AGS réði hér öllu frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum, rétt eins og ég hef ótal sinnum haldið fram hér á blogginu og varaði við fyrir síðustu kosningar. Og svona hefur þetta verið allan tímann þrátt fyrir að Steingrímur hafi marglogið hinu gagnstæða að þjóðinni. Nema það sé Ögmundur sem er að ljúga því sem haft er eftir honum í fréttinni.
Þetta er svo sem ekki stór uppgötvun. Allir Íslendingar sem hafa augu og eyru og kunna að nota þau hafa löngu áttað sig á þessum staðreyndum. Samt er ágætt að þetta er nú staðfest og sannað með pistli Ögmundar.
Það þarf svo að hafa í huga að þrátt fyrir að hinn augljósi sannleikur hafi nú verið staðfestur og lygalaupurinn afhjúpaður af félaga Ögmundi þá er þetta ekki THE END á þessari lygasápuþvælu stjórnarinnar. Enn ræður AGS. Það eina sem hefur breyst að undanförnu er það að Steingrímur og stjórn hans eru orðin svo leiðitöm AGS að sú stofnun hefur ákveðið að sleppa af þeim beislinu og útskrifa þessa stjórn sem fulltamda smalahunda sem ekki þarf lengur að berja til hlýðni eða garga á til að þeir gegni húsbóndanum. Hvergi hefur AGS náð jafn skjótum árangri með smalahundaskóla sinn á undanförnum árum. Hvergi hefur gengið jafn vel að þjálfa stjórnvöld til hlýðni við sjóðinn eftir féflettakreppuna 2008. Steingrímur og Jóhanna hafa því fengið smalahundaviðurkenningu AGS og skjal sem staðfestir skjóta hundsþjálfun þeirra og þægð í garð féflettiaflanna.
Nú er þessum smalahundum treyst til að halda áfram að smala íslenskri þjóð í réttarsali til að rýja hana inn að skinni án þess að svipur smalanna berji hundana áfram. Ekki hef ég allavega séð nein merki þess að Yfirsmalahundurinn Steingrímur ætli að hvika frá stefnu AGS gagnvart heimilum landsins þótt hann segi heimilismönnum öllum að AGS segi að allt hafi gengið vel og skv. áætlunum. Enn verður níðst á almenningi sem alla daga hingað til frá hruninu 2008.
Til hamingju með þetta Steingrímur og Jóhanna.
Sjóðurinn vildi ekki aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Notum kínversku aðferðina á þetta.
30.8.2011 | 00:20
Það er gaman að Kínverji skuli hafa svo mikinn áhuga á óbyggðum Íslands að hann vilji kaupa 300 ferkílómetra af þeim fyrir heilan milljarð. Mér finnst reyndar milljarður ekki mikið fyrir allt þetta land. Hann er nú að kaupa það með húð og hári og þó milljarður sé mikið fyrir land norður í landi þá þætti það ekki mikið fyrir nokkrar byggingarlóðir á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru engar náttúruauðlindir á höfuðborgarsvæðinu sem réttlæta hátt verð, þær eru hins vegar í óbyggðunum fyrir norðan.
En hvað um það, verð á landi er afstætt, sumum finnst þetta hátt verð þó mér þyki það ekki. Jón Ásgeir setti fræga IKEA innréttingu í íbúð í gömlu húsi í New York sem hann keypti fyrir miklu hærra verð en allt þetta land fæst fyrir. Björgólfur Thor á einkaþotu sem hann notar lítið og kostar meira en allt þetta land. Í þessum samanburði er hægt að verðleggja allt Ísland á sem svarar nokkrar þotur og íbúðir fyrir þessa kalla sem hafa á örfáum árum mergsogið Ísland svo að það er nú álíka burðugt og Steve Jobs á myndum sem birst hafa af honum á netinu undanfarið.
Ég ætlaði nú ekki að velta mér upp úr þessu öllu enn og aftur. Þegar ég fór að skrifa þetta hafði mér dottið í hug að athuga hvað land í óbyggðum Kína kostar, rétt að gamni mínu til að bera það saman við verð á íslenskum óbyggðum. Ég verð nú að viðurkenna að ég skildi ekki þennan áhuga Kínverjans á að kaupa þessar óbyggðir, jafnvel þó þar séu náttúruauðlindir sem geta gefið þetta verð margfalt til baka þegar réttir menn eiga í hlut.
