn staðist.
Eigum við að setja einhverja stefnu um menntun þjóðarinnar í stjórnarskrá?
Ef þið hafið tillögur um slíkt eru þær vel þegnar.
www.austurvollur.is
www.almannathing.is
Eystrasaltskeppninni í stærðfræði lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jón er stórskrýtinn, samt er stundum glæta í honum.
8.11.2010 | 20:45
Það verður að viðurkennast að annar eins borgarstjóri og Jón Gnarr hefur ekki sést í Reykjavík áður. Hann virðist yfirleitt ekki mjög upptekinn af borgarmálum, frekar ýmsum perónulegum pælingum og því hvernig hann á að haga sér sem borgarstjóri.
En það er samt tiltölulega mikil ró yfir borgarmálunum miðað við það sem oft hefur verið. Meira að segja eftir uppsagnirnar á OR hefur lítið gengið á í borgarstjórn. Hann virðist því hafa einhver róandi áhrif á borgarpólitíkina.
Og þó Jón Gnarr sé alls ekki að eyða miklu púðri í borgarmálin þá koma stundum ljósir punktar frá honum, eins og það að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Það er annað skíðasvæði sem borgin rekur í Skálafelli og í sjálfu sér ætti að vera nóg að reka eitt skíðasvæði fyrir Reykvíkinga þessa fáu daga eða vikur sem hægt er að renna sér á skíðum.
En vegna þess hve Jón Gnarr er sérstakur vaknar spurning um það hvort við ættum að setja í stjórnarskrá einhverjar sérstakar kröfur til Borgarstjóra, rétt eins og forseta. Er í lagi að menn eins og Jón Gnarr geti verið borgarstjóri eða er það ekki í lagi?
Þeir sem vilja koma með hugmyndir um þetta fyrir stjórnlagaþing mega senda þær inn á:
almannathing.is
austurvollur.is
Geimvera í íslenskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hin endanlega lausn á öllum vandamálum innan seilingar?
8.11.2010 | 17:15
Ég er aðallega feginn að þessi miklihvellur var svo lítill að hann sprengdi ekki jörðina í tætlur eða skapaði nýjan heim. Miklhvellurinn sem menn telja sig hafa verið að líkja eftir er talinn hafa skapað alheiminn eins og hann er þekktur í dag, hvað sem menn hafa nú fyrir sér í því annað en fræðilegar kenningar.
Þetta er því alls enginn miklihvellur, hvernig sem á málið er litið, hvorki minniháttar né annarskonar. En kannski væri hægt að kalla þetta einhverskonar plathvell, sem betur fer var þetta nú ekki meira en það.
Það er hins vegar umhugsunarefni hvort vísindin þróast nú svo hratt framávið að menn geti hugsanlega bráðum búið til alvöru miklahvell. Þá þarf í raun ekki að hafa neinar áhyggjur af offjölgun mannkyns eða gróðurhúsaáhrifum eða neinu öðru. Þegar allt er komið í tómt klúður er bara hægt að gera annan miklahvell og búa til nýjan heim, rétt eins og að endurræsa tölvuna þegar hún virkar ekki almennilega lengur. Kannski verður nýr manngerður miklihvellur endanleg lausn mannkynsins á öllum okkar mistökum hingað til.
Eigum við að setja í stjórnarskrá Íslands eitthvað um afstöðu okkar til vísindastarfs af þessu tagi?
Komið með tillögur á:
almannathing.is
austurvollur.is
Minniháttar miklihvellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)