Færsluflokkur: Bloggar
Mín nöldrar aldrei í mér.
16.6.2010 | 19:33
Ég var nú alveg hreint steinhissa á að breskar konu nöldri svona mikið í eiginmönnum sínum. Mín er að vísu íslensk en ekki bresk en hún hefur ekki nöldrað í mér í mörg ár samfleytt. En svo las ég áfram og sá að upp voru taldar helstu ástæður fyrir nöldrinu í kellingunum. Þá fór ég að skilja þetta betur. Karlar hafa náttúrulega alls konar leiðinlega siði sem eðlilegt er að nöldrað sé yfir, sérstaklega þegar konurnar þurfa að horfa upp á að kallinn þeirra gerir allt það sem er á þessum topp 10 lista yfir nöldurefni. Ég er sem betur fer laus við flest af þessu eins og ég geri betur grein fyrir hér á eftir.
Topp 10 algengustu nöldurefni kvenna:
1. Þrif heimilisins - Ég þríf aldrei heimilið þannig að það þarf ekki að nöldra yfir því.
2. Uppvaskið - Ég vaska heldur ekki upp, ekkert nöldur út af því.
3. Eyðsla peninga - Ég eyði of miklum peningum en hún nöldrar samt ekki yfir því.
4. Ekki nógu rómantískur - Ekkert nöldur þar, líklega nógu rómantískur.
5. Flokkar ekki þvottinn - Kem ekki nálægt þvottinum, fer samt úr fötunum sjálfur.
6. Horfir of mikið á íþróttir - Horfi helst aldrei á íþróttir.
7. Drekkur of mikið - Sjálfsagt átt við bjór og annað áfengi þarna, ég drekk ekki svoleiðis.
8. Býr ekki um rúmið - Hún gerir það alltaf, vill ekki að ég geri það.
9. Eyðir of miklum tíma í tómstundum - Mínar tómstundir eru flestar með henni.
10. Slær ekki grasið - Erum sem stendur í graslausu húsnæði, en slæ annars grasið eftir þörfum.
![]() |
Konur nöldra í heila viku árlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrstu skilyrðin að koma fram.
15.6.2010 | 22:43
Það er gaman að sjá hvaða skilyrði eru sett fyrir aðild Íslands að ESB.
Nú þegar eru komin nokkur eins og t.d. þessi ef ég man þetta allt rétt:
Borga Icesave.
Hætta hvalveiðum.
Opna fiskveiðlögsöguna.
Hætta framleiðslu landbúnaðarvara.
Afhenda orkuauðlindir.
Gott embætti í ESB fyrir Össur.
Margt fleira á eftir að bætast á þennan lista. Og hvað skyldi nú verða eftir af Íslandi fyrir þá sem nú byggja landið þegar samningurinn verður staðfestur? Það verður gaman að sjá hvað það verður.
![]() |
Vilja að við hættum hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það er gott að þingmenn hafa nógan tíma til að liggja í ljósalömpum og ræða um hver notar þá mest. Þetta er gott því að þá hljóta þeir líka að hafa tíma til að tala um eitthvað sem máli skiptir fyrir landsmenn eins og t.d. það hve margir muni á næstunni fremja sjálfsmorð á tröppum Alþingishússins vegna ónýtrar efnahagsstjórnar sömu þingmanna. Hugleiðingar um þetta má lesa á Pressunni. Sjálfsmorð á tröppunum hjá ykkur geta verið mjög varasöm, því þið gætuð dottið um líkin og meitt ykkur. Þetta er því verulega brýnt mál að ræða.
Þingmenn mættu líka alveg lyfta skítugum, sólbrúnum og hrukkóttum rössum sínum af þingmálum varðandi órétt sem skuldarar í þessu landi eru beittir alla daga. Þessi mál hafa víst fengið að danka í eitt og hálft ár. Öll lán eru í raun gengistryggð í dag, þau eru allavega ekki í sama gjaldmiðli og launin í landinu, sem eru í óverðtryggðum og ógengistryggðum krónum. Og bankalán eru flest með breytilegum vöxtum sem gerir það að verkum að enginn getur fundið út fyrirfram hvað þarf að borga af þeim. Það fer bara eftir duttlungum og græðgi bankanna. Á Íslandi haga bankarnir sér eins og rándýr sem rífa viðskiptavini sína á hol. Frá hruni hefur 250-300 milljörðum verið bætt á skuldara í landinu, það eru aðgerðir þessarar ríkisstjórnar.
Nú þurfa Alþingismenn að taka smá próf um stjórnun landsins.