Þegar ég fór að skoða málið kom þetta auðvitað fljótt í ljós. Land í Kína er einfaldlega ekki til sölu. Ríkið og bændur sem nýta land eiga landið og það má ekki selja það öðrum. Sá möguleiki er bara ekki í boði. Svona samninga eins og Huang Nubo er að gera á Íslandi er einfaldlega ekki hægt að gera í Kína. Þar geta menn keypt byggingar og alls konar mannvirki á misjöfnu markaðsverði eins og gengur, en land er einfaldlega ekki selt þar. Það tilheyrir þjóðinni. Það er auðvitað stór spurning af hverju Kínverjar sem við dáum og lítum upp til vilja kaupa okkar land en ekki selja okkur sitt land. Það er líka ósanngjarnt að kínverskur vinur minn skuli ekki geta fundið handa mér land til að kaupa í Kína. En svona er þetta bara. Ég sendi þessum vini mínum tölvupóst áðan og er að biðja hann um að kanna þetta nánar og hvort ekki sé hægt að fá undanþágu frá þessum kínversku reglum. Nú bíð ég spenntur eftir svari.
Hvað sem út úr eftirgrennslan minni kemur um undanþágu frá Kínverskum reglum um landakaup þá hef ég allavega lært að í Kína eru reglurnar varðandi viðskipti með land einfaldar í prinsippinu. Ríkið á landið. Það er hægt að gera samninga til 30-40 ára um nýtingarrétt á landi. Það er ekki hægt að kaupa land.
Og nú dettur mér í hug hvort þetta sé ekki ágæt lausn til að allir geti verið ánægðir og vel við unað varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Er ekki málið bara að nota kínverku aðferðina á þetta. Leigja bara landið í 40 ár til Huang Nubo. Hann getur þá notað það á meðan hann lifir. Landið fer ekki úr landi og núverandi landeigendur ættu að geta fengið góðan pening, 25 milljónir á ári er ekki há leiga fyrir 300 ferkílómetra en góður peningur fyrir landeigendur. Þannig ættu allir að fá sitt án nokkurrar áhættu.
Hér er linkur á kínversku lögin sem fjalla um eignarhald á landi fyrir þá sem vilja grúska í þessu.
Gæti aukið áhrif Kínverja í N-Atlantshafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Why I said NO to Icesave.
10.4.2011 | 11:02
Now it is clear that Iceland has voted NO to the latest Icesave agreement. Many people may wonder why we do not want to fulfill "our international obligation" as it is sometimes called. This decision is not about that, it is about how we do it and it is about political incompetence in three countries. The main reason for saying NO yesterday is simply that our government wants to solve the dispute by letting the taxpayers pay for it, instead of the owners of Landsbanki, the people who were responsible for the money put into the Icesave savings accounts.
I can promise that almost every person in Iceland wants UK and Dutch Icesave victims to get their money back. And this is how it should be done:
First, the owners and directors of Landsbanki must pay with all their assets,
then the assets of the fallen banks should be used to repay the Icesave money, and at last if this is not covering the losses, then UK, Dutch and Icelandic governments should make an agreement about the rest.
This is what the agreement should be about. And all the governments involved should join hands in investigating and tracing the stolen money as fast as possible. That way everyone will get his money back as fast as possible!
Nobody has to fear that Iceland do not want to pay for Icesave. This is only a matter of responsibility and justice and how it is done. All the governments involved in the Icesave agreement we voted on yesterday have failed. The Icelandic government is willing to pay for the criminals in the bank, which include Icelands now richest man Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson, without letting the banksters pay anything!
The UK government has failed, they started brilliantly when they used the terrorist act to shut Landsbanki down in 2008, and then failed when they did nothing more. They should have gone further and used the terrorist act to arrest the owners and directors of Landsbanki and keep them in custody until it was clear what this Icesave fraud was all about!
The Dutch government seems to have done nothing at all except blame the public of Iceland for the mess.
All those governments have failed and no person with some common sense can vote for an agreement about letting taxpayers alone pay for the mess.
The agreement we voted on yesterday excluded the owners and directors of Landsbanki from paying anything at all. That is why we said NO.
We are still willing to make a deal with the UK and Dutch governments about Icesave, it simply must be based on the order mentioned above and common sense. We want fairness for the people in Iceland and UK and Holland, but it is not possible unless we sacrifice a few banksters first!!
Stærsta vél Boeing í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jón Gnarr stýrir borginn af myndarskap til glötunar.
5.4.2011 | 17:29
Jón Gnarr er nú orðinn býsna góður í að afsaka sig og verja það sem hann er að gera. Alveg sama hve illa það kemur við borgarbúa. Þannig að vissulega má segja að hann standi sig vel sem borgarstjóri. Hann er enginn eftirbátur forvera sinna hvað þetta varðar.
Hann er líka mjög upptekinn af að skera niður, hann er sem sagt búinn að átta sig á að borgarbúar eru til fyrir borgarsjóð, ekki öfugt. Þessi niðurskurður út um allt sem beinist nú að öllum nema skilanefndum bankanna, yfirmönnum bankanna og ráðamönnum þjóðarinnar er að drepa þjóðfélagið. Ísland er enn í hraðri niðursveiflu, lamandi víxlverkun niðurskurðar og verðtryggingar á nánast öllum sviðum.
Jón er of upptekinn af sjálfum sér til að sjá þetta og skilja. Rétt eins og aðrir ráðamenn þjóðarinnar. Hann er svo sem hvorki Bestur né verstur ef út í það er farið. Bara svona meðalJón eins og ég og flestir hinir Jónarnir. Hann tekur bara þátt í þessum niðurskurðarspíral, gerir eins og honum er sagt í því efni. Hann er enginn hugsjónapólitíkus sem kemur með nýjar lausnir heldur hjakkar bara í sama farinu og allir aðrir.
Það er alveg ljóst að Ísland er enn á vitlausri leið, leið til glötunar. Það er svo sem ekki Jóni Gnarr að kenna þó hann stýri borginni þennan veg af myndarbrag um þessar mundir. Öll sú þjónkun og dekur við lánardrottna þessa lands sem allt snýst um getur einungis leitt til glötunar. Það að skera niður allt alls staðar nema stærð og umsvif bankanna og verðtrygginguna og okurvextina í kreppunni mun að lokum setja Reykjavíkurborg á hausinn rétt eins og Orkuveituna. Ég skil ekkert í borgarstjóranum að leggja ekki fram spá um líftíma borgarsjóðs við núverandi og fyrirsjáanlegar aðstæður í efnahagsmálum. Það er ljóst að ef Orkuveitan er komin á hausinn eins og borgarstjóri heldur fram, þá er stutt í að borgarsjóður fari sömu leið, alveg sama hvað mikið verður þrengt að krökkunum í skólunum. Myndarlegur borgarstjóri mundi kannski frekar ræða á opinberum vettvengi um nauðsynlegar breytingar á fjármálakerfinu og aðgerðir í atvinnumálum í borginni sem leiðir út úr kreppunni, frekar en að beita sér fyrir að rífa snuð af leikskólabörnum í því skyni.
Vakna svo Jón, leiktu nú röggsaman leiðtoga. Fólk vantar leiðtoga hér, það er nóg af meðalJónum.
Pólitísk skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menguð samgöngustefna Reykjavíkur?
30.3.2011 | 09:59
Ef ESB nær góðum árangri með að stöðva alveg notkun bensín og dísilbíla í miðborgum Evrópu á næstu 39 árum, ef það verður þá ekki sjálfhætt fyrr vegna olíuþurrðar í heiminum, þá er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig umferð verði háttað í Reykjavík. Verður Reykjavík sú borg sem síðast býður íbúum raunverulega valkosti við bensín og dísilbílinn?
Hvaða valkostir eru raunhæfir þegar við hugum að framtíðarþróun bílsins?