1. Alþingi á að stjórna landinu með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi.
2. Alþingi á að stjórna landinu eftir tilskipunum AGS og bankanna.
3. Alþingi á að vera spillt og blint eins og það var fyrir hrun og hver þingmaður að hygla sjálfum sér og vinum sínum. Punktur.
4. Alþingi á að líta á landsmenn sem þræla til að búa til verðmæti sem fámennur hópur stingur í eigin vasa.
Takið nú prófið, þetta er ekki flókið. Það verður svo gaman að sjá hve margir krossa við hvern möguleika!
Hér má finna greinina sem ég vísaði til í upphafi.
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/orvilnun-skuldara-allt-fer-i-skuldir-thar-til-eg-dey--til-hvers-tha-ad-lifa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á að búa til sérstakan skuldaskatt ofan á annað?
15.6.2010 | 19:19
Það er engu að treysta hjá þessu Alþingi. Ég er nú ekki viss um að sér fundur um málefni skuldara sé eitthvað sem komi þeim vel. Það gæti alveg eins verið að menn ræði bara nýja skatta eða eitthvað í þeim dúr. Það er allavega hægt að sjá í meðfylgjandi frétt að í þeim efnum eru þingmenn ekki af baki dottnir. Búnir að nota drjúgan tíma í að undirbúa heimsfrumsýningu á nýjum skatti á bíleigendur sem verður væntanlega tekinn hér upp fljótlega með ærnum tilkostnaði. Það er víst mikill áhugi á að setja GPS tæki merkt ríkinu í hvern bíl í landinu, nema kannski bíla tignarmanna sem hingað koma frá Kína og AGS. Það er auðvitað ekki verið að þessi í öryggisskyni eða til að hjálpa bíleigendum að rata sína leið, enda vita þeir nú flestir hvert þeir eru að fara, nema kannski þeir sem þurfa einkabílstjóra. Nei, þetta tæki er víst nýr skattmælir fyrir AGS sem dyggasti starfsmaður þess sjóðs, Steingrímur J. Sigfússon, ætlar að nota til að safna fé fyrir Jón Ásgeir og Björgólf og vini þeirra frá almenningi á Íslandi til að bæta tapið af útrásar og bankaruglinu í þeim á undanförnum árum.
Sjá meira um þetta hér:
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/verdur-farid-ut-i-storfellda-gjaldtoku-a-helstu-thjodvegum-ossur-vill-skoda-moguleikann
En talandi um útrásarvíkinga. Hvað skyldi vera að frétta af ákærunum sem átti að byrja að gefa út á þá fyrir lok apríl 2010? Það er ekki neitt að frétta af þeim, allavega hef ég ekki heyrt þær fréttir. Svo virðist sem menn andi bara rólega gagnvart þessum glæponum og saksóknari og stjórnvöld voni að almenningur fari að gleyma þessu svo þeir geti farið að herja á þræla sína aftur. Raunar er Björgólfur aftur kominn óbeint á vaspeninga frá ríkinu. Samfylkingin með Vilhjálm Þorsteinsson í fararbroddi allt í kring um borðið er búin að ná í nokkur hundruð milljóna virði í styrkjum og afsláttum til nýjasta fyrirtækis Björgólfs, gagnaversins í Reykjanesbæ. Það lá víst meira á að hjálpa Björgólfi með nokkur hundruð milljónir en að huga að heimilunum á Íslandi. Enda styðja þau ekki öll Samfylkinguna eða VG.
![]() |
Sérfundur um málefni skuldara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða rök eru fyrir þessari fullyrðingu? - þetta er bara þvæla.
13.6.2010 | 21:01
![]() |
Vextir hækka ekki fyrr en 2011 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þarf líka að samræma lánshlutfall og veðhlutfall hjá almenningi.
12.6.2010 | 18:41
Það er ágætt að banna lán með veði í eigin hlutabréfum og önnur sambærileg lán. Enda er þetta ekkert nema svindl eins og hefur margsannast undanfarið. Auðvitað á að banna svindl. Það segir sig sjálft. En þetta skiptir samt engu máli, því það standa enn opnar ótal leiðir til svipaðra gjörninga.
En það væri þarft að gera fleira, t.d. að samræma veðhlutfall og lánshlutfall í íbúðum.