Er það rafmagnsbíllinn? Varla, því hann nýtir orkuna allra bíla verst og er þar að auki kaldur þannig að það þarf helst að kynda miðstöðina í honum með bensíni, olíu eða gasi svo hann sé vel heitur í köldum löndum eins og Íslandi. Auðvitað mun rafmagnsbíllinn þróast eitthvað áfram og hugsanlega getur hann með þróuðum efnarafölum orðið góður kostur í framtíðinni. En í dag eru rafmagnsbílar einfaldlega versti kosturinn sem býðst fyrir þá sem vilja leggja bensín og dísilbílum.
Eru það þá lestir sem eru lausnin? Varla, það er einfaldlega allt of dýrt dæmi fyrir eins fámenna borg og Reykjavík að meðtöldu höfuðborgarsvæðinu öllu. M.v. fólksfjölda, stofnkostnað, rekstrarkostnað og skuldastöðu samfélagsins er nánast útilokað að lestakerfi geti orðið hagkvæmur kostur á Höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2050.
Eru það tvinnbílar eða metanbílar. Ekki heldur, því þeir eru líka bensín eða dísilbílar, nota allir eitthvað af hefðbundnu eldsneyti með. En þeir eru þó mikil framför frá hefðbundnum bensín og dísilbílum. Eyða minna, menga minna eða hvort tveggja.
Eru það vetnsibílar. Það er sama vandamálið með þá og rafmagnsbílana. Vetnið einfaldlega mengar of mikið. Til að búa til mengunarlaust vetni á vetnisbíla þá þarf að menga ennþá meira einhvers staðar annars staðar heldur en bein notkun á bensíni og dísil mengar. Vetnisbílar draga því alls ekki úr mengun, heldur auka á hana. En færa hana vissulega burt úr miðborgunum. Vetnistæknin getur kannski náð þeirri hagkvæmni að verða boðleg almenningi á næstu áratugum. En í bili er ekki að sjá að þessi kostur sé í sjónmáli sem raunverulegt val við bensín og dísilbíla. Hvorki tæknilega né mengunarlega.
Það er engin ein lausn í sjónmáli sem kemur í stað bensín og dísilbíla á næstu árum eða áratugum. En ég legg til hér eins og oft áður að Reykjavík fari að byggja yfir hjólastíga um alla borg. Þannig er hægt að búa til samgöngumáta sem er all þægilegur fyrir borgarbúa og bætir um leið heilsuna. En hjólreiðar verða aldrei alvöru samgöngumáti á Íslandi nema hjólreiðamenn séu varðir fyrir veðri, roki, rigningu, snjó, hálku, myrkri o.s.frv. Og í öryggisskyni verður að aðskilja alveg hjólaumferð og umferð vélknúinna ökutækja. Þess vegna verður að byggja yfir hjólastígana. Og miðborg Reykjavíkur er auðvitað svo lítil að þegar bensín og dísilbílum verður úthýst þar þá á bara að byggja yfir göturnar og leyfa fólki að labba og hjóla um miðborgina. Þá væri líka hægt að hafa nokkra opna litla og létta rafmagnsstrætóa sem gætu flýtt för fólks um þessar yfirbyggðu götur miðborgarinnar.
Einn aðalkosturinn við þessa lausn er að það þarf ekkert að bíða. Tæknin er til staðar, það er hægt að byrja strax og vinna þetta jafnt og þétt á stuttum eða löngum tíma. Þetta snýst um að byggja yfir göturnar, búa til skjól fyrir vegfarendur. Þessi lausn úreldist ekki þó rafmagnsbílar eða vetnisbílar verði einhvern tíma boðleg samgöngutæki. Það er strax hægt að fara að spara gjaldeyri og bæta heilsu íbúanna með því að fara að byggja yfir hjólastíga og miðborgarsvæði. Það er líka hægt að nota þetta til að bæta efnahag landsins. Á móti samgöngumannvirkjum sem fólk getur nýtt sér gangandi eða á reiðhjólum sparast gjaldeyrir í innflutt eldsneyti og bíla. Ef hægt er að ala upp í höfuðborgarbúum þessa samgöngutækni þá verður rafbílavæðing eða vetnsibílavæðing líka ódýrari þegar að henni kemur því þá þarf færri slíka bíla til landsins.
Vilja bensínháka burt úr borgum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Libor vextirnir falsaðir!! - Tók Björgólfur þátt í því??
27.3.2011 | 19:42
Úr því það er nokkuð ljóst að það er ekki hægt að treysta því að libor vextir séu réttir þá er nú fátt eftir sem afsakar það að halda gangandi þessu fjármálakerfi heimsins eins og það er í dag. Það er búið að setja flestar þjóðir heimsins á hausinn með þessu kerfi því það er að taka allt að 300% ársvexti af útlánum (ef miðað er við margföldunaráhrifin af endurteknum útlánum raunverulegra peninga í umferð)
Ég hef bloggað nokkuð oft um að fjármálakerfi heimsins er ónýtt. Gráðugt og sviksamlegt. Nú bætist við ein sönnun í viðbót á því. Bankarnir eru að gefa upp vitlaus vaxtakjör til að falsa upp Libor vextina. Þannig geta þeir lánað út á of háum Libor vöxtum að viðbættu álagi. Ég hef nú einhvern tíma fengið svoleiðis lán. Það er spurning hvernig dómstólar tækju í að leiðrétta vextina á því. Ætli það sé ekki hægt að fá þá strikaða út úr lánasamningnum ef þeir reynast falsaðir??
Ætli Björgólfur og Sigurður Einarsson hafi tekið þátt í þessari svikamyllu eða voru þeir fórnarlömb hennar? Það verður fróðlegt að fylgjast með því.
Rannsaka LIBOR-misferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Don Corleoni - Cosa Nostra - Berlusconi - Glitnir - Jón Ásgeir.
24.3.2011 | 18:11
Manni detta nú bara í hug gamlar lygasögur um einhverja mafíu á Ítalíu þegar maður sér að mestur fjöldi krafna í Glitni kemur frá Ítalíu. Eru kröfuhafar í bankann komnir í einhverja útrás til Ítalíu? Þetta eru alveg nýjar fréttir fyrir mig og sjálfsagt fleiri. Er ég að bulla núna eða er þetta eins slæmt eða jafnvel verra en það sýnist, rétt eins og venjulega??
Flestar kröfur frá Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vel útskýrð afstaða - Segjum nei!!
18.3.2011 | 14:13
Ég þakka fyrir þessa góðu grein um af hverju rétt er að hafna Icesave samningnum. Reimar útskýrir vel þarna hvað ferli málsins verður, fari Hollendingar og Bretar á annað borð í það að láta höfða mál verði Icesave samningurinn felldur.
Og eins og hann bendir réttilega á og útskýrir vel þá er áhættuminna að fella samninginn en að samþykkja hann.
En burt séð frá þessu öllu þá er það prinsippmál og réttlætismál að samþykkja ekki að borga þessa kröfu sem er vegna afglapaháttar og glæpamennsku í einkareknu fjármálafyrirtæki. Það er nú þegar búið að hlaða á ríkið og skattgreiðendur allt of mörgum slíkum kröfum.
Ekki má heldur gleyma því að líklegasta niðurstaðan af því að fella Icesave er sú að það gerist ekkert meira í málinu. Rök fyrir málshöfðun eru veik og við það bætist að þrotabú Landsbankans er nú talið líklegt, ef ekki næstum öruggt með að geta greitt þessa kröfu að fullu. Þar með er ómögulegt að sjá rökin fyrir því að samþykkja sérstakan samning um greiðslu ríkisins á henni eða að óttast þurfi málshöfðanir vegna þessa.
Það er því ekkert annað sem þarf að gera en að fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram undan er úr því ríkisstjórnin er svo vitlaus að vera ennþá að eyða tíma og fé í þessa vitleysu.
Dómsmál minni efnahagsleg áhætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gleypi við þessari speki.
18.3.2011 | 02:26
Það vekur vissa gleði hjá mér að heyra hvað formaður samtaka verslunar og þjónustu er dugleg að gefa sér tíma til að vanda um fyrir öðrum þegar hennar helstu samstarfsmenn í stjórn samtakanna eru með allt niður um sig í samráði, sukki og afskriftum á kostnað almennings.