Þetta gæti t.d. virkað þannig að ef banki lánar 50% af kaupverði íbúðar á móti framlagi kaupandans fái bankinn sem tryggingu, eða veð eins og það heitir, 50% af verðmæti íbúðarinnar á hverjum tíma. Þetta er ósköp sanngjarnt og í samræmi við framlag lántaka og lánveitanda. Þannig má segja að báðir hafi tryggingu fyrir sínu framlagi vegna íbúðarkaupanna og báðir taka jafna áhættu vegna verðbreytinga. Bankinn ber þá einn áhættu vegna einhliða hringls með lánskjörin og báðir vita að ef vel gengur verður lánið greitt að fullu og að ef illa fer tapa báðir jafnt. Slíkt ýtir undir ábyrga útlánastefnu hjá bönkunum, og ekki er nú vanþörf á því.
Vandinn í dag er sá að ef einhver kaupir eða byggir hús og fær 50% verðsins að láni, er það lánveitandinn sem hefur forgang að allri eigninni þurfi að selja hana eða ráðstafa. Sá sem er skráður eigandi mætir hins vegar afgangi og fær bara það sem eftir er þegar bankinn hefur fengið það sem hann telur sig eiga. Þetta ýtir undir óábyrg útlán í bönkunum og kostar nú fjölmarga algjöra upptöku á eignum sínum. Þessu þarf að breyta, enda hafa bankarnir og munu gera út á þetta. Þeirra áhætta byrjar fyrst þegar 100% eign dugar ekki á móti 50% láni. Þess vegna er það þeirra hagur að okra á lánunum þannig að þau hækki sem fyrst í þessi 100% sem veðin standa fyrir og svo bjóða þeir eignirnar bara upp þegar þessu marki er náð. Þetta er nú bara einfaldur þjófnaður sem nú er stundaður í ríkum mæli, allt í skjóla laga og reglu eins og það er kallað þegar einfeldningarnir á Alþingi skrifa upp á eitthvað um verðbætur og vexti og veð o.s.frv. sem bankarnir heimta og er svo kallað lög.
Svei þessu rugli og megi ævarandi bölvun leggjast á allt það lið sem stendur fyrir þessu þjóðarráni.
![]() |
Bann við láni með veði í eigin bréfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Detox eða Botox, hver er munurinn?
11.6.2010 | 23:36
Ég horfði á Hrafnaþing á ÍNN áðan, enda ekkert nema fótbolti á hinni stöðinni hjá mér núna.
Á Hrafnaþingi var Ingva og konunum sem hann var með í þættinum tíðrætt um eitthvað stórkostlegt samsæri Landlæknis gegn Jónínu Ben út af einhverju detoxi sem hún stendur víst fyrir og er í tísku hjá landsmönnum núna í kreppunni.
Eftir því sem mér skildist er víst deilt um það hvort þetta detox telst til lækninga eða ekki, eitthvað var rætt um að fólk verði bráðhresst af þessari meðferð og skili inn lyfjum sem eru niðurgreidd af Tryggingastofnun. En það þykir víst ekki góð pilla að éta ekki lyfin sín. Sjálfsagt vilja yfirvöld róa þjóðina niður og koma henni allri á lyf svo hægt sé að halda áfram landráðum og hústökum yfirvalda og yfirmanna þeirra í bönkum landsins og AGS bankanum.
Ef þetta detox gerir einhverjum svo gott að hann getur lifað af öðru en pilluáti er það auðvitað bara mjög gott. Pillurnar verða hvort eða er teknar af fólki þegar ríkið eflir fjársöfnun sína fyrir AGS með niðurskurði á ríkisútgjöldum.
Svo er bara spurning hvað er með hina tox meðferðina, Botox meðferðina. Er það ekki annað tískufyrirbrigði? Kannski skottulækningar eins og þeir kalla það hjá landlækni. Hvað er gert í því? Er einhver munur þannig lagað séð á Detox og Botox?
![]() |
Detox ekki heilbrigðisþjónusta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gleymdi 300 milljörðum í óþarfa vexti og verðbætur.
9.6.2010 | 09:19
Það er leiðinlegt að Íslendingar skuli vera með forsætisráðherra sem er svona hraðlyginn og veruleikafirrtur eins og Jóhanna Sigurðardóttir er. Ef hún hefði verið bankastjóri og hagað sér svona á útrásartímanum væri hún nú búin að stinga sjálfri sér í varðhald og hefja rannsókn á svínaríinu.