Þar má t.d. nefna Finn Árnason, sem er fulltrúi Haga í stjórninni. Hagar hafa víst skv. fréttum fengið tuttugu og eitthvað milljarða afskrifaða á síðasta ári í viðskiptabankanum og eiga víst áfram eftir að vera þungur baggi á skattgreiðendum og skuldurum þessa lands sem þurfa að borga himinháa vexti í bankann sinn svo hann geti áfram niðurgreitt Haga.
Svo má nefna Ásbjörn Gíslason sem er forstjóri Samskipa hf., og undirtylla sukkkóngsins Ólafs Ólafssonar sem vonandi er nú kominn í smásjárskoðun hjá SFO o.fl. vegna hins fræga AlThani máls Kaupþings sem hann hafði mikinn veg og vanda af að koma á koppinn.
Þá má ekki gleyma Guðmundi Halldóri Jónssyni, aðstoðarforstjóra Norvikur, sem er víst móðurfélag BYKO, sem hefur fengið gríðarlega auglýsingu undanfarið út á rannsókn og handtökur vegna meints verðsamráðs. Við eigum örugglega eftir að fá ítarlegar fréttir af því máli á næstunni.
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, er líka í stjórn SVÞ. Hann er örugglega ekki sammála formanni sínum um að það sé sniðugt að losa bændur úr niðurnjörvuðu kerfi eins og hún vill. Hann hefur nefnilega áður lýst því yfir að samkeppni kosti mikið fyrir olíufélögin og brenndi sig raunar á því sjálfur nú um jólin þegar hann fór í samkeppni á bókamarkaði og sat uppi með nærri 10000 eintök af bókinni hennar Jónínu Ben.
Það er alveg augljóst að Margrét ætti að vera á kafi upp fyrir haus að hjálpa sínum félagsmönnum að ná tökum á sínum rekstri frekar en að vera að segja bændum hvað er þeim fyrir bestu. Bara þessi fyrirtæki sem stjórnarmenn SVÞ koma frá kosta almenning á Íslandi miklu meiri óþarfa útgjöld árlega en veitt er til landbúnaðarmála. Munurinn er bara sá að það tæki varla nokkur maður eftir því þó þessi fyrirtæki hyrfu af sjónarsviðinu, því þau eru algjörlega óþörf. En landbúnaðurinn er þó að framleiða mat sem ekki er hægt að vera án, þannig að það er þó gagn að þeim útgjöldum sem þangað fara.
En burtséð frá þessu baklandi sem Margrét hefur í samtökum sínum og stýrir sjálfsagt þankagangi hennar gagnvart bændum þá þykir mér líka undarlegt hvað hún fylgist lítið með út á við. Hún virðist ekki hafa hugmynd um að ekki bara skoðanir hennar eru rugl, heldur líka ýmsar fullyrðingar sem hún heldur fram. Það er löngu liðin tíð að íslenskar landbúnaðarvörur séu dýrar miðað við það sem er í öðrum löndum. Þetta er einhver gömul fluga sem sumir ganga enn með í hausnum og virðast ekki geta drepið þó staðreyndir sýni fólki annað.
Það er líka bull í henni að allir tapi á þessu landbúnaðarkerfi okkar. Ég hefði gaman af að sjá útreikninga um annað kerfi eða fyrirkomulag sem væri líklegt til að vera hagstæðara en núverandi kerfi.
Svo hálf skammast maður sín auðvitað fyrir að heyra forsvarsmann samtaka í atvinnulífinu skora á þjóðina að leysa efnahagsvanda ríkisins með því að taka að sér meiri skuldir - Icesave fyrir Björgólf Thor og félaga. Þetta er kannski í anda útrásarinnar sem var blásin út með lántökum og skuldsetningu af öllu tagi - þangað til allt hrundi. Hefur Margrét ekkert lært af reynslunni?? Heldur hún enn að lántökur séu allra meina bót? Eða er henni bara stjórnað með gamalli útrásarfjarstýringu í ræðustól??
Skjaldborg um kerfi sem allir tapa á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allt bullið óbreytt - þess vegna styttist í annað hrun á Íslandi.
16.3.2011 | 20:30
Það er ömurlegur veruleiki að Íslendingar skuli vera að rífast um hvort þeir eigi að borga Icesave eða ekki. Að hér skuli vera til svo vitlaust fólk að halda að það sé hægt að borga Icesave er mikið vandamál.
Ég frétti það lengst neðan úr suður Evrópu í vikunni að menn telji að ekkert hafi breyst á Íslandi við hrunið. Fréttinni fylgdi að engir fjármálamenn eða fjárfestar sem fylgjast vel með þori nú að eiga í viðskiptum við Ísland vegna þess að þeir sjái ekkert framundan nema annað hrun hjá Íslendingum. Í landi þar sem menn þykjast eiga nóga peninga til að endurreisa glæpafyrirtæki og borga reikninga sem þeir ráða ekki við. Í landi þar sem ekkert er reynt að laga siðferðið í rekstri hins opinbera og stærstu fyrirtækja landsins, hvað þá að einhverjum refsingum sé beitt á þá sem settu landið á hausinn í fyrstu umferð. Í svona landi finnst mönnum ekki óhætt að eiga viðskipti.
Íslensk stjórnvöld og aðrir sem þykjast hafa eitthvað merkilegt til málanna að leggja ættu nú að skammast til að leggja spilin á borðið. Viðurkenna að bankabullið og Icesavebullið og allt samkeppnislagabullið og spillingarbullið og sjálftökubullið og útrásarbullið og einkavæðingarbullið og Bestaflokksbullið og vinstrabullið og AGSbullið og græðgisbullið og stjórnlagabullið og lögleysubull alþingis í kring um það og linkubullið við glæpagengin og annað helsta bull landsins þarf alveg að stöðva. Það þarf að stokka spilin alveg upp á nýtt, annars komumst við ekkert áfram, hvorki núna né seinna.
Fundur um Icesave á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bara drukkið fólk sem mismunar eftir kynþáttum.
10.3.2011 | 18:39
Þetta var gott hjá meirihluta borgarstjórnar hinnar gömlu höfuðborgar Íslands. Borgarstjórnin telur greinilega að það sé vínið sem veldur því að fólki er mismunað eftir kynþáttum. Ef svo er þá er bara besta mál að þurrka Dani vel upp svo þeir hætti alveg kynþáttamismunun. Enda er það út af fyrir sig mismunun að leyfa yfirhöfuð nokkra drykkju í landinu þegar þangað flykkjast nú t.d. múslimar sem mega alls ekki drekka og frábiðja sér alveg slíka siði. Það hlýtur því að stefna í algjört áfengisbann fljótlega í Danmörku svo engum verði nú mismunað í þeim efnum í landinu!!
Ekkert vín á rasistaskemmtistöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mótsagnir Helga.
10.3.2011 | 14:11
Það kemur margt gott fram í máli Helga Magnússonar. En hann er samt í mótsögn við sjálfan sig þegar hann hefur áhyggjur af refsigleði og hatri Íslendinga. Málið snýst ekki um það, heldur það að það verða engar framfarir á Íslandi, við komumst ekkert áfram ef ekki verður þverfótað fyrir glæpamönnum í viðskiptalífi landsins. Án smá hreinsunar á glæpagengjum og endurbóta á viðskiptasiðferði þarf ekkert að hugsa neitt frekar fram í tímann. Ef við ætlum að halda áfram á sömu braut með sömu aðilum og settu hér allt á hausinn þokumst við ekkert fram á við.
Þetta þarf Helgi að skilja. Til að koma atvinnugrein sinni, íslenskum iðnaði, á skrið aftur þarf Helgi að taka á með almenningi í þeirri viðleitni að koma glæpamönnum bak við lás og slá og bæta siðferði atvinnulífsins og ryðja þannig úr vegi helstu hindrunum til framfara í landinu.
Enn föst í viðjum hrunsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björgólfur og Jóhanna plata Íslendinga með Icesave, fréttaskýring.