Þegar hún segir að það sé búið að laga stöðu skuldara um 45-50 milljarða, sem er eflaust í besta falli ýkjur, þá sleppir hún líka alveg að nefna að með tveim gerðum af krónu í landinu, verðtryggðum krónum á okurvöxtum og óverðtryggðum vaxtalausum launakrónum, er búið að færa um 300 milljarða frá skuldurum til lánastofnana frá hruni skv. upplýsingum sem komu fram fyrir nokkrum dögum. Ef við drögum þessa 45-50 milljarða sem Jóhanna heldur á lofti, frá þessu, þá hefur staða skuldara versnað um ca. 250 milljarða frá hruni, eða ca. 15 milljarða á mánuði. Þetta er það sem Jóhanna hefur áorkað í stjórnartíð sinni.
Svo verður nú að láta þess getið að inni í þessum 45-50 milljörðum er m.a. um það að ræða að fólki hefur verið leyft að nota séreignasparnað sinn til að greiða skuldir. Er það nú ekki eins og að míga í skó sinn? Þessi sparnaður verður allavega ekki nýttur í það sem hann átti upphaflega að fara í úr því ríkið er að hirða hann upp í skuldir.
Það hefur sem sagt ekkert breyst ennþá á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa ekkert lært. Næsta hrun er að bresta á í landinu þegar þúsundir eigna fara á uppboð núna eftir sumarfrí og fram að jólum. Hvað skyldu margir búa í tjöldum í Öskjuhlíðinni í vetur? Ætli það verði skemmtilegur vetur þar?
![]() |
Hafa komið til móts við skuldavandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýtt nafn á meirihlutann.
4.6.2010 | 22:29
![]() |
Besti Sam óskar eftir betra nafni á meirihlutann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr borgarstjóri í Gnarrvík á öskudegi.
4.6.2010 | 19:34
Til hamingju Reykvíkingar með nýja borgarstjórann. Ég vil leggja til að nafni borgarinnar verði á næstunni breytt í Gnarrvík. Ástæðan fyrir Reykjavíkurnafninu er hvort eð er ekki fyrir hendi lengur. Hún var sú að þegar Ingólfur, fyrsti borgarbúinn, nam hér landi ásamt konu sinni Hallveigu Fróðadóttur, og áhöfn sinni, þá steig stöðugur reykur upp úr landinu skammt frá vík nokkurri sem hann nefndi þá Reykjavík. Síðar reis borgin Reykjavík við þessa vík.
Nú eru breyttir tímar og búið að tæma heita vatnið undan borginni sem olli þessum reyk, eða gufu, og enginn reykur lengur í Reykjavík nema sá sem kemur úr púströrum og þess háttar tólum.
Þar sem Jón Gnarr er nokkurs konar landnámsmaður í stjórnmálum Reykjavíkur, með sinni skemmtilegu og nýju nálgun á málin. Þá held ég að það sé tími til kominn að huga að nafnabreytingu á borginni. Það hjálpar líka til við að þurrka endanlega út spillingarstimpilinn og leiðindin sem eru tengd nafninu Reykjavík.
Við nýtt landnám hefur alltaf í sögunni verið stokkað upp í nafnamálum. Rétt eins og þegar Ingólfur kom til Íslands og hóf hér landnám norrænna manna. Þá hrökkluðust Írarnir sem voru hér úr landi, þeir voru víst kallaðir Papar. Og fá örnefni eru til frá þeirra tíma hér. Þeir voru í raun hreinsaðir af landinu og að mestu þurrkaðir út úr Íslandssögunni.
Ef einhvern tíma er ástæða til að endurtaka þetta þá er það núna, nú þarf að hreinsa út andrúmsloft hrunsins og spillingarinnar. Hluti af þessari hreinsun og endurreisninni er að endurnýja nafn Reykjavíkur. Víða um heim er Ísland illa kynnt eftir víkingana sem komu frá Reykjavík og settu svo marga á hausinn eða stálu allavega peningunum þeirra. Kippum þessu í lag með nýju nafni á Reykjavík. Kannski er Gnarrvík ekki endilega rétta nafnið en þið skiljið hvað ég meina. Ég legg til samkeppni um nýtt nafn á borgina.
Þetta er nokkuð sem hefur oft gefist vel, t.d. þegar Búnaðarbankinn varð að KB banka, KB banki að Kaupthing, Kaupthing að nýja Kaupthing og í staðinn fyrir alla hina kom svo Arion banki. Samt allt sami bankinn. En með þessum nafnabreytingum kom alltaf nýtt og skemmtilegt yfirbragð ásamt því sem gamlar syndir eru að verulegu leyti afmáðar. Sama má gera með Reykjavík sem gæti nú orðið að Gnarrvíkurborg eða einhverri annarri góðri borg.
![]() |
Jón Gnarr verður borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)