10.3.2011 | 03:14
Hér rakst ég á ágætis fréttaskýringu í Kaiser-report frá 6. mars. sl. um hvernig Björgólfur Thor, sem þarna er talinn vera snilldar svindlari, og Jóhanna Sigurðardóttir eru að plata Íslendinga til að borga Icesave og þannig láta Íslendinga halda áfram að borga fyrir menn sem hafa hagað sér sem efnahagslegir hryðjuverkamenn. Fram kemur að þjóðin sé ekki ánægð með að borga þetta eftir að hafa verið rænd öllum auði sínum af fáum glæpamönnum.
Ef þið nennið ekki að hlusta á umfjöllun um aðra snilldar svindlara í þessu myndbandi þá skulið þið fara 2:25 mínútur inn í myndbandið þar sem umfjöllun hefst um Icesave svindlið og Björgólf. Þessu lýkur svo á ca. 5:40 eftir að búið er að lýsa því að Jóhanna styðji áframhaldandi þjófnað frá íslensku þjóðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Matarverð erlendis kemur í veg fyrir að ég geti flutt úr landi.
10.3.2011 | 02:12
Ég hef verið að leita hófanna með að koma mér fyrir í öðru landi. Er búinn að kynna mér verðlag á ýmsum nauðsynjum í nokkrum Evrópulöndum til að finna út hvort ég muni komast betur af þar eða hér.
Það sem mér finnst athyglisvert er að erlendis virðist flest vera ódýrara en á Íslandi nema matur og orka. Flugferðir, raftæki, ýmsar byggingavörur, áfengi og leigubílar er á betra verði þar sem ég kannaði málið erlendis. Almenn matvara, hvort sem er í verslunum eða á veitingastöðum er hins vegar mun ódýrari á Íslandi. Einnig húshitun og húsaleiga.
Það er undarleg tilviljun að matvara og húshitun og húsaleiga, sem allt eru innlendar afurðir á Íslandi skuli vera ódýrari en t.d. í Frakklandi og á Spáni á meðan það sem við flytjum inn eins og símar, tölvur, sjónvörp og byggingavörur er miklu dýrara hér. Það gefur ekki tilefni til að ætla að Íslendingar spari á að flytja inn landbúnaðarvörur.
Raunar er matarkostnaður í Frakklandi og á Spáni svo hár að ég treysti mér ekki til að halda þyngd í þessum löndum m.v. þær tekjur sem ég gæti mögulega aflað mér þar. Verð því að leggja á hilluna í bili áform um að flytja úr landi.
Þannig að ég styð bændur. Er alveg sammála þeim og tel það mikilvægara að halda í góða atvinnugrein í landinu en að ganga í alþjóðasamtök til að íslenskir stjórnmálamenn geti fengið montstöður í útlöndum.
Ítreka andstöðu við ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viljum við tryggja Icesave eftirá?
10.3.2011 | 00:22
Það er bara fínt að Breska fjársvikalögreglan telur Edge reikninga Kaupþings í London hafa verið nógu mikið svindl til að handtaka stóra glæpaklíku í dag og yfirheyra fram á kvöld.
Þetta kemur sér vel núna þegar Íslendingar eru alveg að fara að kaupa það skv. könnun frá nýlega endurreistu Capacent að best sé að borga Icesave.
Málið er að Icesave og Edge var sett upp með hliðstæðum hætti. Hvort tveggja var svikamylla því lofað var ávöxtun sem ekki var hægt að standa við og að innlánin væru tryggð. Það er núna fyrst verið að reyna að tryggja Icesave innlánin eftirá með því að fá þjóðina til að borga þau. Það vita það allir skynsamir Íslendingar að þú tryggir ekki eftir á. Icesave var þó verra en Edge að því leytinu að um mun hærri fjárhæðir og erfiðari endurgreiðslur er þar að ræða.
Rannsóknin á Kaupþingi og Edge ætti því að duga til að sýna fólki fram á að Icesave dæmið er svindl og glæpamál. Það eru engin pólitísk eða lagaleg rök fyrir því að heil þjóð borgi fyrir svindl Landsbankans í útlöndum eftir að hann komst í einkaeigu Björgólfs Thors og félaga hans.
Þegar menn fara að átta sig betur á þessu þá dofnar viljinn til að borga Icesave.
63% styðja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)